Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 41
Her lagu jardneskar lelfar Reynistaðarbrædra i 65 ar og
her urdu þeir uti við Beinhol á Kili. Myndin er ur bok
Hjálmars R. Bárðarsonar ..Hvita - fra upptökum til ósa ‘.
Þeir lögöu nú upp úr Hreppum laugardag
annan I vetri (þ.e. 28. okt.) með tvö hundruð
fjár og fimm klyfjahesta. Veður var ískyggilegt
enda gerði mikla snjóhríð sem sagt var að ekki
hefði rofið í mörg dægur í byggð en varað þó
lengur á fjöllum.
Engu að síður virðast þeir hafa komist allt
noröur í Kjalhraun og tjaldað þar tveim
tjöldum, öðru yfir farangur sinn, en þar beið
þeirra dauðinn.
Þegar Ijóst var orðið að þeir höfðu orðið úti
kvað Jón prestur Hjaltalín svo um það í Tíða-
vísum sínum:
Angurssaga ullum brands
olli baga Norðanlands,
gleðitóninn minka má
mannatjónið fjöllum á.
Ríklundaðir rakkar pá
Reynistaðaklaustri frá
sendir fjórir sem með skil
sauða fóru kaupa til.
Hér um sveitir fengu féð
fyrðar teitir kaupi með,
fjölguðu manni fimmta þeim,
ferðast þannin vildu heim.
Norður Kjalveg langa leið
lögðu halir hausts um skeið
fengu stríðu fjör-þurrðar,
fregnast síðan dauðir þar.
Það var öndverðan vetur þennan fyrir jóla-
föstu, að Jón að Hryggjum stóð að fé sínu eins
og venja hans var. Hann hafði þá misst Sigríði
konu sína en átti nú þá sem Guðbjörg hét Ein-
arsdóttir og með henni mörg börn sem þá voru
allung. Guðbjörg var ein heima með börnin.
Kafald var á um daginn en herti þó meira með
kvöldinu.
En þó Jón ætti forystusauð góðan gat hann
með engu móti komið honum undan. Og sagði
svo síðar...að jafnan sýndist mér sem maður
nokkur bandaði á móti fénu.“ Svona gekk það
alla nóttina, hversu ötull sem Jón var við það
að koma fénu heim.
Konu hans leiddist eðlilega eftir manni sín-
um og tók að óttast um hann. Kú áttu þau eina
sem var undir palli í baðstofu. Kýrin sleit sig nú
upp með miklu öskri. Guðbjörg hugðist þá
kveikja og bæla niður í kúnni og fór fram til eld-
húsdyra. Sýndist henni þá Jón bóndi sinn
standa fannbarinn í bæjardyrunum. Hún varð
allshugar fegin og sagði við hann: „Guði sé lof
að þú ert kominn." En þá hvarf maðurinn út í
náttmyrkrið.
Þegar hún kveikti komst hún ekki lengra
með Ijósið en inn í mið göngin, þá slokknaði
það. Börnin tóku nú að æpa mjög og kýrin
öskraði. Freistaði hún þess þá enn að kveikja
en þóttist þá sjá mann snæbarinn í dyrunum.
Henni var nú, sem eðlilegt er, mjög brugðið því
nú var eldurinn líka dauður.
Hún sagði síðar frá því að aldrei hefði hún
lifað hræðilegri nótt því oft heyrðist hælum bar-
ið í þekjuna og stundum sem húð væri dregin
um bæinn með drunum og dynkjum.
Þó kom Jón heill heim um morguninn og
sagði þá við konu sína að víst myndi Jón
Austmann dauður vera.
Þaö var síðar að Jón kom til kirkju að Reyni-
stað. Spurði Ragnheiður hann þá hvað hann
hygði að liði um menn sína en hún hafði fregn-
að um feigðarspá Jóns fyrr um þá. Hann svar-
aði: „Eigi veit ég það fyrir víst en það hygg ég
að Jón Austmann sé kominn til helvítis."
