Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 34

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 34
ÍSLENSKAR STEINGEITUR Hvaö hiö smáa íslenska þjóðfélag varöar eru Steingeitaráhrifin áberandi og áhugaverð. Fyrst skal valdamestan telja, Davíö Oddson forsætisráöherra, meö sól í Steingeit. Breskur stjörnuspekingur, sem leit á kort Davíðs fyrir mörgum árum, lét hafa eftir sér við það tæki- færi aö þessi aðili væri fæddur forsætisráð- herra. Davíö er meö Satúrnus á miöhimni og orka Satúrnusar er miskunnarlaus er uppskera hans ávallt raunveruleikinn. Þaö umrót sem er á Steingeitum vegna Úranusar í merkinu kem- ur þó ekki fram hjá Davíð fyrr en 1994. Þá veröur bylting hjá honum. Aðrir íslenskir forsætisráðherra í Steingeit- armerkinu voru þeir Gunnar Thoroddsen og Ólafur Thors. Af samherjum Davíðs eru þeir Jón Baldvin Hannibalsson meö rísanda og Venus (sam- skipti) í Steingeit og Jón Sigurðsson meö tungl (tilfinningar) í Steingeit. íhaldssemi og gam- aldags yfirbragö einkennir oft Steingeitarmerk- ið. Þær eru yfirvegaðar, formfastar og oft þvingaðar í framkomu. Rykfrakka og fyrrum hatt Jóns Baldvins má því skrifa á smekk Steingeitarinnar og sama gildir um jakkaföt Davíös. Annar valdsmaöur meö sól í Steingeit er biskup (slands, herra Ólafur Skúlason. Einnig má geta Þóröar Friðjónssonar og ritstjóranna Matthíasar Johannessens, Þórarins Jóns Magnússonar auk Eddu Andrésdóttur, fyrrum ritstjóra. Tvær þeirra stúlkna sem hvaö stærst- ar fegurðarviðurkenningar hafa hlotið á erlend- um vettvangi eru Steingeitur, þær Henný Hermannsdóttir og Linda Pétursdóttir. Hugsun í Steingeit bendir til þess aö viö- komandi beiti rökum ítarlega og af nákvæmni, sé alvörugefinn efahyggjumaöur og hafi góða einbeitingu. Forstjórarnir Hjördís Gissurardótt- ir og Óli Kr. Sigurðsson, Ragnar í Smára og Þorvaldur Guömundsson falla öll í þennan flokk. Framkvæmdaorka í Steingeit bendir til þess aö viðkomandi sé fæddur framkvæmdastjóri, verklaginn, ábyrgur í starfi og gæddur góöum skipulagshæfileikum. Þennan hóp skipa meðal annarra framkvæmdastjórarnir Davíð Schev- ing Thorsteinsson, Guðjón B. Ólafsson, Högni Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavík- ur, Lýður Friðjónsson, Páll Magnússon og Þór- arinn V. Þórarinsson. Árið 1992 er Vatnsberi í öðru húsi Steingeita en annað húsið tengist peningum og persónu- legum úrræðum. Stöðug og íhaldssöm afstaða til fjármála reynist þeim því nauðsynleg út árið. Úranus og Neptúnus hafa nú áhrif á hvernig Steingeitur koma fram og gera það að verkum að þær eru nú opnar fyrir samböndum og reynslu sem þær hefðu ek.ki kært sig um áður fyrr. ÞÆGINDI, RÓ OG ÞÖGN Á yfirborðinu er Nautið fulltrúi hagsýni og raun- veruleika. Þægindi, ró og raunveruleiki eru hin andlegu markmið Nautsins. Þögn sömuleiðis - en ekki sú þögn sem fylgir í kjölfar þess að loka munninum. Þögn Nautsins er dýpri; hún er rótt hjarta. Finndu vindinn leika í hári þínu. Finndu atorku líkama þíns, greindina í frumum þínum og vöðvum. Þannig er Nautið. Sá hluti þinn sem lært hefur lexíur Nautsins er að verða jarðbundnari, meira í núinu, opnari fyrir raunveruleikanum hér og nú. Vegna þessa hefur Nautið líkamlega afstöðu og hagnýta til- finningu. Það hefur lítinn áhuga á flóknum heilabrotum. Það forðast hin frumspekilegu Disney-lönd sem virðast heilla marga. Það sér- hæfirsig í orðlausri dulspeki hversdagslífsins. Nærðu Nautið í þér með garðyrkju, trésmíði, saumaskap, samveru við dýr. Róaðu það með