Vikan


Vikan - 22.08.1991, Síða 33

Vikan - 22.08.1991, Síða 33
Riegersburg var reist á 482 metra háu, útbrunnu eldfjalii. Fyrst reis byggð á þessum slóðum á níundu öld fyrir Krist. Frá árinu 15 fyrir Krist og fram til 476 eftir Krist var þetta landsvæði hluti af rómverska keisaradæminu. Iðulega hafa stríð verið háð á þessum slóðum enda skammt til landamæra. Aðeins tuttugu kílómetrar voru til dæmis til landamæra tyrkneska heims- veldisins á sautjándu öld. Oft dreif því fólk að úr öllum áttum á óróatímum og vildi njóta verndar innan hallarmúranna. Ekki hefur þó kastlinn fallið í hendur Tyrkja eða Ungverja frá því árið 1415 en þessar þjóðir voru mestu ógnvaldar fyrri ára i austri. Á sautjándu öld bjó lafði Gallerin í kastalanum. Hún var dugnaðarkona og á margan hátt ólík því sem gerðist um konur á þeim tima. Hún var þrígift en litlum sögum fer af eiginmönnum hennar. Dóttir hennar giftist Purgstall nokkr- um greifa en hann var aðaldóm- ari í galdraréttarhöldunum á árunum 1673-1675. Purgstall- fjölskyldan dó út um 1800 og síðan hefur kastalinn verið í eigu Liechtensteinættarinnar. háriö. I öörum hluta var sagt frá því hvaö nornir og galdra- menn hefðu allajafna fyrir stafni, að þeir geröu bandalag við djöfulinn, sendu mönnum og dýrum illar sendingar og sjúkdóma og heföu meira aö segja áhrif til hins verra á veðrið, til dæmis meö því aö kalla haglél og þrumuveður yfir menn þegar síst skyldi. Þriöji hluti bókarinnar var loks helgaður réttarhöldum yfir galdramönnum, pyntingu þeirra og aftökum. Hexenhammer er bók kven- hatara. Þar er því haldið fram aö konur séu þjónar djöfulsins. Reyndar höfðu konur orðiö að þola fyrirlitningu allt frá dögum Grikkja og Rómverja og í nornasafninu í Riegersburg er „Galdranorn" með Riegersburg því haldið fram að þetta sé meginástæðan fyrir því að fleiri konur hafi verið ákærðar fyrir galdra en karlar á 17. öld, bæði í Evrópu og Ameríku. Á skýringaspjöldum í safninu sendur að hundruð þúsunda, jafnvel ein milljón manna, hafi verið teknir af lífi fyrir galdra í þessum heimsálfum á sautj- í baksýn. ándu öld og þar af hafi aðeins þriðjungur verið karlar. KARLAR BRENNDIR Á ÍSLANDI Þetta er óneitanlega ólíkt því sem átti sér stað hér á landi þar sem aðeins ein kona var brennd á báli en hins vegar einir tuttugu karlar. Það er líka athyglisvert að hér voru galdramenn nær undantekn- ingarlaust ásakaðir um að hafa valdið veikindum manna. Þegar gluggað er í Öldina sautjándu eftir Jón Helgason kemur aðeins fram í einu tilviki að galdramaður hafi spillt afla- brögðum en sá sami hafi einn- 17. TBL 1991 VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.