Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 13

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 13
IRAKAR VORU GÓÐU GÆJARNIR ■ Vikan ræðir við Hjalta Gísla- son, son Gísla Sigurðssonar læknis og Birnu Hjaltadóttur, en fjölskyldan var sem kunnugt er búsett í Kúveit þegar írakar gerðu þar innrás fyrir um hálfu öðru ári. Fyrir um það bil hálfu öðru ári réðust írakar inn í Kúveit. Hvarvetna í heiminum var fólk slegið óhug og hér á íslandi fylgdist fólk vandlega með fréttum af Gísla Sigurðssyni og Birnu konu hans sem voru mitt í hringiðu atburðanna í Kúveit. Þó að all- ir fjölmiðlar væru uppfullir af fréttum af stríðinu er nokkuð víst að sumir fylgdust með af meiri athygli en aðrir. Þeirra á meðal var Hjalti Gíslason, sautján ára sonur Gísla og Birnu. Hann var þá staddur í sumarfríi á íslandi ásamt tveimur yngri systkinum sínum. „Á meðan ég var úti varð ég aldrei var við stríðsógnir. Stríðið milli íraka og Irana hafði ekki svo mikil áhrif á Kú- veitbúa. Öðru hvoru kom þó í fréttunum að lík af írönskum hermanni hefði flotið upp á ströndina í Kúveit. Þá óttaðist fólk og þá sérstaklega ríkis- stjórnin hryðjuverkastarfsemi af hálfu Irana því að Kúveitar studdu íraka í stríðinu við írani. Ég leit því á íraka sem góðu gæjana og íranana sem vondu gæjana. Árás íraka á Kúveit kom mér því sem og flestum öðrum algjörlega að óvörum. Það bjóst enginn við að þetta myndi gerast." Annan ágúst, daginn sem innrásin var gerð, talaði Hjalti við foreldra sína í síma. Stuttu eftir það var allt samband við Kúveit rofið. Það hlýtur að hafa verið erfitt að vera svona langt frá ástvinum sínum, í óvissu um afdrif þeirra og geta ekkert aðhafst. Hjalti játar þessu þar sem hann situr á móti mér í sófanum og talar við mig eins og við höfum þekkst árum saman. „Feður nokkurra breskra vina minna voru teknir sem gíslar. Þeir Vesturlandabú- ar sem komust lífs af hafa fæstir snúið til baka til Kú- veit. íbúar Kúveit voru um tvær milljónir áður en stríðið skall á en eru nú aðeins tæp átta hundruð þúsund. Einn besti vinur minn sneri aftur. Hann er frá Tyrklandi og gengur í bandaríska skólann í Kúveit. Þó eru eintómir arabar með honum í bekk. Ástæðan fyrir því er sú að næstum allir skólar voru eyði- lagðir og því er öllum nemendum hrúgað saman í þá skóla sem enn eru starf- andi. Áður var allt námsefnið í skólan- um hans á ensku en núna fer kennsl- an að mestu fram á arabísku. Þessi vinur minn talar ekki mikla arab- ísku frekar en ég. Hann á því í mestu vandræð- um með að bjarga sér i gegnum námsefnið og sagði mér að það væri í einu orði sagt frekar ömurlegt að vera þarna núna. Allt hefur greini- legatekið miklum breytingum í Kúveit eftir stríðið." Hjalti segir að þar sem sumarfríið í skólanum hafi staðið sem hæst, þegar inn- rásin var gerð, hafi fáir af vin- um hans verið í Kúveit. „Flestir krakkarnir fara til heimalanda sinna í skólafríun- um. Einn góður vinur minn, sem er Pakistani, var þó staddur þarna úti. Hann er reyndar með breskan passa og var því í meiri hættu en aðrir landar hans. Þessi strák- f# Þeir fáu Kúveifar sem ég þekkti veru allir mjög dekraðir eg fengu allf sem þá langaði í. Þefta veru sannkallaðir pabbastrákar. II ur er mikill villingur í sér og starfaði í andspyrnuhreyfingu Kúveita meðan á stríðinu stóð og tók þátt í ýmiss konar hryðjuverkastarfsemi. Það er ekki herskylda í Kú- veit og því var herinn mjög fá- mennur, aðeins um tuttugu þúsund manns. Reyndar varð raunin sú að margir hermann- anna gerðust liðhlaupar þegar til átaka kom. Vinur minn, sem var þarna úti, sagði mér að margir írösku hermannanna hefðu aðeins verið þrettán eða l.TBL 1992 VIKAN 9 TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / UÓSM. AF HJALTA: GUNNAR LEIFUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.