Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 31
skapi. Auðvitað reynir maður að standa sem næst jafnfætis maka sínum. Hjónabandið hef- ur síðan gert það að verkum að samskipti mín út á við eru meiri en þegar ég var einn, þau verða jafnframt allt öðruvísi. Þjóðfélag okkar er ákaflega mikið bundið við að fólk sé í hjóna- bandi. Sem blindur einstaklingur get ég sagt að samskipti mín við fjölda fólks hafa breyst eftir að ég kvæntist. Ég hef að einhverju leyti dregið úr afskiptum mínum af félagsmálum en ótal margt hefur komið í staðinn. Þar á meðal er dýrmætur lífs- förunautur sem ég get ávallt leitað til og leitar síðan til mín að sama skapi. Þarna hefur skap- ast gagnkvæm virðing og samvinna. Mér finnst því frelsi mitt hafa aukist til allra athafna - og þar á meðal finnst mér ég nú vera óbundnari í samskiptum mínum við konur heldur en áður. Ástæðan er sú að sem giftur einstaklingur hlýt ég að virða ákveðinn trúnað við konuna mína og þar með finnst mér ekki eins mikið bera á því og áður að konur séu tortryggnar í minn garð eins og þær eru í garð margra pipar- sveina og ekki að ástæðulausu.“ HVERRI KONU FYLGIR SÉRSTAKUR ILMUR - Hvernig berðu skynbragð á annað fólk - og þar með konur? „Þú spurðir mig þessarar sömu spurningar í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum. Svar mitt þá olli þvílíku fjaðrafoki meðal nokkurra kvenna að ég held ég fari ekki út í þá sálma nú. Ég get þó sagt að það er eins og hverjum einstaklingi fylgi ákveðin útgeislun og það er fyrst og fremst hún sem maður byggir á. í áðurnefndu útvarpsviötali komst ég svo að orði að hverri konu fylgdi ákveðinn ilmur. Þetta leiddi til þess að tveimur árum síðar bauð kona mér upp á dansleik. Ég hafði aldrei hitt hana fyrr og hún spurði eftir einn dans eða svo hvernig ég kynni við sig. Ég sagði við hana, eins og satt var, að ég gæti ekki dæmt um það eftir að hafa dans- að við hana í þrjár minútur. Þá sagði hún að ég hefði einhvern tíma haft orð á því í útvarpsvið- tali að mér félli ekki við konur sem notuðu ódýr ilmvötn. Hún sagðist hafa sagt við sjálfa sig: Hvernig skyldi manninum mínum hafa líkaö við mig þessi sex ár sem við höfum verið gift, þar eð ég hef aldrei haft efni á að kaupa mér nema alódýrustu ilmvötn í úðabrúsum? Ég leiðrétti þetta við konuna og henni var greini- lega mjög létt. Ég vil því orða þetta svo að hverri mann- eskju fylgi ákveðin útgeislun. Fólk laðast hvert að öðru meðal annars vegna líkra skoðana almennt, áhugamála og þjóðfélagsviðhorfa. Þá spyr maður ekki svo mikið um útlitið. Konan mín spurði ekki hvort ég væri blindur þegar hún ákvað að binda trúss sitt við mig.“ - Hvernig leggur þú fólk á minnið, þegar þú hefur ekki útlitið eða andlitið til að styðjast við? „Stundum þekki ég fólk á málrómi, annars reyni ég að leggja nöfn vel á minnið eða ein- hverja atburði sem ég tengi viðkomandi við. Það er mjög mikilvægt að þeir sem hitta blind- an einstakling á förnum vegi kynni sig fyrir honum og láti hann ekki geta í röddina hver í hlut á. Röddin getur nefnilega hljómað mis- munandi eftir aðstæðum. Þess vegna er það nafnið sem maður setur í samhengi við rödd- ina. Oft reynist það vitlaust en þá er bara að reyna aftur og þá leiðréttist misskilningurinn snarlega." TÓNLIST OG BÓKMENNTIR Arnþór hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um sagnfræði og bókmenntir og á þeim svið- um er ekki komið að tómum kofanum hjá honum. Tónlist er honum líka mjög hugleikin og hefur hann víða komið við á þvi sviði. Sjálf- ur leikur hann ágætlega á píanó og ófá lög hef- ur hann samið um dagana, einkum sönglög í hefðbundnum, íslenskum stíl, eins og hann segir sjálfur. Fyrir nokkrum árum kom út hljómplata með honum og tvíburabróður hans, Gísla. Plötuna kölluðu þeir Bræðralag og þar er að finna frumsamin lög eftir þá og meira að segja eitt lag eftir Arnþór sem er hreint og klárt rokklag. Hann var spurður að því hvort hann væri ennþá að spila og semja. „Þó ég geti glamrað svolítið á píanó er það núorðið aðeins til heimabrúks og því læt ég mér nægja að hlusta á tónlist. Nú hefur það gerst að tónlistaráhugi minn hefur farið fram yfir það sem kunnátta mín leyfir í tónsmíðum. Þess vegna sem ég orðið sáralítið af lögum.