Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 36
TEXTI: GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR FRÁ RÍÓ TIL REYKJAVÍKUR CARMEN BECERRA URTIAGA í VIKUVIÐTALI * þann mund er faríuglarnir yfirgáfu ísland og héldu til heitari landa á síðastliðnu hausti kom hingað ung kona, Carmen Becerra Urtiaga, til að setjast hér að. Hún féllst á að ræða við blaðamann Vikunnar og segja lesendum frá sjálfri sér og landinu sem hún er upprunnin í, Brasilíu. Við gef- um henni orðið. Hingað kem ég frá Kaliforn- íu, þar sem ég hitti manninn minn sem er (slendingur. Síð- an ég kom hingað hef ég haft mikið að gera við að kynnast landinu, tungumálinu, fólkinu og menningu þess sem er mjög ólík því sem ég hef kynnst áður í Ameríku, á Spáni og í Brasilíu, en í þess- um löndum hef ég búið. Það sem hrífur mig mest hér er hin breytilega og fallega náttúra landsins, stór hraun- svæði og heitir hverir. Einnig hreinleiki andrúmsloftsins, þessir stuttu dagar og hvernig íslendingar virða börnin. Ég tek eftir því, hvar sem ég kem, að alls staðar er reiknað með börnunum. Það eru leikkrókar og leiksvæði mjög víða og mikil fjölbreytni og gæði í skólastarfinu hérna. Þau fá að gera svo margt í skólanum. Ég flutti til Kaliforníu árið 1986. Ég var svo lánsöm að fá að búa á einhverju fegursta og leynardómsfyllsta svæðinu ▲ Hér sólar hún Carmen sig á ströndum Rió og nýtur Ijúffengra veiga úr kókos- hnetu. sem Ameríka hefur að bjóða en það tel ég Big Sur og borg- irnar Monterey og Carmel vera. Þær hafa meðal annars veitt mörgum listamönnum innblástur og má þar nefna rit- höfundana John Steinbeck og Henry Millerog Ijósmyndarann Ansel Adams. I Kaliforníu fékk ég tækifæri til að vinna við veitingahúsa- og hótelrekstur og einnig rak ég tískuverslun I nokkur ár og stundaði fyrirsætustörf. Uppruna minn er að finna í Ríó de Janeiro sem er spenn- andi borg, umlukin fallegum ströndum. Þar er gott veður allan ársins hring og mikið af alls kyns suðrænum ávöxtum svo sem papaya, mangó, kók- oshnetum og fleira. Þar er mannlífið fjörugt og þar hljóm- ar dillandi brasilísk tónlist, svo sem samba, bossa nova og fórró en þar gætir einnig áhrifa frá Evrópu og Afríku. Faðir minn, Juan Jose Bec- erra Urtiaga, er ættaður frá Baskahéruðunum á Spáni. Hann er leðurvörukaupmaður en móðir mín, Marlene, er brasilísk. Fjölskylda mín er samheldin þrátt fyrir að við búum í mikilli fjarlægð hvert frá öðru. Minningar mínar úr æsku eru tengdar hafinu og ævintýraferðum á bátum er við ferðuöumst milli ýmissa eyja eða dvöldum á búgarði fjöl- 32 VIKAN l.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.