Spurði Ragnheiður hann þá ekki frekar. En
það sagði Jón öðrum að sér hefði þótt undar-
lega við bregða að hann sæi þá bræður Hall-
dórssonu, Bjarna og Einar, sitja allvesæla í
herbergi því sem djáknastúka var kallað og
víst myndu þeir eigi heilir. Ekki gat hann þess
þó við Ragnheiði. Og árin liðu. Er sagt að Hall-
dór á Reynistað bæri sig miklu hörmulegar
Ragnheiði. Engu að síður var hún full örvænt-
ingar og sorgar þótt hún bæri sig betur en
maður hennar. Henni lá við að örvinglast, svo
iðraði hana þess að hafa sent Einar litla frá sér
þótt hann hefði beðið hana svo innilega um að
vera hlíft við ferð þessari. En vitanlega gat
hana ekki grunað hvernig fara myndi.
Það var um aldamótin að Halldór Vídalín
lést að Reynistað. Ragnheiðurekkja hans fékk
þegar klausturumboðið og hélt því allt til dauða-
dags.
Löngu síðar spurðist það, að grasakona að
sunnan fyndi lík Staðarbræöra. Og síðar varð
það að Jón prestur Eiríksson að Brekku við
Víðimýri reið suður til fylgdar Helga prófasti í
Odda, sem síðar varð biskup. í för þessari
fann Jón Eggert prest Bjarnason sem þá
sagði honum að beinin væru fundin og kvaðst
mega á vísa. En áöur en Jón prestur, sem var
mægður við Staðarbræður, vitjaði beinanna
fann maður sá sem Brynjólfur hét frá Bjarna-
staðahlíð í Skagafjarðardölum bein á grjótmel
einum. Setti Brynjólfur þar upp merki og gat
þess.
Þá bjó á Sveinsstöðum í Tungusveit Jó-
hannes bóndi Jónsson frá Balaskarði. Hann lét
þau Einar umboðsmann á Reynistað og Ragn-
heiði konu hans vita um beinafundinn en þau
háðu hann hljótt með að fara. Jóhannes reið
síðan fjöllin og fann beinin að tilvísun
Brynjólfs. Flutti hann þau í skinnbelgjum norð-
ur til Reynistaðar. Þau Einar sendu eftir Jósep
lækni Skaptasyni vestur til Hnausa. Hann kom
að skoða beinin og taldi þau af manni um tví-
tugsaldur og unglingi. Þóttust menn þá vita að
þau væru bein Staðarbræðra.
Þau Einar létu smiða beinunum litla kistu og
buðu til erfis nokkrum mönnum, eins og getið
var í upphafi þessa máls, en fengu Halldór
prófast í Glaumbæ til að syngja yfir þeim.
Að bón Einars kvað einn erfisgesta um þessi
atvik og er þar þessi vísa:
Eftir sextíu ár og sex
yfir þeim jarðarhaddur vex.
Dáleg var þeirra að dykja hel,
dysjaðir fyrri á eyðimel.
Mælt er að Bjarni hafi í þessu fræga ferða-
lagi verið klæddur grænum fötum og riðið
bleikum hesti. Fólk af Reynistaðarætt hefur
tjáð mér að það hafi lengstum verið talið óláns-
merki að nokkur úr ættinni væri skírður Bjarni,
riöi bleikum hesti eða klæddist grænum fötum.
Þetta kemur glöggt i Ijós i frásögninni um
Einar skáld Benediktsson, sem var þessarar
ættar, í æviminningum séra Árna Þórarinsson-
ar. Þar kemst höfundur m.a. svo að orði um
Einar:
„Það var um hann sagt til dæmis, að hann
hefði aldrei þorað að ganga í grænum fötum,
sökum þess aö við því hefði legið bann í ætt-
inni síðan Bjarni Reynistaðarbróðir varð úti
grænklæddur á Kili. Indriði Einarsson sagði þá
sögu, að hann hefði eitt sinn hitt Einar skáld á
götu í nýjum fötum grænum. Kveðst Indriði þá
hafa sagt: „Heyrðu frændi, þú ert kominn í
græn föt!“ - „Nei, hver andskotinn," svaraði
Einar og flýtti sér heim, fleygði þar af sér fötun-
um og fór aldrei í þau framar."
Þessir voveiflegu atburðir, sem hér hefur
aðeins lauslega verið lýst, hafa löngum síðan
orkað á ímyndunarafl íslenskra skálda. Ekkert
þeirra hefur þó komist betur að orði en Jón
prófessor Helgason þegar hann orti með þess-
um hætti:
Liðið er hátt á aðra öld,
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem i snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.
Skuggar lyftast og líða um hjarn,
líkt eins og mydn á þili,
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í djúpu gili.
1. TBL. 1992 VIKAN 37