Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 12
A Poppstjarnan umkringd Ijósmyndurum og fréttamönnum eftir komuna til
Keflavfkur.
Bryan Adams brosir við áhorfendum í Höllmni.
hans mestu áhrifavaldar í
. y^v. rokktónlist stóð ekki á svari.
„Bítlarnir eru mínir áhrifavald-
l*^.'**V ar númer eitt,“ sagði hann
ákveðinn. Hann heldur mest
fv upp á aðra plötuna sína, You
Want It You Got It, sem kom út
árið 1981. Ástæðuna segir
I -KV hann vera þá að ekki hafi tekið
;X *A nema þrjár vikur að taka hana
Hver er svo helsti metnaður
hans í lífinu, að því undan-
skildu að spila rokktónlist? „Að
fá góðan nætursvefn," segir
4 VI Bryan Adams og hlær.
* \ NÝ REYNSLA AÐ
aflýsa TÓNLEIKUM
Eins og flestir vita fór allt í
hund og (jóla)kött í Höllinni
kvöldið sem fyrri tónleikarnir
áttu að vera. Þrátt fyrir að af-
lýsa varð tónleikunum tóku
áhorfendur þessu furðuvel,
einhvers staðar hefði senni-
lega komið til allsherjar óeirða.
„Það er algerlega ný reynsla
fyrir mig að lenda í svona lög-
uðu. Ég hef aldrei á ferli mín-
um þurft að aflýsa tónleikum.
Við spiluðum fjörutíu tónleika [
Evrópu áður en við komum
Svona lítur hvalverndunarsinninn Bryan Adams út án gitarsins.
Ósköp venjulegur maður.
hingaö og ekkert kom upp á -
ekkert. Þannig að það var svo-
lítið skrýtið að koma í hús sem
stóð ekki undir kröfunum sem
til þess eru gerðar. Rafkerfið í
húsinu virkaði einfaldlega ekki
og okkar kerfi kom þarna
hvergi nærri. Það er gallalaust.
Þetta minnir mig á þegar ég
tók þátt i uppfærslunni á The
Wall með Roger Waters í
Berlín 21. júlí 1990. Þar voru
250.000 áhorfendur (blaða-
maður skaut því að honum að
það væri íbúafjöldi íslands) og
hljómkerfið var upp á fimm
þúsund kílóvött og kostaði 9
milljónir dollara (rúmar 500
milljónir króna). Þegar fimm
mínútur voru liðnar af sýning-
unni klikkaði einn rofi sem
kostaði níu dollara! Við urðum
samt að halda áfram vegna
þess að allt var í beinni sjón-
varpsútsendingu. Sem betur
fer var vararofi tiltækur en hér
var ekkert hægt að gera á
stundinni. Vonandi verða ekki
fleiri vandamál hjá ykkur af
þessu tagi og því fleiri lista-
menn sem koma hingað að
spila því ólíklegra er að svona
hlutir gerist. Menn verða betur
undirbúnir og með meiri
reynslu.“
Bryan segir að þetta ár hafi
verið mjög gott fyrir sig og á
næsta ári verður jafnmikið ef
ekki meira að gera hjá honum.
í janúar spilar hann í Kanada,
í Ástralíu, Nýja Sjálandi og
Japan. í febrúar, í mars, apríl
og maí tekur hann Bandaríkin
fyrir. Júní og júlí verða tileink-
aðir Evrópu og í ágúst og
september fer hann aftur til
Bandaríkjanna og Kanada.
"Þetta heitir að vera á ferð og
flugi. Þetta er atvinna rokk-
stjörnunnar Bryans Adams
sem útilokar ekki að hann
komi hingað aftur, ef þess
verður óskað, en segir að það
væri sennilega heppilegra að
koma um sumartíma og spila
á útitónleikum. □