Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 53

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 53
TEXTI: PÓRDÍS LILJA JENSDÓTTIR Hár er höfuöprýöi og hver vill ekki hafa hár sitt heilbrigt og fallegt? Mataræði, veöurfar, efnameð- ferö og fleiri þættir hafa áhrif á hárið og heilbrigöi þess. Al- gengt er aö fólk láti lita hár sitt, aflita þaö eöa setja í þaö permanent. Öll slík meðferð hársins krefst efnanotkunar og ef ekki er aö gætt er hætta á aö háriö skaddist, tapi gljáa, veröi matt og líflaust. Veðurfar getur einnig haft sín áhrif og þurrt veöur, eins og var síðast- liðið sumar, getur valdiö of- þornun hársins. Hvernig er hægt aö komast aö því hvort hár er skaddað, hvort þaö þolir permanent eöa litun? Hvaö er til ráða ef háriö er illa farið af þurrki eöa er líflaust? Redken-umboöiö á íslandi býöur upp á rannsóknir HÁRFÍNAR RANNSÓKNIR á hári sem svara þessum spurningum. HÁRSJÁ OG TÖLVUHÁRRITI „Fyrir þremur árum byrjaöi Redken-umboðiö aö veita svokallaöa hárgreiniþjónustu. Hún felst í því aö rannsaka hár þeirra sem eiga við hár- vandamál aö stríöa og leið- beina um úrbætur. Þjónustan stendur öllum viðskiptavinum Redken-hárgreiöslustofanna til boða,“ segir Aldís Axels- dóttir hárgreiðslumeistari en hún vinnur við rannsóknirnar. Til þess notar hún hársjá og tölvuhárrita. Hársjáin greinir grófleika hársins, sýnir tölvu- sneiðmynd af því og gerir kleift aö sjá hvort eitthvað og þá hvaö amar að hárinu. Tölvu- hárritinn mælir kraft og teygj- anleika hársins og segir til um hvort háriö þolir litun eöa þermanent. Ef svo er ekki er hægt aö greina hvar sköddun hársins er og gefa ráö við henni. „Ég fæ send hársýni og skýrslu þar sem eru upplýsing- ar meðal annars um hvers konar hárþvottaefni hárið hef- ur verið þvegiö úr og hvort hár- iö hefur fengiö einhverja efna- meðferð," segir Aldís. „Síð- an rannsaka ég hárið í hár- sjánni og tölvuhárritanum og út frá niðurstöðunum sé ég hvers konar meöhöndlun hárið þarfnast til þess aö verða aftur heilbrigt. Ég skrifa síðan á nokkurs konar lyfseöil hvaöa hármeöul skal nota í hárið. Viðskiptavinurinn nálgast lyf- seðilinn á viðkomandi hár- greiðslustofu, fær þar öll efnin sem til þarf og leiðbeiningar um notkun þeirra. Meöferðin tekur fjórar til sex vikur. Aö henni lokinni fæ ég sent nýtt hársýni og ákveö áframhald- andi meðferð í samræmi viö þann árangur sem náöst hefur.“ Til vinstri er hársjáin og hægra megin má sjá tölvuhárritann. legi hluti þess. Innsti hluti hársins er kallaöur mergur og keratínflögur byggja upp ysta hlutann, börkinn. „í heilbrigðu hári liggja keratínflögurnar þétt saman og eru sléttar og HÁRLEGGUR, MERGUR OG BÖRKUR Hár samanstendur af merg, börk og hárlegg sem er sýni- Þegar hárið er f besta ástandi iiggja keratfn- flögurnar sléttar á sfnum stað og gera hárið gljáandi og hraust- legt. < ▲ Ut mikil burstun, hiti eða saltvatn getur skaðað keratín- flögur hársins. mergurinn er heill," segir Aldís. „Annars byggist heil- brigði hársins á því aö jöfn hlutföll ríki á milli prótín- og rakainnihalds þess. Prótín- innihaldiö ræður styrkleika hársins en rakainnihaldiö teygjanleika þess. I hári eru svokallaöar brennisteinsbrýr sem halda því saman. Þær brotna en eru myndaðar aftur með festi og skolun þegar permanent er sett í hár. Festir- inn nær ekki að byggja allar brýrnar aftur og algengt er aö um fjórðungur þeirra tapist. Það veldur því að mikiö af systeinsýru myndast í hárinu, hún dregur í sig raka og því vill permanentið leka úr hárinu. Ef svo er komið mæli ég með djúpnæringu sem byggir upp brýr hársins og stuðlar aö heil- brigði þess.“ Aldís Axelsdóttir að störfum. GÓÐUR ÁRANGUR Að sögn Aldísar er vonast til aö allar Redken-hárgreiöslu- stofurnar hér á landi, níu talsins, veröi komnar meö sín eigin hárgreinitæki á næsta ári. Tækin mæla togþol hársins og segja til um hvers konar nær- ingu hárið þarfnast. Tækin, sem eru lítil og handhæg, voru kynnt í Bandaríkjunum snemma á þessu ári en hár- greiniþjónusta umboðsins mun þó ekki leggjast af því ekki verður hægt að gera eins nákvæmar hárrannsóknir í nýju tækjunum. „Ég hef séð mörg tilfelli þar sem meðferð í kjölfar hár- greiningar hefur skilað góðum árangri og hann lætur ekki á sér standa svo framarlega sem leiðbeiningum er fylgt. Fólk á öllum aldri hefur nýtt sér þessa þjónustu, jafnt karlar sem konur. Þó að tilfinning fagfólks fyrir ástandi hárs bregðist sjaldan er gott að hafa yfir þessari tækni að ráða og geta þannig ráðlagt við- skiptavinunum betur um með- ferð hársins. Síðan við hófum hárgreininguna hefur hún reynst hárgreiðslufólki og við- skiptavinum þess ómetanleg hjálp," segir Aldís að lokum. l.TBL.1992 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.