“ - En grúskar þú ekki ennþá í bókum? „Ég hef alltaf lesið mikið þótt blindur sé, en auðvitað á blindraletri. Nú er útgáfa á blindra- letri orðin miklu meiri en áður var og því hef ég alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa og ég nýt þess mjög. Maður nýtur bókmenntaverkanna allt öðruvísi við það aö lesa þau en að hlusta á þau af hljóðsnældum. Það má segja að ég búi við töluverð forréttindi að þessu leyti því að sem starfsmaður Blindrabókasafnsins get ég að nokkru leyti ráðið því hvað prentað er. Ég verð að segja eins og er að auðvitað reynum við eftir megni að uppfylla sem flestar óskir lánþega okkar. Það hefur auðveldað okkur þetta starf að Orðabók Háskólans fær mikið af tölvutækum bókum frá prentsmiðjunni Odda og víðar að og við eigum greiðan aðgang að því safni. Blindir geta notfært sér ýmiss konar hjálpar- tæki við lesturinn. Ég hef til dæmis lengi verið með lítið tæki sem breytt getur venjulegu letri í upphleypt blindraletur, þannig að það kemur mynd af stöfunum upp í vísifingur vinstri handar. Tækið er hentugt til þess aö lesa stutt- an texta - eins og sendibréf og rukkanir. Nú er sú tækni fyrir hendi að með svokölluðum myndlesurum er unnt að lesa bækur beint inn á tölvu. Ég vonast til þess að Blindrabókasafn íslands fái sllkt tæki til afnota innan skamms. Auk fyrrgreinds tækis hef ég yfir að ráða venjulegri PC-tölvu sem jafnframt er búin blindraletursskjá. Það þýðir að það sem birtist á skjánum kemur fram á svokallaðan lesborða sem er framan við lyklaborðið. Á borðann kem- ur ein lína í einu og unnt er að flakka með þessa leslínu um skjáinn. Búnaðinn er ég bæði með heima og í vinnunni. Síðan er ég með litla ferðatölvu sem gerð er fyrir blindralet- ur. Hana er ég ávallt með í töskunni minni og þar er ég til dæmis með dagbókina mína en tölvuna nota ég gríðarlega mikið á fundum. Loks er ég með blindraletursritvél sem ég nota til þess að skrifa niður skilaboð á pappír og til að merkja geisladiska, spólur og fleira. Ef ég þyrfti að ferðast um með allan minn hjálpar- tækjabúnað yrði ég eins og geimfari.“ FIMM SINNUM TIL KÍNA - Þú hefur líka ferðast mikið um dagana. „Já, einkum síðustu árin en ég hef þurft að vera mikið á ferðinni bæði í þágu öryrkja- bandalagsins og Blindrafélagsins. Um ellefu Arnþór við píanóið og Eiín hlustar hugfangin. ára skeið var ég formaður Kínversk-íslenska menningarfélagsins og hef þess vegna farið einar fimm ferðir austur til Kína. Ég hef jafn- framt komið víða við í Evrópu og til Bandaríkj- anna hef ég komið einu sinni. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á kinverskri menningu og reyni að fylgjast með því sem þar er að gerast. Ég á ágæta kunningja eystra og þeir hafa töluvert samband við mig eftir að slaknaði svolítið á klóm stjórnvalda. Ég verð að viðurkenna að atburðirnir á Torgi hins himn- eska friðar árið 1989, þegar herinn framdi fjöldamorð á stúdentum, ollu því að ég sleit öll- um samskiptum við kínverskar stofnanir. Kannski má segja að þetta hafi verið svipaður öldugangur og er í ástarsambandi því að ég held að ég sé hugfanginn af kínverskri menn- ingu og muni alltaf vera það. Ég hef lagt tals- vert á mig til að kynna hana hér á landi og til þess að geta notið þess sem hún ber á borð. Ég hlusta ennþá á Peking-útvarpið á stutt- bylgju öðru hverju. Þannig má fylgjast nokkuð með þjóðfélagshræringunum í Kína á hverjum tíma. Ég hlusta alltaf mikið á kínverska tónlist og safna henni. Ég á eitthvað á fjórða hundrað hljómplötur og snældur með þessu efni, þar á meðal mikið úr menningarbyltingunni. Að undanförnu hafa mér borist geisladiskar með kínversku efni og ég fer aldrei svo i hljómplötu- verslun erlendis að ég spyrji ekki fyrst hvort þar sé kínversk tónlist á boðstólum." - Hvað segir konan þín við þessu? „Hún tekur þessu vel, svo vel reyndar að þegar við giftum okkur létum við steypa laginu kunna „Austrið er rautt“ aftan við brúðarmars- inn eftir Mendelsohn." Árið 1978 lauk Arnþór B.A.-prófi frá Háskóla íslands í íslensku og sögu. Hann var að lokum spurður að því hvort hann hygðist fást við kennslu á þeim vettvangi í framtíðinni. „Ég kenndi sögu í hálfan vetur við Mennta- skólann við Hamrahlíð en þá leysti ég Einar Laxness af á meðan hann vann við ákveðið verkefni fyrir Menningarsjóð. Þessi tími er mér mjög eftirminnilegur og kunni ég afar vel við að kenna. Ég hafði gaman af að kynnast þessu unga fólki og ég vona að það hafi ekki mjög leiðinlega sögu að segja mér. Ég gæti reyndar alveg hugsað mér að leggja kennslu fyrir mig í framtíðinni og hver veit nema það verði næsti kapítuli á starfsferli mínum. Enn um sinn ætla ég að leggja málstað fatlaðra lið sem formaður Öryrkjabandalagsins og búa í haginn fyrir blinda með starfi mínu á Blindrabókasafninu. l.TBL.1992 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.