Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 17

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 17
Tinna Gunnlaugsdóttir í hlut- verki Ritu sem gengur menntaveginn i Þjóóleikhús- inu. - Hvernig kom þaö til aö þú lékst í þessari mynd? „Þaö var nú þannig að Kristín talaði við mig fyrir nokkrum árum og orðaði að hún væri að skrifa kvikmynda- handrit sem hún vildi gjarnan sýna mér við tækifæri ef ég hefði áhuga. Hún sagði mér í stuttu máli frá hugmyndum sínum að verkinu. Þegar í Ijós kom að hún gæti fjármagnað myndina hafði hún aftur sam- band við mig og kom til mín handriti." - Hvernig leist þér á hand- ritiö þegarþú sást þaö í fyrsta sinn? „Mér fannst það ótrúlega spennandi. Sagan er í heild mðgnuð og heillandi. Kristín fléttar saman ólíka þræði af smekkvísi og listfengi. Sjóslysið sjálft er eins og ó- veðursský sem hangir yfir, það er ógn og dauði í loftinu en það er ekki fyrr en undir lok myndarinnar sem þræðirn- ir tengjast og niðurstaða fæst. Þetta er flókin saga sem um leið er barnslega einföld og falleg. Lítil stúlka hrífur með sér móður sína, fóstra, afa og ömmu í tímaferðalag aftur í aldir. Móðir hennar, Ingibjörg, verður að galdrakonunni Höllu, fóstri hennar að ást- manni Höllu og afinn að járn- gerðarmanninum Símoni. