Vikan


Vikan - 22.08.1991, Qupperneq 46

Vikan - 22.08.1991, Qupperneq 46
TÖLVUSKÓLINN EYKUR STARFSEMI SÍNA Stofnar Ferðamálaskóla íslands sem hefur starfsemi í haust Að Höfðabakka 9 í Reykjavík er einhver sveigjanlegasti skóli sem um getur á íslandi; Tölvuskóli íslands. Þar eru kennd öll hugsanleg fræði er lúta að nútíma skrifstofuvinnu, tölvunotkun og tengdar greinar. Þar sem um starfsnám er að ræða hentar það vel þeim sem vilja og þurfa að mennta sig í tölvu- og viðskipta- greinum og þeim sem eru á leið út á atvinnumarkaðinn eftir hlé eða vilja breyta til. Það hefur líka sýnt sig að mörg fyrirtæki hafa ekki síður ráðið fólk til starfa sem hefur pappíra frá þessum skóla en sambærilega æðri menntun. Meðal markmiðanna með náminu eru yfirgripsmikil þekking á upplýsingatækni, ögun og skipuleg vinnubrögð, betri möguleikar á vinnumarkaði og ekki síst aukið sjálfstraust og sjálfstæði nemendanna. Jónas ásamt áhugasömum nemendum Tölvuskólans. 46 VIKAN 17. TBL. 1991 Viðar Sæmundsson, Óskar B. Hauksson og Jónas Sigfússon veita skólanum forstöðu og kenna þar allir sjálfir, auk þess sem þeir sjá um önnur verkefni sem þarf að leysa af hendi. Þeir kappkosta að reka skólann á skynsemisgrundvelli og bjóða því upp á ódýrara nám en aðrir geta boðið. Skólinn er að hefja fjórða starfsár sitt í haust og til að fá nán- ari vitneskju um það stad sem þar fer fram náðum við tali af Jónasi Sigfússyni. Til að byrja með spurðum við hvers konar fólk sækti um nám í Tölvuskóla íslands. - Hingað kemur alls konar fólk, ungt og gamalt. Hér er mikið um fólk sem er að fara aft- ur út á vinnumarkaðinn eftir eitthveri hlé, fólk sem langar til að breyta til; finnur sig knúið til að læra á þau tæki og tól sem eru notuö í dag á skrifstofum og svo kemur fólk líka hingað til að auka þekkingu sína. Hvernig er svona skrifstofutækninám sett upp? - Við bjóðum upp á skrifstofutækninámið í tveim þrepum; skrifstofutækni I og II. Skrif- stofutækni I samanstendur af kennslu og verk- legum æfingum í bókhaldi, bókfærslu, ýmsum tölvugreinum, verslunarreikningi, skýrslugerð og lýkur svo á lokaverkefni. Hvernig er það? - Það er nokkuð flókið að skýra frá því í stuttu máli en það er þannig unnið að fólk nýtir þá þekkingu sem það hefur aflað sér á nám- skeiðinu, til dæmis með því að kanna hráefn- iskaup vegna fyrirhugaðrar framleiðslu. Það eru send út bréf til nokkurra tilbúinna fyrirtækja og svo koma svör til baka. Það þarf síðan að vinna úr svörunum. Hvar er hagkvæmast að kaupa inn? Er afhendingartíminn réttur? Og svo framvegis. Það þarf kannski að útbúa toll- skýrslur og svo þarf að skipuleggja fram- leiðsluna, finna kaupendur, og senda út upp- lýsingabréf og fá inn pantanari. Þegar þetta er allt komið þarf að raða þessu öllu saman upp. Þetta hefur reynt virkilega á það sem nemend- urnir hafa lært. Þetta er ekki mjög viðamikið verkefni og fólk ræður mjög vel við það eftir námskeiðið. Sumir hafa leyst þetta alveg meistaralega vel og farið út í hin flóknustu smáatriði bara til að gera þetta svolítið „grand“ vegna þess að þannig verður þetta allt ennþá skemmtilegra. Þetta kallar þá á töluverða útsjónarsemi? - Já, þarna reynir á upplag viðkomandi nemanda. Og ég vil leggja áherslu á að það er persónuleiki hvers og eins sem skiptir máli. Skrifstofutækni II er svolítið fræðilegra nám. I skrifstofutækni I eru nemendur fyrst og fremst að læra að framleiða upplýsingar. f skrifstofu- tækni II er svo farið að vinna úr þeim til að geta tekið ákvarðanir. í bókhaldsþættinum þarf til dæmis að vera hægt aö lesa úr bókhaldinu ákveðnar kennitölur sem skipta máli fyrir rekst- ur fyrirtækisins. Út frá þessu þarf svo sjálf- stæða ákvarðanatöku. Rekstrarhagfræði er til TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON / LJÓSM,; RAGNAR TH. SIGURÐSSON

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.