Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 70

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 70
NÆRMYND KANADÍSKl LEIKSTJÓRINN NORMAN JEWISON Leikstjórinn og framleiö- andinn Norman Jewi- son fæddist þann 21. júlí árið 1926 í Toronto í Kan- ada. Hann hóf feril sinn hjá breska sjónvarpinu (BBC) sem leikari og handritahöfund- ur. Eftir það fór hann aftur til Kanada og hóf að starfa sem leikstjóri hjá kanadíska sjón- varpinu. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna. Síðan þetta var hefur hann leikstýrt 25 kvikmyndum. Nefna má The Russians Are Coming, The Russians Are Coming (1966), In the Heat of the Night (1967), Fiddler on the Roof (1971), Jesus Christ Superstar (1973), Rollerball (1975), F.I.S.T. (1978), And Justice for All (1979), Sold- iers Story (1984), Agnes of God (1985), Moonstruck (1987), In Country (1989) og nú nýlega Other Peoples Money sem hefur á að skipa leikurum eins og Gregory Peck, Danny DeVito, Penel- ope Ann Miller (Freshman, Kindergarten Cop) og Piper Laurie (Twin Peaks þættirnir). Norman Jewison hefur alls fengið tólf óskarsverðlaun fyrir kvikmyndaframtak sitt og telst það góður árangur. Margir vilja meina að hann hafi orðið fyrstur kvikmyndaleikstjóra til að berjast gegn kynþáttamis- sem fyllti leikhús eitt í New York-borg fyrir þremur árum. Warner Bros kvikmyndafyr- irtækið bað Norman Jewison að gera heilsteypta kvikmynd. Norman Jewison breytti síðan tveggja þátta leikriti með að- eins fimm leikurum þannig að til varð heil biómynd. Myndin var tekin í hittifyrra og öll kvik- myndatakan fór fram í Conn- ecticut. Hann færði líka sögu- sviðið meira inn í nútímann og fékk Alvin Sargent, ritfæran og reyndan handritahöfund, til að skrifa handritið. Sargent hafði meðal annars skrifað handrit að myndum eins og Julia sem var með Jane Fonda og Van- essu Redgrave og Ordinary People sem var með Donald Sutherland og Timothy Hutt- on (Turk 182, Taps, Q&A). Other Peoples Money grein- ir frá kaupsýslumanni sem er svo fégráðugur að það nær engri átt. Hann nýtur þess að afla fjár. Að græða er hans mesta yndi. Hann lítur á fé- græðgi sína sem leik, leik sem hann kann meistaravel. Hvernig varð svo Danny De- Vito fyrir valinu? Hann leikur einmitt kaupsýslumanninn. rétti. Hver man ekki eftir mynd- inni In the Heat of the Night með Rod Steiger og Sidney Poitier? Þá mynd gerði hann árið 1967. Auk þess gerði hann myndina Soldiers Story árið 1984. Þar er greint frá dul- arfullu morðmáli í bandarískri herstöð í Suðurríkjunum á árum seinni heimsstyrjaldar- innar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Það má því segja að Norman Jewison hafi verið fyrsti kvik- myndagerðarmaðurinn sem lét málefni þeldökkra til sín taka en ekki Spike Lee, John Singleton eða Mario Van Peeples. Hvernig er hægt að lýsa nýju myndinni sem hann sendi frá sér í októbermánuði? Fyrst skulum við athuga hvernig myndin varð til. I raun réttri er myndin byggð á geysivinsælu leikhúsverki ▲ Norman Jewison við tökur á nýjustu mynd sinni, Other Peoples Money. Gregory Peck, Piper Laurie og Penelope Ann Miller í Other Peoples Money. V ÓSKAR... Frh. af bls. 65 konan Annette Bening, en þau léku saman í mynd Barr- ys