Vikan - 09.01.1992, Page 44
TEXTI: ANDERS PALM / PÝÐING: HJS
HVER ER MADURINN?
TAKIÐ ÞÁTT í LEIKNUM OG FINNIÐ NAFNIÐ Á BAKVIÐ MANNLÝSINGUNA
Reyndu fyrir þér á sviði
sögurannsókna. Að baki
teikningarinnar leynist
þekkt persóna sem þú
ættir að geta nafngreint
með aðstoð eftirfarandi
æviágrips, eigin hyggju-
vits og þekkingar á því
sem verið hefur að ger-
ast í heiminum á síðustu
árum. Hver er maðurinn?
Góða skemmtun og
gangi þér vel!
Okkar maöur þrammar
í fararbroddi mót-
mælagöngunnar.
Hann óttast ekki vígbúið lög-
reglulið borgarinnar og her-
mennina gráa fyrir járnum.
Þeir sem ganga fremstir eiga á
hættu að verða fyrir skotum,
þeir setja sig því i lífshættu.
Borgin er á suöupunkti, þolin-
mæði verkamannanna er á
þrotum. Skyndilega loka þrjá-
tíu hermenn götunni. Göngu-
fólk á sér engrar undankomu
auðið. Málin leysast með
undraverðum hætti - þegar
verkamennirnir gera sér lítið
fyrir og afvopna hermennina.
Mótmælendur fylkja nú liði í
áttina til höfuðstööva lögregl-
unnar. Mannfjöldinn krefst
þess að fá félaga sína leysta
úr varöhaldi. Það fellur í hlut
okkar manns að fara á fund
lögreglunnar og freista þess
að ná samningum.
Allt í einu ætlar allt um koll
að keyra. Hermennirnir varþa
táragasi að mannfjöldanum
sem svarar með miklum mót-
mælahrópum. Lögreglustöðin
er grýtt með öllu lauslegu sem
fólkið nær taki á og grjótið flýg-
ur í gegnum glugga bygging-
arinnar. Verkamennirnir grípa
einnig til táragashylkjanna og
senda þau til baka. Inni á lög-
reglustöðinni er allt í upp-
lausn. Húsið hefur fyllst af reyk
og enginn fær lengur séð
handa sinna skil. Okkar
maður, sem kominn er inn
fyrir, nær naumast andanum
lengur. Hann kemst heldur
ekki út því búið er að ramm-
læsa voldugri hurðinni. Þá
man hann allt í einu eftir því
að hann er með skiptilykil á
sér og það verður honum til
bjargar. Honum tekst að opna
loftlúgu við einn gluggann sem
hann síðan prílar út um og
hann kemst niöur á götu.
VÉLAVIÐGERÐAR-
MAÐUR AÐ MENNT
Gamall félagi hans minnist
þess þegar hann tók ungur að
árum þátt í umfangsmikilli
dreifingu flugubréfa. Aðgerðin
var áhættusöm því ef upp
kæmist hverjir væru að verki
biði þeirra löng fangelsisvist.
Það gekk allt eftir áætlun í
fyrstu. Þeir vissu ekki að leyni-
þjónustan hefði laumað sínum
manni mitt á meðal þeirra og
sá sigldi þar undir fölsku
flaggi. Næst skyldi blöðum
dreift utan við kirkju nokkra að
messu lokinni. Á síðustu
stundu uppgötvuðu þeir að
kirkjan var full af öryggisvörö-
um sem ætluðu að ná þeim
glóðvolgum. Þeir óku á vöru-
bifreið til annarrar kirkju.
Leyniþjónustumennirnir gátu
ekki veitt þeim eftirför því þeir
voru allir fótgangandi. Aögerð-
in tókst því mjög vel.
Félagar hans tóku eftir því
hvað okkar maður var skjálf-
hentur. Þeir skildu að það tæki
á taugarnar að taka þátt í aö-
gerðum sem þessum í fyrsta
skipti og hætta lífinu í barátt-
unni gegn illviljuðum alræðis-
öflum landsins.
Hann fæddist 23. septem-
ber 1943. Fjölskyldan bjó við
kröpp kjör. Faðir hans sat í
þýskum fangabúðum á stríðs-
árunum. Eftir grunnskólann
hélt hann til náms í iðnskóla
þar sem hann tók próf sem
vélaviðgerðarmaður. Hann
kom sér vel meðal skólafélaga
sinna en átti erfitt með að að-
lagast hinum stranga aga. Eftir
að hafa margsinnis orðið upp-
vís að reykingum var hann
stimplaður af skólastjórninni
sem „reykingamaður og óróa-
seggur".
Á FARALDSFÆTI
Þegar hann hafði lokið her-
þjónustu hóf hann störf sem
rafvirki á vélaverkstæði. Hann
gat gert við allt, hvort sem voru
vinnuvélar, sjónvörp, þvotta-
vélar eða mótorhjól. Fyrr en
varði fór það orð af honum að
hann væri besti viðgerðarmað-
urinn á svæðinu. Eftir nokkurn
tíma varð hann leiður á tilver-
unni. Honum leiddist tilbreyt-
ingarleysið á þessum litla
vinnustað í þessum fámenna
bæ og sagði upp. Hann tók því
þokann sinn ásamt svolitlu
skotsilfri og hélt til næstu járn-
brautarstöðvar. Lestin flutti
hann síðan til borgar þeirrar
þar sem hann átti eftir að
hasla sér völl og kveða sér
hljóðs svo um munaði og eftir
væri tekið, jafnvel um allan
heim.
Hér fékk hann fljótlega
vinnu á stórum vinnustað. Það
leið heldur ekki á löngu þar til
hann hitti tilvonandi eiginkonu
sína sem vann I blómabúð í
nágrenninu. Hún heitir Mirka
en er þekktari undir síðara
skírnarnafni sínu. Hann féll
þegar fyrir brúnum augum
hennar, glaðlegu andlitinu og
síðu hárinu.
Vegna mikillar húsnæðis-
eklu f borginni urðu þau oft að
skipta um aðsetur. Um tíma
leigðu þau litla risíbúð af hár-
greiðsludömu. Hann varð oftar
en ekki að skakka leikinn þeg-
ar eiginmaður hennar elti hana
kófdrukkinn um íbúð þeirra
með reidda exi og hótaði
henni lífláti.
„HORFINN"
Fyrir óeigingjarnt starf sitt og
baráttu fyrir meira réttlæti í
heimalandi sínu varð nafn
okkar manns brátt á allra
vörum.
Aðfaranótt 13. desember
svaf hann vært í rúmi sínu. Þá
var kyrrðin skyndilega rofin og
dyrabjöllunni hringt frekjulega.
Fyrir utan stóð sérsveit örygg-
islögreglunnar búin rifjárnum
og járnkörlum. Það stoðaði
ekkert að malda í móinn, þess
vegna fylgdi hann þeim mót-
þróalaust. Síðan var hann
sagður „horfinn" um margra
mánaða skeið. Atburðurinn
vakti hvarvetna mikla gremju
og óróa, bæði innanlands og
utan.
Um þessar mundir er hann
einn virtasti maður lands síns
og hefur tekið við lykilhlutverki
meðal landa sinna.
SJÁ SVAR Á BLS. 45
40 VIKAN l.TBL. 1992