Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 15

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 15
„Ég man ekki hvaða mynd ég sá - það var einhver af þessum nýlegu dönsku slór- myndum þar sem sýnt er strand - og ég verð að segja að ég hló að því. Fyrir utan að vera íslendingur sem býr í nálægð við sjóinn er ég búinn að sigla í kringum landið á lít- illi seglskel og veit hvernig hafið getur orðið. Að geta skilað frá sér sjó- slysi þannig að maður trúi því er alveg frábært. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert og maður kemst ekki nær raunveruleikanum. Einnig er fullt af gullfallegum og hár- fínum atriðum í þessari mynd. Nefna má sem dæmi þegar franska skipið á að leggjast að bryggju í Reykjavík. Auð- vitað er ekki til nein svona gömul Reykjavík en það mál var leyst frábærlega skemmti- lega og mér fannst það mjög heillandi." SIFJASPELL KOMU UPP f HUGANNi - Hvernig fannst þér að vinna með Álfrúnu? „Mér fannst mjög gaman að vinna með þessari stelpu. Við náðum einhverju sambandi á ofsalega eðlilegum nótum. Við urðum góðir vinir og ég held að það skili sér vel í myndinni. í allri þessari umræðu um sifjaspell og þess háttar mál finnst mér mjög gott að það sé hægt að setja upp á tjald einlæga vináttu tveggja aðila sem þessara. Við spáðum töluvert í þetta atriði og vorum að velta fyrir okkur hvort einhver hætta væri á því að fólk færi að velta einhverju svona fyrir sér en komumst að þeirri niður- stöðu að það gæti ekki verið, enda hefur maður það aldrei á tilfinningunni þegar maður horfir á myndina. Mér finnst þessi mál um sifjaspell ein þau hræðileg- ustu sem maður getur hugsað sér en maður má ekki láta þau hafa áhrif á samband sitt við barnið sitt eða önnur börn. Það finnst mér álíka hræði- legt." - Er einhver af þínum sen- um í uppáhaldi? Valdimar hugsar sig lengi um. „Mér finnst alltaf vænt um þá senu sem gerist í kjallaran- um þegar ég er að lesa fyrir hana sögu á meðan hún er i baðinu og einnig situr eftir í huganum senan milli mín og Tinnu þarna á fjórtándu öld- inni þar sem við höngum utan í bjarginu. Ég er ekkert sér- lega lofthræddur maður og mér leið alveg ágætiega á meðan við vorum að leika en síðan fæ ég svimatilfinningu í hvert einasta skipti sem ég hugsa um þetta atriði, hvernig við veltumst þarna um í mikl- um ham á bjargbrúninni. Þarna eru um sextíu metrar niður og við vorum gjörsam- lega á brúninni. Það var ekk- ert „feik" í þessu. í endurminningunni finnst mér ég hafa verið ansi nálægt því að hrapa þarna niður í grjótið i fjörunni og meðal annars þess vegna lifir þessi sena einna sterkast í hugan- um. Það situr líka í mér hvernig náttúran á öllum töku- stöðunum gagntók mig og hvernig birtan breyttist og gjörbylti öllu umhverfinu." - Ég heyrði að þú hefðir næstum drukknað í einn sen- unni. Er það rétt? „Já, það má eiginlega segja það. Það var í senunni þar sem ég hljóp á stigann og var að bjarga þessum Frans- manni ef björgun skyldi kalla. Við björguðum eiginlega hvor öðrum þarna á þurrt þrátt fyrir að hann ætti að vera meðvit- undarlaus í myndinni. Það sem gerðist var að rosaleg alda kom inn í víkina, stærri alda hafði ekki komið þarna inn áður meðan á tök- unum stóð. Þegar hún ríður yfir fer gjörsamlega allt á flot. Frakkinn var alveg örugglega yfir hundrað kíló í blautum ull- arfötunum, blautbúningnum og öllu saman, þannig að það segir sig sjálft að maður kippir ekkert slíkum manni upp á öxlina í hálu grjótinu. Aðstoð- arleikstjórinn, sem átti að bjarga okkur ef við skyldum fljóta á haf út, flaut inn i mynd því það var eins og heil sund- laug sturtaðist þarna yfir okk- ur á svipstundu. Við flutum þarna um allt og björguðumst á þurrt fyrir náð og miskunn almættisins, sem hefur vafa- laust fundist að við þyrftum alla vega að fá að klára þessa mynd. Það má því segja að maður hafi næstum því hrapað fyrir björg og allt að því drukknað í þessari mynd en allt var þetta gert af fyllstu væntumþykju. Maður skilur leikstjórann vel þegar hann vill ekki láta mann gera suma hluti því það væri ansi stór biti að kyngja ef maður dræpist og hann þyrfti að taka alla myndina upp á nýtt. Ég hef samt gaman af því að tefla á tæpasta vað og gera ýmislegt bíræfið eins og til dæmis að þvælast um á mótorhjóli. Ég hef oftar en einu sinni rúllað af þvi og eng- inn skilið í því hvernig ég fór að því að standa upp aftur." VINNA MEÐ SKÓFLU EÐA LOFTPRESSU „Að visu er maður farinn að róast í kringum kúluna á kon- unni sinni því maður hefur það á tilfinningunni að einhver þurfi á manni að halda og fer því hægar [ sakirnar." - Hvernig var að leika á móti Tinnu? „Henni er hægt að lýsa með því að segja að hún sé margræð. Það er ekki allt sem sýnist í sambandi við hana Tinnu. Það er mjög margt sem gerist hjá henni í einu. Hún er dularfull og spennandi. Hún er frænka konunnar minnar og það er ótrúlegt að í fyrsta sinn í þessari mynd hef ég tekið eftir því að hún líktist konunni minni æ meir eftir því sem á leið.“ - Það hefur þá verið auð- veldara fyrir þig að leika þess- ar ástarsenur? „Já, það var sko enginn vandi að leika þessar ástarsen- ur,“ segir Valdimar og hlær. „Tinna er fagmanneskja fram í fingurgóma og það eru aldrei nein vandræði að leika á móti henni.“ - Nú hefur þú bæði leikið mikið í kvikmyndum og á sviði. í hvaða hlutföllum myndirðu vilja hafa þessa vinnu efþú mættir ráða? „Ef ég mætti ráða myndi ég vilja fá svona þriðja hvern dag kvikmyndahandrit sem ég gæti lesið yfir og tekið á- kvörðun um hvort ég vildi leika í mynd- inni eða ekki. Síðan vildi ég leika í bíó- myndum lung- ann úr árinu, ýmis hlutverk sem ég hefði valið úr tugum kvikmynda- handrita. Þess á milli væri ég að leika veru- lega góð og krefjandi hlutverk í leikhúsi, svona tvö til þrjú á ári,“ segir Valdimar og hlær prakkaralega. - Hver er að þínu mati munurinn á þessum tveimur miðlum? „Kvikmyndavélin krefst miklu nákvæmari vinnubragða en sviðið og leikurinn er á miklu fínni nótum, eins og til dæmis einhverjum litlum and- litshreyfingum. Ef maður hreyfir augun um einhverja millímetra þýðir það einhvern helling á tjaldinu. Á móti kem- ur að maður er ekki að leika í samfellu, ekki í réttri tímaröð. Það þarf því bæði mikla reynslu og yfirsýn til að gera þessu góð skil, ásamt góðum undirbúningi. Mér finnst maður fá miklu heilsteyptari upplifun í leik- AST, ORLOG, DULUÐ, DAUÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.