Vikan


Vikan - 09.01.1992, Page 61

Vikan - 09.01.1992, Page 61
KROSSGÁTUGERÐ: GUdJÓN BALDVINSSON sogast fram og aftur og kastast um stórgrýtta fjöruna aö þau voru óþekkjanleg. Ekki skinn- pjatla á andlitinu, ekki eitt einasta bein heilt. Björgunarmennirnir ýmist grétu eöa köstuöu upp er þeir sáu hve helgreipar hafsins voru miskunnarlausar. Þeir gengu samt hart fram í aö gera þaö sem skyldan bauð þeim, brutust áfram til aö Ijúka þessu sem allra fyrst. Svo var eins og mitt í öllum sortanum heföi kviknað Ijós sem geröi mennina enn ákafari í leit sinni um fjöruna. Þeir höföu fundið mann á lífi en aðeins einn. Lemstraöur í andliti og brotinn á öðrum fæti fannst Skorri í grýttri fjörunni. Það kom í hlut Skorra að skýra frá aðdrag- anda þessa mikla slyss sem kostaði yfir þrjá tugi manna lífiö. Hann var ungur maður og niðurbrotinn, fullur samviskubits vegna þess eins aö hafa komist lífs af úr hildarleiknum og átti erfitt meö aö horfa upp á grátandi barn- margar ekkjur, börn og heila systkinahópa sem spuröu án þess aö spyrja. Hvers vegna þú frekar en einhver annar? Þú sem hvorki átt konu né börn. Skorri meitlaðist af þessari til- finningu. Þessi dulbúni djöfull, sem þjóðin kallaði gull- námu, haföi skorað hann á hólm. Hann tók því af karlmennsku og reisn, þess vegna geröi hann sjómennskuna aö ævistarfi. I gegnum áratugina haföi líf hans veriö helgað áskorun hafsins. Skip fórust og félagar drukknuöu, menn örkumluðust í viðureign sinni viö hafið. Skorri var ávallt viöbúinn hinu versta af þeim skratta sem hann hugöi hafið vera. Það hlaut að vera tilviljun ein sem réö því aö hann hafði ekki verið lostinn banahögginu eins og félagar hans foröum. Þessi tilfinning geröi Skorra óvæginn og ósérhlífinn sjómann, hvarvetna eftirsóttan. Hann gætti viðvaninganna sem væru þeir hans eigin synir, minnugur drengs- ins forðum. En hafiö vildi einfaldlega ekki taka hann, sneiddi alveg hjá honum. Nú var rúmt ár síðan Skorri gamli kom í land, saddur af sjómennskunni og öllu því basli sem henni fylgdi. - Úr því aö Ægir vildi mig ekki öll þessi ár skal hann ekki fá mig, hel- vítið, sagöi gamli maðurinn í kveðjuskyni á bryggjunni. Skorri átti lítið hús í rótgrónu hverfi í gamla austurhluta borgarinnar. Hann hafði ekki einsett sér eins og svo margir uppgjafa- sjómenn aö vera í návist hafsins. Honum nægöi aö sjá Esjuna og þegar best lét vestur undir Jökul. Hann haföi nógu lengi öslaö öldur og ógnir þess umfangsmikla hafs sem umlukti strendur litlu eyjunnar í noröri. í sextíu ár hafði hann gefið hafinu kost á aö ná sér, nú var það færi gengið því úr greipum. Veiðibjallan, sem lenti í ætisleit í garðinum hjá Skorra, hafði komið þar fljótlega eftir að Skorri kom í land. í fyrstu var hún stygg þegar hann reyndi að færa henni æti en að fáum dögum liðnum var hann farinn að strjúka þess- um óvinsæla fugli um bakið. Nú var Hafsauga daglegur gestur, kom og tók æti sitt en hvarf síðan strax aftur að því loknu. Fuglinn sást ekki fyrr en næsta dag er Skorri kallaði á sinn sérstæða hátt. Úiii-úaaa! Hafsauga tók æti sitt þennan dag sem áður en í þetta sinn hvarf hann ekki á braut. Skorri gamli hafði í fyrstu engar áhyggjur af því. Hann leyfði Hafsauga að hoppa um í garðinum án þess að skipta sér neitt af honum. Það var ekki fyrr morguninn eftir að gamla manninum hætti að standa á sama. Hann fór út í garðinn en fuglinn kúrði á flötinni og hreyfði sig ekki. Skorra varð hugsað til þess er hann forðum daga lá í fjörunni og beið þess að sjá einhvern lifandi mann. Gæti ekki blessaðurfuglinn verið að hugsa einmitt það sama og hann forðum? Hver gat svo sem sagt að fuglinn ætti ekki sjálfstæða hugsun og vildi komast meðal jafn- ingja sinna en gæti það ekki? Skorri fór inn, náði sér í pappakassa og bjó um fuglinn. Þar sem farteski hans var svo óvenjulegt hringdi hann á lítinn sendiferðabíl og lét aka sér niður á bryggju. Þangað hafði hann ekki komið síð- an hann kvaddi skipsfélaga sína og fór í land fyrir fullt og allt. Hann borgaði bílinn og hélt með kassann fram á bryggjusporðinn. Skorri gamli lagði kassann frá sér á einn pollann og tók upp fugl- inn sem lá þar alveg hreyfingarlaus. Hann strauk honum dágóða stund um bakið og tal- aði blíðlega til hans. Hann studdi hnjánum nið- ur á fyrirstöðuna á bryggjuendanum og gerði sig líklegan til að láta Hafsauga lausan. Þá barði fuglinn skyndilega vængjunum og reif sig lausan. Hann tók flugið beint úr fangi manns- ins án þess aö nema við hafflötinn. Skorri gamli átti sér einskis ills von og steyptist fram af bryggjuhausnum, djúpt í ískaldan sjóinn. Er honum skaut upp sá hann Hafsauga hnita litla hringi yfir höfði sér. Fugl- inn gaf frá sér hljóð sem minnti á hæðnishlátur. Skorri gamli fann að heljarkraftur dró hann nið- ur í kolsvart djúpið. f F ((ióflAJd JMFM/A/ FMi TohuK HflóÖL Kflt-L ÍLflT KíaJöA' F'flRi Z E-ifl/5 S TÚlKA KOMflíT y FiR. flfliSSÍ 'OSKflR. i flFuRto 'h Z' / É O þf)A/A/lGr > > SKEL KETJKÍ < , í y > i f KHLL ,/ 5 /wÁ- ib'bú FólÐft TÖLUR_ 3 £.'A/S z > V a/eó fcr V 5 Ó'/HU. « / HRóPf\(i 5éR_ E-FTft/ 8 ,/ > —v— oRíawð; SMÁ- > > V OþEKKT SE.i'öi KE'jR&i Alfló K > 3 > i / z 3 y !e> ? <P ÍÚT Lausnarorð 1-9 úr síðasta blaði: ÁSTARÓÐUR l.TBL. 1992 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.