Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 10

Vikan - 01.10.1992, Side 10
móðir er maður vitanlega að taka á sig ábyrgð föðurins og fyrirvinnunnar líka en ég geri það besta úr því sem ég þarf að takast á við. Ég berst þó ekki í bökkum við það. Ég held líka að það hljóti að vera ömurleg tilfinning að upplifa lífsbaráttuna sem eitthvert stríð. í mínu fagi gildir launajafnrétti því þar er fólk metið að verðleikum. Standi kona sig bet- ur en karlmaður getur hún fengið hærri laun. Ég hef enga þörf fyrir karlmann sem fyrirvinnu en hef gaman af að umgangast karlmenn sem félaga. Ég er ekki ein þessara ástsjúku kvenna sem alla daga eru að tala um að finna sér mann. Ég lifi fyrir daginn í dag í þeim efn- um sem öðrum og er ekkert að flýta mér, mér finnst lífið alveg meiri háttar eins og það er. Málið er að gera sér grein fyrir því sem maður vill og spyrja sig svo hvað maður sé tilbúinn að leggja á sig. Ég held að maður nái ansi langt með því að vinna að markmiðum sinum. Víst er ég dugleg enda er það borðleggjandi að ég væri ekki í þessari stöðu ef ég hefði ekki staðið mig.“ - Framtíðin? „Ég ætla að standa mig í mínu starfi og stuðla að því að stofan skili góðum hlutum í samvinnu við aðra hönnuði hennar. Svo ætla ég að leyfa mér að fara til Bandaríkjanna, í sumarfrí á námskeið í School of Visual Arts í New York. Þar er boðið upp á námskeið fyrir starfandi auglýsingafólk og vonast ég til að geta þannig styrkt mig í starfi. Hvað ég geri í fjarlægari framtíð - það má Guð vita. Kannski enda ég úti á Ítalíu, þar er mikil og fín hönnun í öllu, hvort sem það er fatnaður, húsgögn eða grafík. Ítalía er nokkurs konar samnefnari fyrir fallega hönnun og mig hefur alltaf langað til að dvelja þar. Annars hef ég það mjög gott eins og er, lifi f öruggu umhverfi sem ég hef skapað mér sjálf og hef enga ástæðu til að vera að velta öðr- um ströndum fyrir mér. Það er lífsstíll hjá mér að velta því ekki fyrir mér fyrirfram hvernig ég ætli að klára mig ef einhver ógæfa dynur yfir. Þó ég sé villingur í mér og til í að prófa allt er ég mjög jarðbundin með allt sem snertir fjár- mál, öryggi barna minna og þak yfir höfuð okkar. Þversagnir í eðli okkar eru mannlegar og ég held að þær geri okkur einmitt áhuga- verð líka því þá hættum við að vera útreiknan- leg,“ segir hin óútreiknanlega Elísabet Cochran að lokum. □ Camem- bert- umbúö- irnar sem Lissý fékk Clio-gull- verölaunin fyrir. *'■ ) f ,‘0 r,ylll,.,a -irC lli.l ,,VI ^ MmhU I luUi. 1 ír- m <) rv r ■ U*v IU,.í l.„,„ AÐ STANDAST TÍMANS TÖNN Lissý tók stúdentspróf úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1979 og tók sér síðan árs frí úr skóla og vann f öskunni, þar sem hún hafði unnið síðan hún var sextán ára. Eftir öskuárið settist hún í Myndlista- og handíðaskólann. Hún hóf á öðru ári skólans störf hjá Gísla B. Björnssyni og vann þar með skólanum á fimmta ár. „Við Gísli náðum mjög vel saman og ég tel að besta nám sem aug- lýsingafólk geti fengið sé einmitt að komast á stofu samhliða skólanum," segir Lissý. „Þó að ég væri ánægð hjá Gísla langaði mig í meiri hönnun og tilbreyfingu. Sú stofa sem bauð upp á flest hönnunarverkefni var Kristín og því fór ég þangað. Ég var búin að takast á við hraðauglýsingar sem unnar voru á nokkrum klukkutímum og þann djöfulgang sem fylgir því. Mig langaði að slaka á og fara að vinna að einhverju sem skilur meira eftir sig en það sem birtist nokkrum sinnum og sést aldrei meir. Mig langaði að gera hluti sem væru nýstárlegir en sígildir, stæðust tím- ans tönn. Mér fannst ögrandi að takast á við slíkt og hjá Kristínu hef ég til dæmis fengið góða dóma fyrir útlit matreiðslubóka Forlags- ins og auk þess hannað allar bókakápur Bók- rúnar. Það er mjög gefandi að vinna með Kristínu, hún er höfðingleg og góð við starfsfólkið sitt. Hún býr þó líka yfir ákveðni og það er hlustað á hana þannig að hún hefur alla þá kosti sem góður stjórnandi á að hafa.