Vikan - 09.01.1992, Page 32
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
STEINGEIT, NAUT OG MEYJA
Stjörnuspekin á sér flókið kerfi og er
hluti þess skipting í frumþættina eld,
jörð, loft og vatn. Innan hvers frum-
þáttar eru þrjú stjörnumerki, eitt
frumkvætt, eitt stöðugt og eitt breyti-
legt. Hér á eftir verður fjallað um höf-
uðskepnuna jörð en hér er verið að
fjalla um orku náttúrunnar því stjörnu-
merkin mótast af náttúrunni og endur-
spegla þá krafta sem maðurinn sér
þar. Að vera Steingeit þýðir í raun ekki
annað en það að vera fæddur um há-
vetur. Stjörnuspekingurinn skoðar
síðan eðli þess árstíma og yfirfærir
það sem hann sér á persónuleika
Steingeitarinnar, enda liggur að baki
sú kenning að maður og náttúra séu
eitt.
Með þvi að skipta stjörnumerkjunum niður
eftir frumþáttum er um leið mannfólkinu skipt
niður í fjóra höfuðflokka. Eldur er táknrænn fyr-
ir hugsjónir og skapandi athafnaorku, jörð fyrir
efnisorku, loft fyrir hugmyndaorku og vatn fyrir
sálar- og tilfinningaorku.
ALLRA MERKJA RAUNSÆJUST
Jarðarmerkin eru Steingeit, Naut og Meyja.
Jörð táknar hið áþreifanlega, heim raunsæis
og raunverulegrar verðmætasköpunar. Jarðar-
merkin eru allra merkja raunsæjust og hug-
myndir, sem hafa lítið sjáanlegt eða áþreifan-
legt hagnýtt gildi, eiga ekki upp á pallborðið hjá
þeim. Hugtakiö jörð á þó einnig við móður nátt-
úru, líkamlega snertingu og næmleika. Efnis-
hyggja þarf ekki einungis að tákna peninga, til
dæmis eru snerti- og bragðskyn öflugustu
skynfæri jarðarmerkjanna. Þau trúa á hið
áþreifanlega, það sem þau geta snert eða
bragðað á.
Jarðarmerkin eru raunsæ og skarpskyggn
og líta á ytri umgjörð. Það þýðir þó ekki að þau
geti ekki beitt sér á andlegum og listrænum
sviðum. Þá þarf hið listræna hins vegar að
vera þjóðfélaginu öllu til gagns. Jarðarmerkin
vilja alltaf vera uppbyggileg og raunsæ, hver
sem vettvangur þeirra er.
Styrkur jarðarmerkjanna er fólginn í dugnaði
þeirra og hæfileikum til að hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd. Fólki í jarðarmerkjum
hentar því vel að glíma við hversdagslegan
veruleika. Annar áberandi eiginleiki þeirra er
hæfileikinn til að byggja upp.
Jarðarmerkin eru alvörugefin og varkár. Þau
eru auk þess oft kröfuhörð og vilja láta vinna öll
verk eftir fyrirfram settum reglum. Ákveðin
stífni er því meðal neikvæðari eiginleika
þeirra. Þröngsýni gæti einnig verið einn af
stærri veikleikum þeirra. Jarðarfólki hættir til
að takmarka sig um of við skynfærin og hinn
áþreifanlega heim. Tími þeirra fer í vinnu,
söfnun dauðra hluta og át og drykkju. Séu áhrif
jarðar of sterk á kostnað annarra þátta gæti
fallegt hús skipt jarðarmann meira máli en innri
persónugerð.
Skortur á jörð lýsir sér hins vegar oft í
óhagsýni eða ruglingslegum hugmyndum sem
erfitt er að koma niður á jörðina. Raunsæi get-
ur þá verið af skornum skammti og fólki getur
gengið illa að koma sér fyrir í tilverunni. Einnig
má segja að veik áhrif jarðar geti komið fram í
áhugaleysi á veraldlegum metnaði án þess að
slíkt þurfi beinlínis að vera vandamál.
MERKI BYGGINGAMEISTARANS
Steingeit er frumkvæða jarðarmerkið. Frum-
kvæðu merkin hafa ákveðinn hreyfanleika f
eðli sinu, hvötina til að stíga fram og hefjast
handa, taka frumkvæði og framkvæma.
Steingeitin er þó eftir sem áður íhaldssöm og
varkár enda innhverf. í framkvæmdum sínum
tekur hún mið af jarðbundnum forsendum og
þörf fyrir áþreifanlegan árangur. Öll búa frum-
kvæðu merkin yfir forystuhæfileikum þó að
sjálfsögðu þurfi að rækta þá eins og annað.
Pláneta Steingeitar er Satúrnus - hin grimma
þláneta agans. Lítið á myndir af Satúrnusi.
ískaldur glæsileiki hringja Satúrnusar bendir til
28 VIKAN l.TBL.1992