Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 4

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 4
1. OKTÓBER 1992 20. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 í áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarf ulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Sími: 685020 Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon Hildur Inga Björnsdóttir Guðmundur Ragnar Steingrímsson Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Jónas Jónasson Þórdís Bachmann Þorsteinn Erlingsson Helga Möller Lína Rut Karlsdóttir Sigtryggur Jónsson Jóhann Guðni Reynisson Jóna Rúna Kvaran Margrét Hrafnsdóttir Hallgerður Hádal Sigrún Sigurðardóttir Gísli Olafsson Loftur Atli Eiríksson Gunnar H. Ársælsson Esther Finnbogadóttir Christof Wehmeier Þórarinn Jón Magnússon Hjalti Jón Sveinsson Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Þorsteinn Erlingsson Guðbrandur Örn Arnarson Gústaf Guðmundsson Bragi Þ. Jósefsson Friðrik Friðriksson Örn Jónsson Guðmundur Ragnar Steingrímsson Bonni Jóhann Guðni Reynisson Binni, ÞJM o.m.fl. Forsíðumyndina af sjötta keppandanum um titilinn forsiðustúlka ársins, Brynju Hjörleifsdóttur, tók Bragi Þór Jósefsson. Förðun: Kristfn Stefánsdóttir með No Name Cosmetics. Sjá viðtal við Brynju bls. 60. umt man maður enda- laust. Öðru gleymir mað- ur fyrr en varir. Stundum vill maður muna það sem mað- ur man ekki, oft vill maður helst gleyma því sem maður man og kann engin ráð til þess. Mig minnir að gamalt fólk muni í smáatriðum allt sem er löngu horfið og ætti að vera gleymt en eigi í erfiðleikum með að muna það sem gerð- ist hér um bil áðan. Sumir gleyma loforðum, aðrír góð- verkum þeim til handa, sumir ^ gleyma að koma heim, aðrir ^ gleyma að fara. 3: Ég er kannski kominn á 53 þann aldur að dunda mér við lá að muna sitthvað úr fortíð minni, sem ætti kannski ekki að skipta máii eins og allt er í =§= pottinn búið í nútímanum; svo margt að muna enda látlaust verið að fóðra mann á ein- hverju sem aðrir telja að skipti máli. Ég er löngu orðinn leiður á því að láta auglýsingastofur dæla í mig upplýsingum um eitthvað sem skiptir mig engu, láta stofurnar reyna að blekkja mig til að byrja nú að þarfnaðst einhvers sem ég hef aldrei á ævi minni saknað. Það er líka oft verið að reyna að fá mig til að muna menn sem eru kynntir þjóðinni sem snillingar, listamenn poppsins, og þeir hafa margir ekkert á móti því að ég setji þá á hillu dýrlinga, gapi í undrun yfir færni þeirra til að yrkja mér söngva sem í á- heyrn skipta mig engu, eru illa ortir, á vondu máli, lífsviskan þunn, rómantíkin orðin að bil- legu klámi, staðir, fólk, atvik fært til söngva og látið ólmast í eyrum í takti þungarokksins sem ætlar að rífa upp á manni brjóstkassann. Stjórnmálamenn sumir eru uppteknir við að verða dáðir af þjóðinni, þó að þeir hafi fátt sem maður vill dá. Þeir hafa lag á að vera sífellt í fréttum þó ekkert sé í raun að frétta og má oft kenna um heimsku fjölmiðlanna sem þurfa að fylla í fréttaplássið hvað sem tautar og raular. Þeir menn sem hvað oftast eru á síðum blaðanna í eins konar Pressuæði eru uppa- drengir og stásspíur þeirra, jettgengið með aura í augun- um, töskur fullar af stressi, frítt fólk framtíðar, sífellt eld- hresst og kærulaust, mætir í öll auglýsingapartíin og text- arnir undir myndum af þessu segja að þarna sé Gussi í Njóla að virða eitthvað fyrir sér eða Jói Arngríms sé á tali við Gunnu Gríms í Genúa og áreiðanlega að segja eitthvað skemmtilegt því þau séu svo eldhress að sjá. Maður fær hins vegar aldrei að vita hvað skemmtilegt var sagt eða á hvað var verið að horfa. Og við, sauðirnir, kaupum MINNIS vinsæl blöð eins og Pressuna því við vonumst til að kannski verði mynd af okkur og blaðið láti þess getið að við höfum verið eldhress á tali við ein- hvern um eitthvað en enginn fær að vita hvað. Þetta eru bara textar um ekkert, undir myndum af engu. Svo lifði fólk í landinu og hefði átt að prýða forsíður en fáir vissu um því þetta fólk var ekki í auglýsingapartíum, það rak ekki fyrirtæki sem á morg- un fara á hausinn, það var ekki með stresstöskur, strokið og fágað og eldhresst. Fólkið, sem ég er að hugsa um, lifði einhvers staðar langt fyrir utan iðuköst Iffsfljótsins, það átti ekki einu sinni stresstösk- ur. Einu áhyggjurnar voru á vorin í sauðburðinum, þegar risið var úr rekkju um miðjar nætur til að fara í húsin og gá að lömbunum og á sumrin ef það rigndi á flatt heyið og sumarið kannski vætusamt. Ég man konu merka sem bjó í dalnum mfnum. Sú kona hafði rödd sem heimurinn vildi kaupa en var ekki föl þvf kon- an, sem var fædd í útlöndum, kaus að búa í dalnum í næst- um vasklausri tilveru en söng betur en aðrar konur og frítt oftast nær, fyrir gesti og gang- andi, hundana á bænum ef ekki vildi betur, mjög gjarnan í kirkjum á góðum stundum. Hún gladdi heilu sveitirnar því menn voru ekki vanir svona rödd í einni konu. Ég heyrði hana syngja er hún var komin langt yfir sjötugt og gleymi aldrei er hún söng Home Sweet Home með tárin titr- andi á hvörmum, yndisleg við- kvæm sópranrödd, örlítið farin að titra í ellinni, en túlkun öll og hljómun slík að þil litlu stof- unnar leystust upp í mosann á heiðinni og þögnuðu allir fuglar til að geta hlustað. Svona söngur, langt inni í fögrum dal, var öllum ógleym- anlegur og enn liggur við að ég heyri röddina hennar, muni augun hennar og feimnisbros- ið sem fylgdi með þegar söngnum lauk. Þessi kona hefði aldrei komist í Pressuna því að hún var of ekta. Hún söng sér og öðrum til gleði, síðan fór hún að brenna baunir og mala sér á könnuna og í andliti hennar var friður og fegurð því höfuð hennar var fullt af elsku til alls er lifði. Hún söng frá sér sorg- ina, með fögrum orðum manna sem voru raunskáld meðan þeir voru á dögum. Svo held ég áfram að freist- ast til að kaupa Pressuna og stynja yfir því sem ekkert er. □ 4 VIKAN 20. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.