Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 30
„Ef ég þyrfti að ferðast um með allan minn hjálpartækjabúnað yrði ég eins og geimfari." Arnþór við heimilistölvuna, sem einnig er búin blindraletursborða. breyting. Blint fólk getur nú komist um flest svæöi höfuöborgarinnar meö aðstoö hvíta stafsins. Aö vísu verður aö segjast eins og er aö í iðnaðarhverfum eru gangstéttir með þeim ósköpum að þaö er hættulegt fyrir blinda aö vera þar mikið á ferli, nema þeir þekki um- hverfið þeim mun betur. Reykjavíkurborg hefur látið fjölga umferöar- Ijósum, sem útbúin eru með hljóðmerkjum, og hafa þau hjálpað mörgum að komast leiðar sinnar. Því miður er það svo að umferðarljós þessi hafa orðið fyrir mikilli áreitni, einkum þó þau sem eru í nágrenni Blindraheimilisins við Hamrahlíð. Þau hafa verið eyðilögð með reglu- bundnum hætti. Það er ótrúlegt að fólk skuli leggjast svo lágt að láta undarlegar fýsnir sínar fá útrás á þessum öryggistækjum.“ ÓAÐLAÐANDI STRÆTISVAGNAKERFI „Sjálfur hef ég farið flestra minna ferða gang- andi eða í strætisvagni, að minnsta kosti til og frá vinnu. Að vísu hefur starf mitt hjá Öryrkja- bandalaginu gert það að verkum að ég þarf oft að komast hratt yfir á milli aðalvinnustaðar míns í Hamrahlíðinni og skrifstofunnar í Há- túni. Þess vegna hef ég verið nokkuð upp á leigubíla kominn. Síðan bý ég við þann mikla kost að konan mín, Elín Árnadóttir, vinnur á svipuðum slóðum og því verðum við samferða á morgnana. Ég hef mikla ánægju af því að fara með strætisvagni og hitta fólk á förnum vegi. Ég nýt þess jafnframt að hreyfa mig og ganga mikið. Ég geri það gjarnan, annaðhvort einn míns liðs eða í fylgd konunnar minnar. Það er náttúrlega skemmtilegra að geta notið útivistar með öðrum. Það sem gerir mér og fleirum erfitt um vik að nota Strætisvagna Reykjavíkur er hin strjála þjónusta vagnanna. Það er dapurlegt að segja frá því að það eina sem stjórnarformanni SVR virðist detta í hug er að fækka ferðum þegar aukin bílaeign landsmanna leiðir af sér minni strætisvagnanotkun. Fyrirtækið hefur ekki með nokkru móti reynt að laða fólk að vögnunum eða gert eitthvað til þess að fjölga farþegum. Það hlýtur að segja sig sjálft að þegar ferðum er fækkað úr fimm á klukkustund niður í fjórar og loks þrjár, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það notar vagnana mikið. Þar að auki er skiptikerfi vagnanna með þeim ólíkindum að ferðir með þeim kosta í mörgum tilvikum mikla bið. Þess má jafnframt geta að suöur- og norðurhluti borgarinnar eru illa tengdir. Ég vil því halda því fram að strætisvagnakerfi borg- arinnar sé ákaflega óaðlaðandi og fjandsam- legt fólki. Ég er ansi hræddur um að ráðamenn fari sjaldan með vögnunum og leggi lítið á sig til að kynnast því af eigin raun hvernig þeir uppfylla þjónustuhlutverk sitt.“ HJÓÐBÆKUR OG BLINDRALETUR Á undanförnum árum hefur þróun hvers konar tölvubúnaðar á sviði upplýsingatækni komið fötluðum í góðar þarfir. Nú geta til dæmis lam- aðir skrifað og mállausir tjáð sig á ýmsan hátt með notkun tölvubúnaðar. Blindir einstaklingar hafa lika notið góös af þessari öru tækniþróun. Arnþór hefur alla tið fylgst vel með á þessu sviði og hefur komið sér upp búnaði sem gerir honum kleift að stunda störf sín á jafnréttis- grundvelli við þá sem sjónina hafa. Hann var beðinn um að gera stutta grein fyrir þeim tækniundrum sem getur að líta í vinnuherbergi hans og á vinnustaðnum í Hamrahlíðinni, þar sem hann starfar sem deildarstjóri námsbóka- deildar Blindrabókasafns íslands. „Nú er til dæmis hægt að fá einkatölvur með búnaði sem gerir blindum kleift að lesa af skjánum annaðhvort með blindraletri, stækk- uðu letri eða að tölvan hreinlega talar íslensku og les það upphátt sem á skjánum stendur. Slíkur búnaður mun verða aðgengilegur hér á landi innan skamms. Tölvuvæðingin gerir það jafnframt að verkum að nú eru bækur prentað- ar á blindraletur eftir tölvuforritum og við getum nýtt okkur forrit þau sem notuð eru í prent- smiðjum eða hjá bókaútgáfum. Við höfum haft ágætt samstarf við þessa aðila á síðustu árum og því getur Blindrabókasafnið gefið út nokkra nýja titla sem út koma hverju sinni, eins og núna fyrir jólin. Nú er svo komið að Blindra- bókasafnið framleiðir á milli 40 og 50 bækur á ári hverju. Einnig höfum við haft prýðilegt sam- band við nokkrar tímaritaútgáfur og því höfum við getað gefið út valdar tímaritsgreinar. Við höfum aukið framboð á lesefni á blindraletri með