Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 36

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 36
SAGA THE PIXIES, EINNAR VINSÆLUSTU ROKKSVEITAR DAGSINS í DAG textI: gunnar h, ársælsson HAUSTIARNA EDA Það var þannig að einn daginn gekk kona inn í spaenskutíma og spurði hvort einhvern langaði að fara í ársnámsdvöl til Puerto Rico," segir Charles Michael Kitridge Thompson IV er hann útskýrir hvað varð til þess að vinsaelasta óháða rokksveit dagsins í dag, The Pixies, varð til. „Ég sló til og vænti mikilla ævintýra á Puerto Rico. Ann- að kom þó á daginn, eftir sex mánuði var ástandið orðið það slæmt að ég var hættur að sækja tíma í skólanum. Ég var einn daginn staddur á bar og sagði við sjálfan mig: „Annað- hvort fer ég til Nýja Sjálands til að horfa á Halley halastjörn- una eða ég stofna rokkhljóm- sveit.“ Charles valdi það síðar- nefnda, pakkaði niður í snatri og tók næsta flug til heima- borgar sinnar, Boston í Bandaríkjunum. Þar fóru næstu vikur í að telja fyrrum skólafélaga sinn, gítarleikar- ann Joey Santiago, á að ganga til liðs við sig. Sá er frá Filippseyjum og var fjölskylda hans ein sú auðugásta á eyj- unum. Til marks um það má nefna að þegar fyrstu þrjár Benz bifreiðarnar voru fluttar til eyjanna fékk faðir Joey, sem er læknir, tvær en Marcos forseti eina. Þegar svo ætt- menn Joey fóru að hverfa einn af öðrum í kringum 1972 leist lækninum ekki á blikuna og flutti til Bandaríkjanna. Joey gekk til liðs við félaga sinn þótt hann þrjóskaðist við í fyrstu og næsta skref var að finna nafn á hljómsveitina. Charles hafði tekið sér nafnið Black Francis, nafn sem faðir hans var búinn að velja næsta erfingja sínum, sem að vísu kom aldrei í heiminn. Það var hins vegar Joey sem kom með nafnið Pixies. Það þýðir álfar eða eitthvað i þá áttina. Reyndar vildi hann kalla hljómsveitina Pixies in Pan- oply sem gæti útlagst á ís- lensku sem Álfar með al- væpni. Þegar nafnið var komið var leit hafin að bassaleikara og því sett auglýsing í blað í Boston þar sem hans var óskað. Éina svarið kom frá stúlku að nafni Kim Deal en hún var frá Ohio fylki. Hún mætti í prufu en gallinn var að hún hafði ekkert hljóðfæri. Málunum var reddað þannig að Black lánaði henni fimmtíu dollara fyrir flugfari svo hún gæti náð í bassann til systur sinnar í Ohio. Ekki átti hann eftir að sjá eftir þvf. Kim Deal hafði strax sín áhrif innan hljómsveitarinnar þvf hún sá til þess að þau losuðu sig við upphaflega trommarann og hún stakk upp á öðrum sem hún hafði hitt í brúðkaups- veislu. Sá heitir David Lover- ing. Þegar hér var komið sögu voru liðnir tveir mánuðir frá því að Black kom frá eyjunni hræðilegu, Puerto Rico. Pixies var orðin að veruleika og þau byrjuðu að æfa af krafti f bíl- skúr eins og allra góðra rokk- banda er siður. Þetta var í júlí 1986. VERSTU TÓNLEIKAR ROKKSÖGUNNAR Fljótlega héldu þau fyrstu tón- leikana og minnast þau kon- sertsins sem „verstu tónleika rokksögunnar". „Allir vinir okk- ar komu og hlógu sig mátt- lausa,“ segja þau. Þau gáfust samt ekki upp og fljótlega voru þau búin að taka upp prufuupptökur af nokkrum lögum og var ætlunin að nota þau sem baktryggingu í samn- ingsgerð við eitthvert hljóm- plötufyrirtæki. Ekki þurfti þess meö því Iwo Watts frá óháða breska hljómplötufyrirtækinu 4AD heyrði upptökurnar og gerði samning við hljómsveit- ina hið snarasta. Þetta var í október 1987 og í sama mán- uði komu upptökurnar út sem fyrsta breiðskífa Pixies, Come on