Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 16

Vikan - 01.10.1992, Side 16
SVO A JORÐU SEM A HIMNI húsinu, sérstaklega í þessum yfirg ripsmeiri hlutverkum. Maður gengur í gegnum ein- hverja ákveðna eldskírn og kemur oft annar maður út úr leikhúsinu en maður fór inn í það. Það tekur oft nokkun tíma að ná sér niður. í kvik- myndinni er allan þann tíma sem tökur standa yfir verið í einhverjum ákveðnum sál- rænum fasa þannig að það er ekki eins mikil útrás sem maður fær á stuttum tíma. Þetta er oft á tíðum svipaður munur og á því að vinna með skóflu eða loftpressu. í grunn- inn er samt viðhorfið, sem maður þarf að hafa til vinn- unnar, það sama.“ - Þér finnst sem sagt meira gaman að leika íkvikmyndum? „Já, kannski er það vegna þess að mér finnst ég hafa fengið fleiri tækifæri í kvik- myndum en leikhúsi. Þó að það sé skrítið að segja það þá er eins og kvikmyndirnar hafi verið traustari atvinnugrund- völlur fyrir mig fram að þessu. Kannski er það líka vegna þess að maður veit að verið er að skilja eitthvað eftir sig því þessar filmur verða til eftir að maður er dauður. Þó er ekkert sem gefur eins mikið og hefur eins mikil áhrif á sálartetrið og góð leiksýning. Það er eins og maður fái ein- hverja svakalega sprautu í sig. Hún gefur alveg rosalegt kikk.“ BÓNA SKÚTUR FYRIR RÍKA KARLA - Hvað erá döfinni hjá þér? „Við erum að fara að eign- ast barn, vonandi núna rétt fyrir jólin. Það er að sjálf- sögðu einn stærsti viðburður lífs míns. Þá er heilmikið að gera hjá mér í leikhúsinu fram að áramótum og reyndar eftir áramót einnig. Við stefnum á að flytja út næsta haust þvf okkur langar til að víkka sjóndeildarhring- inn og breyta aðeins til. Enn sem komið er stefnum við á vesturströnd Bandarfkjanna. Maður reynir að sjálfsögðu að fá einhverja vinnu og konuna mína, Ásdísi Sigurðardóttur, langar til að fara í nám. Kannski reyni ég fyrir mér í einhverjum kvikmyndum eða öðru álíka, án þess að ég sé að setja það eitthvað á odd- inn. Það getur alveg eins verið að maður sitji bara á götunni með gítarinn og opinn kass- ann eða að fari að bóna skút- ur fyrir einhverja ríka karla. Mig langar til að gefa út aðra plötu og svo og svo og svo... ,og má því segja að ég sé op- inn fyrir öllum möguleikum.“ TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR: GEKK NÆR MER SEM LEIKKONU EN Ai.LT ANNAÐ SEM EG HEF, TEKIÐ ÞATTI 1 6 VIKAN 20. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.