því að gefa út tímarit. Til dæmis má nefna að fyrir fjórum árum eða svo voru skrifaðar um tvö til þrjú þúsund síður á blindraletri á ári en á síðasta ári voru þær um fjörutíu þúsund. Þegar tæknin er fyrir hendi tekst manni að auka eftir- spurnina með auknu framboði. Það er reyndar mjög fámennur hópur fólks sem les blindraletur hér á landi, eöa um tutt- ugu manns. Helmingur þeirra hefur fengið sér- stakan tölvubúnað þannig að tölvuvæðing á meðal blindra er hlutfallslega rnikil." - Hve margir teljast blindir á íslandi? „Þeir sem teljast lögblindir hér á landi - hafa sjón sem nemur 6/60 eða minna - eru um eða yfir sex hundruð talsins. Þeir sem eru alblindir eru hins vegar ekki nema um fimmtíu og er þar aldrað fólk í miklum meirihluta." MORGUNBLAÐIÐ HLJÓÐRITAÐ „Brýnasta hagsmunamál blindra er að mínu mati að gera aðgang þeirra að upplýsingum auðveldari. Mér skilst aö í bígerð sé að Morg- unblaðið fari að hljóðrita á snældur hluta af því efni sem þar birtist. Ég vona samt sem áður að í framtíðinni muni blaðið veita okkur aðgang að efni þess með því að gefa það út á tölvu- tæku formi. Það sem fyrst og fremst hefur háð blindu fólki hér á landi er upplýsingaskorturinn. Blindir einstaklingar byggja aðallega á fjölmiðlum eins og útvarpi og sjónvarpi. Þeir sjá aftur á móti ekki nema brot af því sem dagblöðin birta. Þó margir blindir geri sér ekki grein fyrir því hefur þetta afar einangrandi áhrif á alla þeirra af- stöðu. Þú getur ímyndað þér hvað upplýsing- arnar væru takmarkaðar, sem þú fengir af um- heiminum, ef allt sem þú kæmist í tæri við úr dagblöðum kæmist fyrir á svona fimmtán vél- rituðum blaðsíðum á viku. Ef þú síðan kýst að notfæra þér aðeins hljóðsnældur Blindrafé- lagsins, þar sem stutt ágrip frétta og annarra upplýsinga er reglulega birt, þá minnkar ennþá frekar það efni sem þú nýtur úr dagblöðunum. Ég hef alla tíð hlustað mikið á útvarp en ég nýt sjónvarpsins líka, þó að takmörkuðu leyti sé. Á heimili mínu er gott sjónvarpstæki og ég hlusta vandlega á fréttir og fréttatengda þætti þegar ég hef tækifæri til þess og ýmislegt efni annað sem þar er boðið upp á, einkum ef það er innlent. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að ég fylgist sáralítið með erlendum fram- haldsþáttum en þeir höfða ekki til mín. Þeir eru oft á tíðum settir fram á svo myndrænan hátt að ég fæ ekki notið þeirra. Síðan er það þjóð- ernisstefna mín og ást á íslenskri tungu sem veldur því að ég kæri mig ekki um að hlusta of mikið á erlent efni í íslensku útvarpi eða sjón- varpi. Þá vil ég heldur geta valið mér erlenda stöð á útvarpstækinu og hlustað á hana.“ HJÓNABANDIÐ VEITIR MEIRA FRELSI Arnþór hefur kunnað að njóta lífsins og félagar hans hafa í raun aldrei orðið þess varir að hann ætti við fötlun af einhverju tagi að stríða - hvað þá að vera blindur. Hann hefur jafnan umgengist fjölda fólks, hvort sem er í vinnu eða tómstundum, og þar á meðal er að finna góða vini af báðum kynjum. Arnþór hélt því lengi vel fram að hann kærði sig ekki um að festa ráð sitt - en svo bregðast krosstré sem önnur tré. „Það var nú kannski það skemmtilegasta við þetta allt saman að í ársbyrjun 1987 ræddi ég við vinkonu mína um það að kosturinn við það að nú væri ég að verða 35 ára væri sá að nú gæti ég ráðið því hvort ég yrði ástfanginn - ég hefði náð það miklum tökum á eigin lífi. Tveim- ur mánuðum síðar var ég búinn að missa svo gjörsamlega stjórn á sjálfum mér að það leiddi til hjónabands að tveimur árum liðnum." - Hvernig kynntist þú konunni þinni? „Konan mín flutti í sama fjölbýlishús og ég úti á Nesi árið 1985 og þar kynntumst við fyrst - enda finnst mér engin ástæða til þess að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Hún kennir við Öskjuhlíðarskóla og varð ávallt samferða skólabílnum á morgnana, sem ók fram hjá. Einhvern tíma sá hún til mín þar sem ég braust um i snjóskafli uppi í Hlíðum á leiðinni i vinn- una. Þar eð þau óku hvort sem var fram hjá Hamrahlíð 17, sem er vinnustaður minn, datt henni í hug að bjóða mér far og þar með jukust kynni okkar til muna. Mér finnst hjónabandið hafa veitt mér ákveðið frelsi. Það veldur því að ég hef miklu meira að gera en áður. Ég tek til dæmis meiri þátt í heimilistörfum en ég gerði áður fyrr, á meðan ég bjó í móðurhúsum. í hjónabandi hlýtur maður að gera ákveðnar kröfur til sjálfs sín og til manns eru gerðar kröfur að sama 26 VIKAN l.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.