tónlist. Endurnýjaðu það með þvi að dvelja í skógi, fjalladal, við sjóinn. Klæddu það í galla- buxur og flónel. Og biddu það aldrei nokkurn tíma að koma í kokkteilboð! GÖNGUFERÐ í SKÓGI Þeir sem hafa sól í Nauti endurnýja lífskraftinn á einfalda vegu. Farðu í gönguferð í skógin- um. Smíðaðu eitthvað úr eik. Innsta eðli þitt er hæglátt og traust. Sterkt samhengi í lífinu kemur þér til góða - sérstaklega samhengi í samböndum. Haltu sambandi við gamla vini. Vertu nálægt fólki sem ekki hendir of mikið af dellum á lofti, hvort sem það eru ný trúarbrögð eða áform um að græða milljónir. Þú ert að læra ró og eðlileik á dýpsta stigi. Haltu því mál- um einföldum. Hagnýtir hæfileikar þínir eru magnaðir: þú skilur heim hráefna, peninga, daglegs lífs. Gættu þess að þessir hæfileikar hlaupi ekkert með þig! Þér er dulin hætta búin í því að uppfylla allar skyldur þínar svo frábær- lega að þú sveltir í þér þörfina fyrir ró og frið. Þá verður sólarljósið í þér daufara og allir aðrir hlutar persónuleika þíns fá minna Ijós að endurvarpa. HJARTA NÁTTÚRUBARNSINS Þeir sem hafa tungl í Nauti hafa hjarta náttúru- barnsins. Eðlisávísanir þeirra eru rólegar, jarð- bundnar, hagsýnar. Á þróunarstiginu ertu að kenna hjarta þínu að finna til friðar — friöar sem kemur við þaö að viðurkenna líkama okkar, persónuleika, „vitra apann" innra með okkur. f kringum innsta kjarna þinn ríkir þögn; hve vel máli farinn sem þú ert á ytra borðinu þá er eitt- hvað í sambandi við þitt huglæga líf sem erfitt er að túlka með orðum. Allir þeir sem þér líður vel með til langframa eru fólk sem setið getur orðlaust við hlið þér í tuttugu mínútur og horft á kónguló vefa sinn vef eða öldu skolast yfir sandkastala. Gættu þess að verða ekki svo jarðbundinn að þú gleymir töfrunum, því undursamlega, því óvænta í lífinu. Til að halda heilsu þarftu að rækta með þér að gera hluti án yfirvegunar og læra þá list að gera hin skilvirku vanaverk þín stundum að engu. Þeir sem hafa Naut rísandi virðast jarð- bundnir og traustir. Fólk treystir þeim ósjálfrátt og líður vel í návist þeirra. Þetta á við jafnvel þó þú sért í brjáluðu skapi - fólk sér samt ró- semisyfirborð. Eitthvað í áru þinni virðist segja fólki að slaka á, vera raunverulegt, hætta aö þykjast vera Madonna eða Donald Trump. FULLTRÚI FÁGUNAR Meyjan er fullkomnunarsinninn. Á yfirborðinu er hún fulltrúi greiningar og fágunar. Á dýpri hátt táknar hún sjálfsgagnrýnin þróunarþrep er leiða til róttækrar hreinsunar. Meydómur er ekki málið. Hann er aðeins reynsluleysi og enginn lærir mikið af því að forðast reynslu. Meyja táknar hreinleika. Full- komnun. Að gera allt kórrétt. Það er ekki farið fram á lítið. Fullkomnun er strangur meistari. Hún rekur Meyjuna í þér áfram, vísar þér á hvað gæti orðið. Hún heldur líka upp að þér lýtalausum spegli sem opinberar alla gallana og brestina í persónuleika þínum. Samsetn- ingin er mögnuð. Hún fyllir huga þinn þrá og óánægju, gerir þig jafneirðarlausan og værir þú tryggður gegn sjálfsánægju. En farðu var- lega: Meyjarorkan getur orðið að lamandi næmi á alla galla og bresti í fólki, sjálfum sér, eigum, framtíðarmöguleikum - öllu. Og ekkert hindrar göngu okkar í átt að fullkomnun hraðar en það. MEÐFÆDD FRAMKVÆMDAÞRÁ Fólk með sól í Meyju kyndir ekki tilvistarofninn með því að sitja kyrrt og vera ánægt með sig. Viðleitnin rekur þig áfram og veitir þér kraft. Þú fæddist með framkvæmdaþrá. Sú þrá heltekur 30 VIKAN 1.T8L. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.