Pilagrim. Tónlistin á plöt- unni er geysilega hrátt og óheflað rokk og hafði hljóm- sveitinni tekist að ná fram mjög sérstæðu „sándi". Einnig vöktu textar Black Francis at- hygli sökum trúarlegra tilvitn- ana en hann var alinn upp hjá mjög strangtrúaðri fjölskyldu. Platan fórfljótlega í fyrsta sæti óháöa listans og um hljóm- sveitina hópaðist tryggur að- dáendaskari. The Pixies virtust nær ó- stöðvandi því aðeins hálfu ári síðar, í mars 1988, kom út breiðskífan Surfer Rosa. Sú skífa aflaði þeim mikilla vin- sælda og virðingar innan tón- listarheimsins og var valin skífa ársins af mörgum gagn- rýnendum, meðal annars í bresku tónlistartímaritunum Melody Maker og Sounds. Tónlistin var áfram hrá og kraftmikil þó svo að hljóm- sveitinni tækist betur að beisla orkuna og beina henni í réttar áttir. Lögin á plötunni voru að einu undanskildu eftir Black Francis. Hvernig skyldi hann semja lögin sín? „Ég sem flest lögin fyrir framan spegil," útskýrir hann, „en þegar ég er orðinn þreytt- ur á speglinum fer ég í sturt- una og held áfram. Ég umla þar alls konar hljóð sem seinna meir verða svo aö textum." ÞREYTA OG RUGL (apríl á síðasta ári kom svo út breiðskífan Doolittle og fór hún beint í áttunda sæti breska vinsældalistans. Segir það meira en mörg orð um vin- sældir sveitarinnar. í sama mánuði hófst „Sex and Death“ tónleikaför Pixies um Evrópu og í byrjun september var röð- in komin að Bandaríkjunum. Þar hét túrinn „Fuck or Fight“. Þá var komin þreyta í mann- skapinn enda höfðu þau spilað á yfir hundrað tónleikum á tímabilinu. Sem dæmi um þreytuna í sveitinni má nefna að Black neitaði um tíma alfar- ið að ferðast með flugvélum (vegna breiðþotuslyss í Sioux City) og í San Francisco tók Joey svo mikið inn af sýru að hann taldi sig vera runna af alparósum. Ekki skánuðu mál- in daginn eftir þegar Kim bassaleikari reyndi að snyrta þennan runna í einhverju rugli! Athyglisvert er að kíkja í dagbók sem Black Francis hélt meðan á tónleikaferðinni stóð. Þann 19. apríl skrifar hann í Brighton í Englandi: „Fyrstu tónleikarnir okkar í ferðinni og við spiluðum svo æðislega að það er ótrúlegt." En 22. nóvember skrifar hann eftir síðustu tónleikana, i New York: „Hundleiðinlegir tónleik- ar. Tónlistin hljómaði eins og prump.“ í jólamánuðinum var svo smáskífan Monkey Gone to Heaven valin smáskífa ársins af þremur helstu tónlistartíma- ritum Bretlands og platan Doolittle var í öðru sæti yfir breiðskífur. [ ágúst síðastliðnum fengu plötukaupendur svo færi á að eignast nýjustu breiðskífu Pix- ies, Bossanova. Þetta er að- gengilegasta afurð sveitarinn- ar en sérkennin eru enn til staðar og krafturinn óspilltur. Um plötuna og Pixies var haft eftir Kim bassaleikara: „Sumir koma ef til vill til með að líta á Bossanova sem geimstöð hljómsveitarinnar, þaðan sem við munum gera árásir á jarð- arbúa, geimstöð þaðan sem Pixies munu skjótast til heims- frægðar. Fyrir fjórum árum stofnaði Black Francis Pixies vegna þess að honum fannst líf sitt ekki vera nógu súrreal- ískt. Síðan hefur hann reynt hvað hann getur að gera hvert lag eins hrífandi og skelfilegt og hann vildi að líf sitt væri.“ Þessi tvö orð, sem koma þarna fram hjá Kim, lýsa kannski hljómsveitinni og tón- list hennar best - hrífandi og skelfilegt. Hvað sem um þaö má segja hefur Bostonbandið Pixies aldrei verið jafnvinsælt og þessa dagana. PIXIES NÁÐIHEIMSFRÆGÐ Á FJÓRUM ÁRUM. 36 VIKAN l.TBL.1991

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.