“ RAUDHÆRÐA FREKJAN í BRANSANUM Lissý á íslenska móður en faðir hennar er Bandaríkjamaður, sonur írsks innflytjanda og spænskættaðrar konu hans. í móðurætt á Lissý norsk-danskan afa og íslenska ömmu, rauðhærða úr Eyjafirðinum. Blandan í henni ein og sér hefur því mikinn slagkraft. Það hef- ur hún líka sjálf, hún er ein þeirra kvenna sem virðast geta flutt fjöll fyrir hádegi. „Það hefur verið sagt um mig að ég sé „rauðhærða frekjan í bransanum“,“ segir hún. „Annars tel ég að fólk kunni oft ekki að skilja á milli frekju og hreinskilni," heldur hún áfram. „Frekja er yfirgangur en það sem ég geri mig helst seka um er að vera ekki eins og aðrir vilja hafa mig. Þó er ég skapmikil og sumir segja að ég hafi skapið og djöfulganginn frá irskum afa minum og spænskri ömmu minni - og það er líklega alveg satt. Þó er eina mann- eskjan sem hefur haft djúp áhrif á mig hún Anna Thorsteinsen, amma min sem ég hef verið mikið með og stendur mér nærri, þó ég sé alls ekki lík henni. Hún lifir fyrir alla aðra en sjálfa sig og býr yfir alveg einstakri mann- gæsku. Hún vann sem húsvörður í ráðherra- bústaðnum í mörg ár, auk þess sem hún sá um allar veislur og þjónaði þeim sem þar komu.“ UÓN MEÐ BILAÐ UÓSASKILTI Lissý hefur mörg andlit og margs konar hug- blæ; svipað og íslenska veðrið. Stundum er hún eins og lygn og hjalandi lækur; stundum eru jarðhræringar og stundum eldgos. Sumir hafa sagt að erlendi blóðhitinn og íslenski jök- ulkuldinn berjist um völdin í henni. „Þeir sem þekkja til Michael-fræðanna segja að ég sé stríðsmaður. Ég barði alla strákana í skólanum og stakk kennarana með ydduðum blýöntum. Ég var brjálaður villingur en núna hef ég lagað ákveðna þætti í sjálfri mér. Einhver sagðist geta ímyndað sér að fólk skynjaði mig eins og Ijón sem stæði á aftur- löppunum, með bilað Ijósaskilti á höfðinu og hundrað manna vopnbúinn her að baki. Það er mögnuð lýsing en ég virðist geta stuðað fólk, alveg án þess að opna munninn. Ég þyki ódönnuð ( framkomu því ég segi allt sem ég vil segja og segi það hátt. Þó á ég ekki von á þvf að það sé óþægi- legt að umgangast mig. Ég er yfirleitt mjög kát þannig að ég er ekki bara brjálaður stormsveipur. Ég er ó- hrædd við að tjá tilfinn- ingar mínar en fólk fær að heyra mína skoðun ef ég er spurð, ekki það sem það vill eða væntir að heyra." Lissý segist heldur ekki uppfylla útlit- svæntingar annarra; hefur ævinlega farið eig- in leiðir í klæðaburði. „Fjölskylda mín hefur alla tíð verið í rusli yfir því hvernig ég klæði mig,“ segir hún. „Ekki batnar það við að nú er ég ( stjórnunarstarfi. Kannski ætlast fólk til þess að ég sé íklædd drögtum af því að ég er orðin forstöðumaður hönnunardeildar. Ég er hins vegar bara vinnandi kona og nenni ekki að punta mig til að sinna dyntum ann- arra. Ég vinn innan um liti og úða og fer á milli prentsmiðja. Ef ég ætti fína dragt væri hún inni í skáp og yrði ekki tekin fram nema við hátíðleg tækifæri. Annars er mér sagt að meðal þess sem ég eigi að læra í þessu jarðlífi sé að vera kvenlegri; vera ekki alltaf í hlutverki karlsins." AÐ VINNA AÐ MARKMIÐUM SÍNUM - Nú ertu þó í dæmigerðu karlhiutverki í einkalífi og á vinnustað, sem einstæð móðir tveggja barna, fyrirvinna heimilis og ylirmaður á vinnustað. „Það er vissulega rétt að ég er í raun eins og framkvæmdastjóri, nema hann hefur konu á heimilinu til að sjá um allt þar. Sem einstæð Fylgst með verkefni í skeytingarstúdíói Samútgáfunnar Korpus þar sem mest öll prentmyndageró AUK fer fram. 10VIKAN 20.TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.