Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 14
fjórtán ára gamlir." Hjalti viðurkennir brosandi að það hafi komið tímabil sem hann langaði sjálfan til að fara út og gera eitthvað í málinu. „Það var náttúrlega alveg vonlaust. Enda var þetta bara svona gamall Rambó-draumur sem blundaði í manni." Þegar Hjalti var fjögurra ára gamall fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Svíþjóðar. Átta árum síðar ákvað fjölskyldan að flytjast enn búferíum. Hvernig leið tólf ára strák þeg- ar hann átti að kveðja æsku- vinina í Svíþjóð og flytja til Kúveit? Ff Arabamir sneru hreinlega sólarhringnum við. Eftirsólsetur og fram á nótt voru allarbúðir opnar og á næturnar voru haldnar stanslausar átveislur. n ▲ Eitt af „smáhús- um“ borg- arinnar, þar sem ein fjöl- skylda býr. öllum vinunum í Svíþjóð og fyrst eftir að ég kom út saknaði ég þeirra mikið. Til að byrja með fannst mér Kúveit ömur- legt land en eftir ár var það orðið ágætt. Þá var ég farinn að þekkja allt miklu betur og kunna á landið og lífið þar. Kúveit er mjög skemmtilegt land til að alast upp í. Þar býr fólk sem kemur alls staðar að úr heiminum, fólk með ólíkan hugsunarhátt og ólíka siði. Það eru allir vingjarnlegir og miklu opnari en til dæmis hér á íslandi. Smám saman lærir maður að skilja þetta fólk og það lærir að skilja mann. Það er því mjög þroskandi að al- ast upp í landi eins og Kú- veit." Skólinn, sem Hjalti fór í í Kúveit, heitir Kuweit Eng- lish School. í honum voru um það bil tvö þúsund nemendur á aldrinum sex til átján ára frá áttatíu og sex löndum og kennslan fór öll fram á ensku. Olli það engum vandræðum fyrir unga íslendinginn? „Enskan var aldrei neitt vandamál. Ég hafði lært einfalda barnaskóla- ensku og var fljótur að bæta við mig. Eftir um það bil tvo mánuði var ég farinn að tala alveg ensku. Það er alltaf hægt að bjarga sér á ensku í Kúveit, hana kunna allir sem búa þar. Agi var mikill í skólanum og það er eiginlega hann sem mér finnst skilja hvað mest á milli skólans sem ég var í úti og skól- anna hérna." Hjalti segir að það hafi ekki verið neitt vandamál að kynnast krökkunum í skólan- um. Hann segir að flestir Vesturlandabúarnir hafi að- eins búið í Kúveit í um það bil tvö ár þannig að á hverju ári komu um tuttugu nýir krakkar í hvern árgang og annar eins fjöldi hætti í skólanum. „Það voru allir mjög opnir og vildu eignast nýja vini. Ég var svo heppinn að það flutti sænsk stelpa út á sama tíma og ég. Við gátum því alltaf tal- að saman á sænsku á meðan enskukunnáttan var ekki orðin nógu góð. Þarna voru engir aðrir íslenskir krakkar en við systkinin. Að vísu bjuggu þar fjórir krakkar sem eiga ís- lenska móður en palestínskan föður en þau töluðu enga ís- lensku. Flestir krakkanna vissu ekkert um ísland. Þó höfðu sumir heyrt af leiðtoga- fundi Reagans og Gorbatsovs í Reykjavík." Hjalti segist ekki hafa um- gengist mikið kúveitíska krakka þar sem aðeins voru Vesturlandabúar í skólanum hans. „Þeir fáu Kúveitar sem ég þekkti voru allir mjög dekr- aðir og fengu allt sem þá lang- aði í. Þetta voru sannkallaðir pabbastrákar." Kúveit er ríkt land og Hjalti segir að þar lifi allir góðu lífi. Þar þekkist ekki fátækt enda er verðlag mjög lágt. Pakistan- ar og Indverjar vinna ásamt fólki frá Filippseyjum lægst laun- uðu störfin sem eru oft ýmiss konar þjónustu- eða ræsting- arstörf. „Fólkið í lægst launuðu störfunum fékk í raun ágætis- kaup og gat lifað ágætis lífi. Margt þetta fólk sendi þó megnið af kaupinu sínu til fjöl- skyldu sinnar sem ekki hafði þá flust til Kúveit. Þetta fólk valdi sér því sjálft það hlutskipti að lifa af upphæð sem rétt nægði því til aö komast af. Það er því ekki hægt að tala um fátækt." Stéttaskipting er mikil í Kú- veit. Kúveitar sjálfir eru hæst settir í þessari stéttaskiptingu. Þar á eftir koma Evrópubúar og því næst menntaðir arabar. Kynþáttafordómar eru að sama skapi miklir. Hjalti verður alvarlegur á svip þegar við ræðum þessa fordóma. Hann hristir höfuðið og segir: „Þetta er svo ótrúlega fárán- legt. Ég þurfti oft að skamma góðan vin minn sem fannst þetta allt í lagi. Hann er hvítur Suður-Afríkubúi og leit á þessa kynþáttafordóma og stéttaskiptingu sem eðlilegan hlut.“ Aðspurður segir Hjalti skemmtanalífið á íslandi vera mun betra en í Kúveit. „Það eru engir skemmtistaðir og engar krár. Þeir sem vildu skemmta sér héldu bara partí. Við vorum ákveðinn hópur, tæplega hundrað og tuttugu manns, sem hélt yfirleitt partí saman. Þetta voru mest vest- 10 VIKAN l.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.