Vikan


Vikan - 22.08.1991, Side 37

Vikan - 22.08.1991, Side 37
Hann reikaði yfir að garðinum og bjóst við að vera þar einn svona snemma en fólk var þegar farið að breiða úr teppum eða sest að hádegis- verði. Fyrir framan hann voru menn að vinna á hljóm- sveitarpallinum. Þeir gengu að vinnu sinni af ná- kvæmni en það sem þeir minntu hann á voru rót- arar að setja upp fyrir Eagles eða Geils- hljóm- leika. Hann fékk á tilfinninguna að allt hefði verið skipulagt í smáatriðum. Johnny píndi ofan í sig eina samlokuna sem hann hafði komið með, hún bragðaðist eins og þerripappír. Þétt óþægindatiifinnig hríslaðist um allan lík- ama hans. * 3 * Klukkan hálfþrjú var garðurinn troðfullur; fólk stóð öxl við öxl. Lögreglan hafði lokað götunum sem lágu að bæjargarði Trimbull. Aðstæðurnar minntu æ meira á rokkhljómleika. Nú heyrði Johnny stöðugt malið í mótorhjóla- vélum sem nálguðust og fylltu upp í sumarsíð- degið. Stuttu síðar sveigðu tíu hjól inn á bílastæð- ið við garðinn. Það var enginn bíll með þeim. Johnny reiknaði með því að þeir væru lífverðir. Órói hans jókst enn. Knaparnir voru snyrtilegir, íklæddir hreinum gallabuxum og hvítum skyrtum en hjólin sjálf, aðallega af Harley-Davidson gerð, höfðu verið gerð upp svo þau voru vart þekkjan- leg. Útlagarnir minntu hann á aukaleikara í mótor- hjólamynd. Undan skálmum gallabuxnanna sást í þung stígvél með þvertám og Johnny sá glitta í keðjur yfir margar ristar. Þeir voru allir eins á svipinn: einhvers konar innantómu glaðlyndi virtist beint að hópnum í garðinum. En undir því gæti hafa leynst fyrirlitning á verksmiðjufólkinu og nemunum sem fylltu garðinn. Og upp úr hverjum einasta vasa stóð afsagaður billjarðkjuði. Johnny var sama hve snyrtilega þeir litu út; væru þeir að vinna fyrir mann í framboði til full- trúadeildarinnar gat Stillson ekki átt langt í að ganga of langt. Ef þetta væri ekki svona furðulegt væri það hlægilegt. Þrátt fyrir það óskaði hann þess að hann hefði ekki komið. * 4 * Rétt fyrir klukkan þrjú hófst sláttur á stóra trumbu og smátt og smátt bættust fleiri hljóðfæri í hópinn. Hópurinn stóð upp, allir teygðu sig í áttina að tónlistinni. Fljótlega kom skólahljómsveit Trimbull í Ijós og á eftir henni kom hvítur Ford. Standandi á þaki hans, með sólbrennt andlit og gleiðbros- ▲ Johnny (í kvikmyndinni leikinn af Christofer Walken) rétti fram höndina og Stillson (Martin Sheen) tók hana í báðar sínar. „Vona að þú ætlir að styðja okkur í...“ Svo þagnaði Stillson. Augu hans stækkuðu og síðan fylltust þau af ótta - ótta? Nei. í augum Stillsons var skelfing. Andartakið var óendan- legt. í stað tímans kom eitthvað annað er þeir störðu hvor í annars augu. Hve lengi stóðum við svona saman? spurði hann sjálfan sig síðar. Hann giskaði á að það hefðu verið fimm sekúndur. Svo var Stillson að draga höndina til sín, þrífa hana burtu, starandi á Johnny með opinn munninn, allur litur að hverfa undan djúpri brúnku sumarframbjóðandans. Svipur hans lýsti viðbjóðshryllingi. 17. TBL. 1991 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.