Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 48
en lengra er haldið. Það var ekki fyrr en farið var að ganga um kunnar slóðir miðborgarinnar að í Ijós kom að ekki var allt alveg eins og fyrrum. Að vísu virtist breyting- in alls ekki vera mikil og í raun aðeins til bóta. Veitingahúsum hefur til dæmis fjölgað til muna. Matarlykt berst að vit- um vegfarenda úr öllum áttum og uppruninn greinilega mis- jafn - úr hinum fjölbreyttu og margþjóða eldhúsum ná- grennisins. Það var ekki laust við að lyktarskynið ruglaðist þegar samferðafólkið gekk hægum skrefum um Strikið og hliðargötur þess eitt síðdegi í ágúst. Það vakti líka athygli að nokkrum af stóru vöruhúsun- um hafði verið breytt í tóm- stunda- og veitingahallir. Það er einnig tímanna tákn ef marka má. FÆRRI FERÐAMENN - FLEIRI VEITINGAHÚS Ýmislegt í þessa veru hefur gert Kaupmannahöfn jafnvel enn meira aðlaðandi. Umferð virðist hafa minnkað um mið- bæinn, bæði bíla og gangandi vegfarenda. Ferðamönnum mun hafa fækkað talsvert á síðustu tíu árum eða svo. Borgina heimsækja ekki eins margir og áður þegar þar varð ekki þverfótað fyrir ferða- mönnum. Þess í stað er eins og búið hafi verið betur í hag- inn fyrir borgarbúa sjálfa og þá gesti sem koma til Kauþ- mannahafnar vegna þess að hún er og verður alltaf svolítið sérstök. Til marks um breytingarnar ( mannúðarátt mé nefna að í nágrenni Striksins hefur verið komið á fót skemmtilegri veit- inga- og menningarmiðstöð. Nokkur gömul hús í þyrpingu hafa verið gerð upp og þau síðan tengd saman. Úr hefur orðið feiknaskemmtilegt afdrep fyrir þá sem vilja njóta lista og góðra veitinga. Þarna er líka að finna nokkrar sérversl- anir með skemmtilega muni. Eins og Tivolí og mörg hinna gömlu gilda gegnir gamla og góða Strikið enn sínu hlutverki með glæsibrag. Eftir þessari mjóu og löngu götu ganga allir þeir sem eiga erindi í bæinn. Þetta er eins og Austurstrætið í Reykjavík, nema þarna hefur tekist að halda glæðum í eldinum allan tímann. Þarna er alltaf krökkt af fólki, þó svo að ferðamönn- um hafi fækkað eitthvað og ís- lendingum í ævintýraleit. Þó svo að mörgum skipasmíðastöðvum hafi verið lokað á siðustu árum eru enn verulegar framkvæmdir i gangi. Þetta stóra olíuskip mun hafa verið í lengingu. Og þarna mættust gamli og nýi tíminn þegar skólaskipið sigldi makindalega inn í höfnina. Hafmeyjan var líka á sínum stað. Hún gefur ávallt þegjandi samþykki sitt þegar hún er mynduð í bak og fyrir og lætur skipaumferðina heldur ekki trufla sig. Frh. af bls. 43 Hópar framhaldsskólanema, sem lokið hafa prófum á vorin, fara ekki lengur til Kaup- mannahafnar, slíkt er orðið svo hversdagslegt. Ferðasjóð- irnir eru greinilega digrari orðnir en áður tiðkaðist. Ekki er óalgengt að staðir eins og Mexíkó, Brasilía eða Tæland verði fyrir valinu. Unga fólkið fer heldur ekki lengurtil Kaup- mannahafnar til að vinna í sumarfríinu. Þar hefur um ára- bil ekki verið neina vinnu að fá hvort eð er því þúsundir Dana ganga atvinnulausir um göt- urnar. - Það eru breyttir tímar. MJÚKT AÐ LENDA Tíðindamaður Vikunnar staldraði við í Kaupmanna- höfn í tvo daga síðsumars. í fyrstu var eins og ekkert hefði breyst. Lendingin á Kastrup var jafnmjúk og hún hafði alltaf verið, koman til borgarinnar eins og maður væri að koma heim tilsín eftir langar fjar- vistir. Meira að segja litla haf- meyjan var enn á sínum stað, en það er alltaf vissara að ganga úr skugga um slíkt áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.