Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 22

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 22
þannig aö íslendingar, sem þau þekktu ekki neitt en voru þarna í námi, skrifuðu meömæla- bréf. Þá loksins fengu þau íbúö þar sem þau bjuggu þessi þrjú og hálft ár sem þau voru þarna. „Ibúðin var þrældýr. Við leigðum þriggja herbergja íbúð á 34.000 krónur. Santa Barbara er vinsæll staður og margir telja að þar sé fallegast í Bandaríkjunum. Þarna vilja kennararnir vera I sólinni." Talandi um sólina förum við að tala um veðrið. „Þarna er alltaf sól. Fyrsta árið var ég í stutt- buxum frá því í apríl, þegar ég kom, þangað til í desember. Þá þurfti ég að fara í síðbuxur til að faratil íslands! I Kaliforníu eru stuttbuxurn- ar bara eins og hver annar fatnaður. Þó maður fari út að borða í stuttbuxum segir enginn neitt við því,“ segir Binni og saknar greinilega stutt- buxnaveðursins. KENNARARNIR HENTU MYNDUNUM! „Námið var mjög skemmtilegt. Yfirleitt fengum við heila viku til að taka myndir og framkalla og komum svo með þær í skólann þar sem þær voru rakkaðar niður. Jafnvel kom fyrir að kenn- ararnir hreinlega hentu myndunum en ég slapp nú við það sem betur fer. Sá sem var frægastur fyrir þetta var hættur þegar ég byrj- aði.“ Og Binni segir mér frá hermanni sem var með honum í þessu og var svo ofboðslega nákvæmur en það á ekki við Binna og hann segir mér frá stelpu sem átti nóg af peningum og gat tekið á margar filmur meðan Binni hafði bara efni á einni. „Efniskostnaðurinn, sem Lánasjóðurinn tekur þátt í, er bara dropi í hafið. Þetta er mjög dýrt en ég drakk þá bara minni bjór eða borðaði minna." Binni útskrifað- ist samt úr skólanum með hæstu mögulega einkunn og það er engin montsaga hjá honum heldur heilagur sannleikur. MEÐAL TARANTÚLA OG SKRÖLTORMA „Ég kynntist kennara þarna, Doug Peck, og fór með honum í ferðalag ásamt tveimur öðrum nemendum, fórum alla leið inn í Arizona og þar er þetta Antilope Canyon (Antilópugil) í eyðimörkinni." Þegar Binni fer aö tala um þetta finn ég að ævintýri er I vændum. „Antilope Canyon er gamall árfarvegur sem farið er ofan í og þetta er inni á verndarsvæði indíána. Maður var hálfsmeykur við að fara inn á svæðið því þarna voru hjólhýsi og allt mjög fátæklegt. Við keyrðum samt Rúgbrauðið inn á svæðið og leggjum. Förum á köðlum niður I gilið, alveg niður á botn. Þarna getur maður átt 18 VIKAN 1. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.