Vikan


Vikan - 10.01.1991, Qupperneq 10

Vikan - 10.01.1991, Qupperneq 10
TEXTI: GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR Hafði verið bundinn á fjósbás alH sHt líf Rannveig Þórólfsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar í Kópavogi, er um margt sérstæð kona. Hún er lífleg í framkomu og þótt hún sé liðlega sextug eru hreyfingarnar léttar eins og hjá unglingi. Það er yfir henni einhver heimskonubragur þannig að helst dettur manni í hug að hér sé á ferð lista- kona sem hafi eytt meirihluta ævinnar í París eða New York. En sú ímynd er fljót að breytast við nánari kynni. Rannveig er nefnilega fyrst og fremst bar- áttukona og brautryðjandi. Á sjötta og sjöunda áratugnum hóf hún baráttu fyrir bættum aðbúnaði þroskaheftra og aldraðra. Á sjötta áratugnum áttu þroskaheftir sér engan samastað í íslensku þjóðfélagi. Þeir voru til óþurftar og best geymdir á hælum við ómanneskjulegar aðstæður. Rannveig er í hópi þeirra sem breyttu þessum viðhorfum til vangefinna. Breytingar á öldr- unarmálum á þessum fáu áratugum hafa einnig verið miklar, þó ekki nægar að mati Rannveigar, því betur má ef duga skal. Það er henni köllun í lífinu að hlúa að þeim sem minna mega sín og það hefur hún gert. Vikunni lék forvitni á að kynnast lífshlaupi þessarar konu og þó hún teldi sig ekki hafa frá neinu merkilegu að segja kom annað í Ijós eins og iesendur Vikunnar munu kynnast hér á eftir. Eg er fædd og uppalin í Fagradal í Saurbæ. Fagridalur stendur við Breiðafjörðinn og þar er náttúrufeg- urð mikil. Jörðin var góð og bjuggu foreldrar mfnir stórbýli. Þau stund- uðu aðallega fjárbúskap en höfðu þó nokkrar kýr. Selurinn færði björg í bú þar sem víðar. Selskinnin voru nýtt á þann hátt að þau voru spýtt eins og kallað var. Á Breiðafirðinum eru nokkrar eyjar sem heyrðu undir jörðina og þar var mikil eggja- og dúntekja. Það var mesta ævintýri okkar krakkanna að fara í eyjarnar. Þá var farið snemma að morgni og komið heim seint að kvöldi. Við systkinin vorum sex og fór- um snemma að vinna við búskapinn eins og tíðkaðist til sveita í þá daga. Æska mín var yndislegur tími og ég tel það ómetanlega gæfu að hafa fengið að alast upp í sveit. Sveitabörn þroskast svo eðlilega. Þau fylgjast með hvern- ig dýrin verða til, lifa og deyja. Hringrás lífsins Frh. á næstu opnu Hjúkrunarforstjóri Sunnuhlíðar í Kópavogi rœðir um breytt viðhorf til þroskaheftra ó síðustu órum og lýsir baróttu sinni í þeim efnum, en sjólf ó hún tvö þroskaheft börn 10 VIKAN l.TBL.1991 UÓSM.: BINNI

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.