Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 12

Vikan - 01.10.1992, Side 12
SVO A JORÐU SEM A HIMNI Stórmynd hefur bæst í safn íslenskra kvikmynda. Er það hið mikla afrek Kristínar Jóhannesdóttur, myndin Svo á jörðu sem á himni. Fara þar með aðalhlutverkin þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Valdimar Örn Flygenring ásamt leikkonunni ungu, Álfrúnu Örnólfsdóttur. Helgi Skúlason og Sig- ríður Hagalín fara einnig með stór hlutverk. Vikan kom að máli við þau Tinnu, Valdimar og Helga til að forvitnast að- eins nánar um þátt þeirra í myndinni og álit þeirra á ýmsum hlutum í því sambandi. HELGI SKÚLASON: KOM Á ÓVART HVJERSU MIKIL STORMYND ÞETTA ER - Hvemig kom það til að þú lékst í þessari mynd? „Því verður bara svarað með þessu sígilda svari, það var einfaldlega hringt í mig og ég beðinn um að taka þetta hlutverk að mér. Ég hafði frétt af myndinni áður, séð ein- hvern úrdrátt úr handriti henn- ar og leist mjög vel á. Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um áður en ég gaf end- anlegt svar.“ - Hvað hugsaðir þú þegar þú last handritið í fyrsta sinn? „Mér fannst þetta alveg þrælspennandi en mér fannst líka viss hætta fólgin í því. Þetta eru þrjár sögur sem renna samhliða en með því að lesa bara handritið getur maður ekki séð inn í höfuðið á Kristínu, hvað hún er að hugsa myndrænt og hvernig hún ætlar að láta þessar sög- ur skila sér og láta þær tengj- ast. Þá meina ég þessar tvær sögur í Straumfirði og svo það sem gerist um borð í Po- urquoi Pas? Mér finnst, eftir að hafa séð myndina, að það hafi tekist afbragðs vel.“ - Hvernig leist þér á hlut- verkið þitt svona í byrjun? „Alveg ágætlega og mér fannst þessi tvískipting per- sónunnar mjög spennandi - hvernig stelpan í gegnum gáfu sína eða hugmyndaflug skapar þessa persónu á fjórtándu öld. Afinn þarna árið 1936 er svolítið hranalegur og hún gerir hann síðan að nokk- urs konar seiðkarli á miðöld- um." - Hvernig myndir þú sjálfur skilgreina hlutverkin þín í myndinni? sem hvíli yfir staðnum. Hans útgangspunktur er meira nátt- úran sem honum finnst vera ansi óblíð og eins og hann segir: „Þetta logn veit ekki á gott.“ Karlinn á fjórtándu öld er ekki heldur bjartsýnismaður. Þannig hjálpa báðar þessar persónur til við að ýta undir þá magnþrungnu stemmningu sem ríkir á báðum þessum tímabilum og einnig þá tilfinn- ingu að eitthvað skelfilegt eigi eftir að gerast. Mér finnast þessir tveir karakterar miklir gerendur í verkinu. Þeir viðhalda þessari öldu - að eitthvað miður gott sé í aðsigi. Einhverja þurfti Kristín að hafa til að spila á þessa trommu sem undirbýr skelfingarnar." - Hefur þú sjálfur trú á að það hvíli bölvun á einhverjum stöðum og að álög geti tekið í taumana? „Ég hef nú ekki lifað sam- kvæmt þeirri trú en auðvitað stendur maður frammi fyrir því að stundum gerist eitthvað sem maður afgreiðir sem til- Helgi Skúlason í hlutverki sfnu f Hafinu í Þjóöleikhúsinu. „Þessi karl 1936 er vægast sagt ekki bjartsýnismaður og hefur stór orð um að allt sé að fara til andskotans þó að hann, vel að merkja, vilji ekki taka undir með ömmunni sem ýjar alltaf að þessari bölvun viljun en er samt of ótrúlegt til þess að allt geti verið tilviljun. Einhver hlekkur er maður kannski í stórri keðju - maður er sennilega ekki alveg einn. Ég veit samt ekki hversu æskilegt er að lifa með það 12 VIKAN 20. TBL, 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.