Levinson, Bugsy. Robert De Niro fyrir leik sinn í nýjustu mynd hins virta og farsæla leikstjóra Martin Scorsese. Sú mynd heitir Cape Fear og er endurgerð frá árinu 1962. Jodie Foster og Anthony Hopkins fyrir meistaraleik sinn í myndinni The Silence of the Lambs. Robin Willi- ams og Jeff Bridges fyrir leik sinn í myndinni The Fisher King. Auk þess stöllurnar Geena Davis og Susan Sar- andon fyrir leik sinn í mynd Ridley Scott, Thelma and Louise. Greinarhöfundi þykir það þó ólíklegt þar sem mynd- in reis ekki nógu hátt og er langt frá því að vera besta mynd leikstjórans, Ridley Scott. Skæður keppinautur Prince of Tides gæti mynd hins unga Johns Singleton orðið. Hann var aðeins 23 ára gamall þeg- ar hann gerði myndina Boyz N The Hood í fyrra. Þetta er mynd sem á svo sannarlega skilið að hljóta tilnefningu og bronsstyttuna því hún er hreint afbragð og kraftmikil. Greinar- höfundur hélt varla vatni þegar hann sá myndina í stærsta kvikmyndahúsi Skotlands þann 16. nóvember. Það má merkilegt heita ef myndin sú hlýtur engin verðlaun. Tvær kvikmyndir verða án efa tilnefndar fyrir tæknibrellur. Það eru metsölumyndirnar Robin Hood: Prince of Thieves og Terminator 2: Judgement Day. Við megum þó ekki gleyma 66 VIKAN 1.TBL1992 Það kom enginn annar til greina. Þessi knái og skemmti- legi gamanleikari lék sér að Arnold Schwarzenegger í myndinni Twins, Bette Midler í Ruthless People og Micha- el Dougias i War of the Roses. Þrátt fyrir smæðina streymir ótrúlegur kraftur frá Danny DeVito. Hvað um Penelope Ann Miller? Þetta er nýstirni sem hefur getið sér gott orð sem gamanleikkona. Við höfum séð hana í myndum eins og Freshman (1990) og Kinder- garten Cop (1990). Upphaf- lega komu til greina leikkonur eins og Debra Winger, Susan Sarandon, Holly Hunter og Geena Davis. En nei, Norman Jewison var fastur fyrir. Hann vildi prófa eitthvað nýtt og því varö Penelope Ann Miller fyrir valinu. Þar með höfum við það. Other Peoples Money er farsakennd mynd og hin mesta skemmtun. Danny De- Vito er alltaf jafnfrísklegur og það er alltaf gaman að sjá gamla brýnið og sígilda leikar- ann Gregory Peck (To Kill a Mockingbird, Boysfrom Brazil, Old Gringo). Norman Jewison býr nú á búgarðinum Putney Heath Farms sem er fyrir utan Tor- onto. Hann er hamingjusam- lega giftur Dixie sem er búin að vera eiginkona hans í 35 ár. Auk þess á hann þrjá upp- komna syni. Þegar þessi kan- adíski leikstjóri er ekki að vinna að kvikmynd er hann að sinna blómarækt. Hann dá- samar túlípana. Fyrir utan bú- garðinn á hann hús og híbýli í Malibu og á Manhattan. Þess má að lokum geta að Norman Jewison stofnaði kvikmynda- skólann Canadian Film Centre árið 1988. Það gerði hann til að styrkja kanadíska kvik- myndagerð. myndum eins og JFK, nýjasta kvikmyndaverki Olivers Stones, og The Addams Family. Addams-fjölskyldan gæti fengið tilnefningu fyrir list- ræna framsetningu og frum- leika. Leikstjórar, sem verða án efa tilnefndir, eru Martin Scorsese, Barry Levinson, Terry Gilliam, Oliver Stones og Jodie Foster. Og sigurvegarinn árið 1992 er...! Svona, svona, ekkert liggur á. Óskarsverðlaunaaf- hendingin verður sýnd í beinni útsendingu þann 30. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.