Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 42
TEXTI: PETUR STEINN GUÐMUNDSSON
BRÚÐUR ÁRSINS
FER TIL PARÍSAR
París, borg borganna.
Það má til sanns vegar
færa. Menn koma
þangað af mismunandi áhuga.
Sumir vegna áhuga á listum,
aðrir vegna áhuga á' sögu og
enn aðrir vilja einungis njóta
franskrar menningar á götum
Parísarborgar sem og á veit-
ingahúsum. Flestir sem koma
til Parísar vilja koma aftur og
aftur. Borgin hefur sterk áhrif á
fólk og dregur það til sín aftur
og aftur. Brúður ársins 1991,
sigurvegarinn í brúðarmynda-
keppni Kodak-umboðsins og
Vikunnar, á skemmtilega og
eftirminnilega daga framund-
an ásamt eiginmanni sínum.
Þau fara til Parísar á vegum
ferðaskrifstofunnar Sögu.
FIMM STJÖRNU HÓTEL
Hótelið, sem varð fyrir valinu,
er ekki af lakara taginu. Hótel
Concorde La Fayette er fimm
- BORGAR UPPLIFANA
stjörnu hótel í hjarta Parísar.
Það er örstutt frá Sigurbogan-
um og þeirri margrómuðu götu
Champs-Elysées. Næsta ná-
grenni við hótelið er La Déf-
ense viðskiptahverfið sem er
með iðandi mannlíf á daginn
en varla sést þar sála á ferli
þegar degi fer að halla.
Herbergin eru sérlega vel
útbúin með glæsilegum
innanstokksmunum, sjón-
varpi, síma, útvarpi og minibar
svo eitthvað sé nefnt. Þá má
einnig nefna að herbergin eru
vel hljóðeinangruð svo engin
hætta á að vera á að heyra í
veislunni i næsta herbergi.
Fólk, sem ekki reykir, getur
fengið herbergi sem aldrei er
reykt í. í hótelinu eru nokkrir
góðir veitingasalir, setustofur
og barir. Það er einstaklega
skemmtilegt að sitja á barnum
Le Plein Ciel á efstu hæð hót-
elsins. Þar er stórbrotið útsýni
A Það verður
ekki amalegt
að eiga þess
kost að
sletta sporð-
inum í set-
lauginni eins
og brúðar-
parið á
þessari
mynd.
► Hotel
Concorde La
Fayette er
fimm stjörnu
hótel f hjarta
Parísar.
◄ Parfs
hefur löngum
verið hjúpuð
œvintýra-
Ijóma og
þaðan fer
enginn
ósnortinn.
38 VIKAN l.TBL.1992