Vikan


Vikan - 22.08.1991, Síða 26

Vikan - 22.08.1991, Síða 26
Sigurvegarinn Sólveig Ijósmyndari hjá Nýmynd dag. Þau voru bæöi mjög róleg og afslöppuð þegar þau komu í myndatökuna, rétt eftir at- höfnina í kirkjunni. Sum brúö- hjón koma til mín stuttu áður en giftingin fer fram. Ég verö þá alltaf jafnhissa þegar ég sé hvað þau eru róleg. Hulda og Ómar giftu sig föstudaginn 26. júií og fóru í brúðkaupsferð til útlanda þriðjudaginn á eftir. Þau hafa því ekki séð mynd- irnar ennþá og hafa ekki hug- mynd um hvort þær hafi yfir- leitt heppnast." - Hefur komið fyrir að þú hafir þurft að biðja brúðhjón að koma aftur til þín vegna þess að tökurnar hafi misheppnast af einhverjum orsökum? „Nei, ekki ennþá, sem betur fer.“ BREYTTUR TÍÐARANDI Hulda var í bleikum brúðarkjól en flestar brúðir eru í hvítum kjól. Sólveig var sþurð að því hvort hviti liturinn yrði fremur fyrir valinu þegar brúðhjónin væru barnlaus, eins og áður tíðkaðist. „Nei, ekki lengur. Nú orðið virðist þetta ekki skipta eins miklu máli. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fólk gifti sig eftir að hafa eignast börn og búið saman í nokkur ár. Kannski hefur það upphaflega ekki ætlað að gifta sig en hefur snúist hugur- því að giftingar eru í tísku um þessar mundir, tíðarandinn hefur breyst. Fyrir fimmtán til tuttugu árum þóttu giftingar jafnvel hallærislegar eins og sagt var og það þótti fínt að vera í óvígðri sambúð." - Er umstangið orðið meira og umbúðirnar? „Já, tvímælalaust. Fólk vill gera þennan sérstaka dag í lífi sínu eftirminnilegan, bæði fyrir sig og þá sem taka þátt í hon- um með brúðhjónunum. Góðri giftingu fylgja nú orðið gjarnan falleg föt, sérstakur viðhafn- arbíll sem ekur brúðhjónunum til og frá kirkju, brúðarmeyjar og brúðarsveinarog veislurnar eru margar orðnar íburðar- meiri en áður tíðkaðist." - Hugsar þú einhvern tíma um það þegar þú sérð brúð- hjón í fyrsta skipti hvort hjóna- bandið muni endast alla ævi? „Ég leiði aldrei hugann að því. Hvernig er það hægt þeg- ar fólkið er nýbúið að gifta sig eða er aö fara til þess? Brúð- hjónin eru auðvitað alsæl þennan dag og engum dettur annað í hug en sambandið endist ævilangt.“ Að lokum var Sólveig Þórð- ardóttir, Ijósmyndari hjá Ný- mynd í Keflavík, beðin um að nefna filmuna sem hún notaði og síðan hvað brúðarmynda- taka kostaði hjá henni. „Sú filma sem ég nota lang- mest er Kodak VPS 120. Brúðarmyndatökur kosta hjá mér 17.900 krónur og innifalið í því eru fjörutíu myndir sem ég hef þá gengið frá í möppu.“ SKREYJIW^ Smmm\ BI'LA OGVEISLUSALI ER? VILTQ Blömastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 Sími31099 DÓTTIRIN RÉTTI ÞEIM HRINGANA Hulda Einarsdóttir, brúð- ur júlímánaðar, hélt ásamt eiginmanni sínum, Ómari Ingvasyni, í brúðkaupsferð fáum dögum eftir að giftingin fór fram. Þau héldu fyrst til Spánar þar sem þau sóluöu sig á Ibiza í góðu yfirlæti. Þau fóru að því búnu til Danmerkur í heimsókn til skyldmenna og þar náðist í Huldu þegar hún var rétt að. koma inn úr dyrunum. Henni var þar með tilkynnt að myndin af henni hefði orðið fyrir valinu. „Ég er svo aldeilis hissa,“ sagði hún að bragði. „Ég hef ekki einu sinni séð myndirn- ar.“ Henni var tjáð að nöfn þeirra Ómars yrðu kannski dregin út í lokin og þau kynnu því að hreppa draumaferðina til Parísar með ferðaskrifstof- unni Sögu. „Það verður aldeil- is gaman, ég trúi þessu varla enn.“ Hulda kvaðst ætla að dvelja í Danmörku í viku áðuren þau flygju heim á nýjan leik. Hún sagði að þau lifðu enn á endurminningunni um brúð- kaupsdaginn og svo yrði um langa framtíð. „Þetta var yndislegur dagur og í alla staði eftirminnilegur." Þau Hulda og Einar höfðu verið saman um nokkurra ára skeiö þegar þau ákváðu loks að láta gefa sig saman. Þau eiga meira að segja tvö börn, tveggja og sjö ára. „Við höfð- um brætt þetta með okkur lengi, þegar við tókum loks endanlega ákvörðun.“ Þegar hún var spurð að því hvernig brúðkaupsdagurinn hefði gengið fyrir sig sagði hún að þau heföu verið nokkuð stressuð en þetta hefði verið mjög skemmtilegt allt saman. Athöfnin fór fram í Hvalsnes- kirkju í Sandgerði og það var 26 VIKAN 17. TBL 1991 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.