Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 14

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 14
SVO A JORÐU SEM A HIMNI VALDIAMR ÖRN: FÆSVIMA- TILFINNINGU ÞEGAR EG HUGSA UM ÞETTA ATRIÐI - Hvernig stóð á því að þú iékst í þessari mynd? „Kristín talaði við mig fljót- lega eftir að hún var búin að skrifa handritið og þá var ég að vinna með manninum hennar, Sigurði Pálssyni, að sjónvarpsleikritinu Nóttin, já nóttin og þar lékum við Tinna Gunnlaugsdóttir saman. Ég var kallaður á fund þeirra hjóna, við lásum handritið yfir saman og mér leist strax mjög vel á það, fannst það spenn- andi. Svo liðu tvö ár þar til hún var búin að fá peninga til að gera þetta." - Hvað fannst þér um handritið eftir að þú varst bú- inn að lesa það í fyrsta sinn? „Mér fannst þetta flókin saga og ég skynjaði að það þurfti meira en almenna skyn- semi til að koma þessu til skila en þessi saga gekk upp. Það var gríðarlega mikil á- skorun í þessu hlutverki og þá sérstaklega í því að leika þessar tvær persónur. Kannski gera sér ekki allir grein fyrir þvf, þar sem þetta er ekki aðalhlutverk og er að mínu mati aðeins stuðnings- hlutverk á báðum tímabilun- um, að þetta er í rauninni sama persónan. Annars veg- ar er þessi maður árið 1936 sem er svolítið kúgaður, nið- urbeygður í kreppunni. Það er farið dálítið illa með hann og það er einhvern veginn nokk- urs konar skipbrot. Hins vegar er það nákvæmlega sami maðurinn, með nákvæmlega sama orkuflæðið í líkamanum en situr bara við annað borð og því verða hans örlög önnur og það er það sem mér fannst áhugavert að glíma við. Þeir eru í rauninn eins og spegil- mynd hvor af öðrum og snú- ast í kringum nákvæmlega sama ásinn. Stundum er verið að tala um að það sé ekki neinn munur á þeim og það er held- ur enginn munur á þeim. Þetta er sami maðurinn sem lendir í mismunandi aðstæð- um. Að koma því til skila er mjög flókið og í rauninni gerir maður það ekki. Myndin gengur heldur ekkert endilega út á það. Það er bara eins og aukavinna hjá manni sjálfum. Mér finnst ég ekki geta rétt- lætt að ég sé í tveimur hlut- verkum nema ég geti fundið einhvern flöt á því og hvaða tilgangi það þjóni. Það er ekki bara verið að tvöfalda eins og í leikhúsi þar sem einhver leikari fær að leika tvö hlut- verk bara að gamni sínu. í svona tilfellum er einhver á- stæða að baki. í þessu tilfelli er verið að segja þann sann- leika um manneskjuna að ég gæti verið þú og þú gætir ver- ið ég - ef við værum hvor í Valdimar ásamt Hjalta Rögn- valdssyni á sviöi Borgarleik- hússins. annars aðstæðum. Þetta fannst mér ofsalega spennandi - þennan flöt sá ég ekki strax. Svo þegar ég fór að gera mór grein fyrir að það var af einhverju sem Kristín vildi fá mig og hin til að leika bæði þessi hlutverk þá fannst mér mjög spennandi að finna út af hverju það var og reyna að koma því til skila.“ RÍÐA-BÚIÐ-BLESS HLUTVERK „Ég hef heyrt að það sé ekki nógu mikill kraftur í þessum elskhuga, en af hverju horfir gagnrýnandinn ekki á þetta í samhengi? Sagt er að ég noti ekki þann kraft sem ég hef yfir að ráða, en af hverju nota ég ekki þann kraft? Þó ég leggi það ekki í vana minn að svara gagnrýni get ég ekki stillt mig um það í þessu tilfelli. Svarið er einfalt. Ég get að sjálfsögðu notað þennan kraft ef ég vil en mér fannst það ekki passa því ég vil hafa þessar persónur svipaðar. Aðalathyglin er í sjálfu sér ekkert á þessari persónu og svipuðum persónum í mynd- inni, þær eru aðeins til stuðn- ings. Þessi elskhugi, sem ég leik á fjórtándu öld, hefur að mörgu leyti ekki mikið vægi í frásögninni og því er mjög fljótt farið yfir sögu. í mínum huga er kannski of fljótt farið yfir sögu þar sem mér finnst ég jafnvel ekki fá nógu mikið svigrúm til að koma samsvör- un hans við hina persónuna til skila. Því virkar þetta kannski eins og eitthvert ríða-búið- bless hlutverk. Ef maður ætlar að fá að leika sinn hluta til enda verður tónverkið að vera svolítið lengra. Maður getur ekki leikið heilt tónverk aðeins með fáeinum stefjum. Mér fannst þrátt fyrir allt þetta vera mikil áskorun fyrir mig.“ - Hvers konar mynd finnst þérþetta vera? „Mér finnst þetta vera mjög persónuleg túlkun á því hvernig örlög eru áfram örlög. Þetta er svona dýpri skilning- ur á því hvað snýr örlög mannanna saman. Þetta er ekki einfaldlega viðbragð og svar heldur hefur þetta við- bragð áhrif langt fram í fram- tíðina. Það er ekki bara tilvilj- un sem ræður hlutunum og mér finnst þessi mynd fjalla mikið um það. Mér finnst hún ( heild taka á hinu innra sam- hengi hlutanna og vera óður til dýptarinnar." - Hvað finnst þér standa upp úr í sambandi við gerð þessarar myndar? „Fyrir utan hversu frábært var að vinna með Kristínu finnst mér það standa upp úr hversu sérkennilega persónu- leg myndin er. Það sem mér finnst vera mikilvægast í ís- lenskri kvikmyndagerð er hve leikstjórinn þorir að vera per- sónulegur í túlkun sinni á sög- unni. Það heillaði mig hvað mest við þessa rnynd." - Hvað um tæknilegu hlið- ina? 14VIKAN 20.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.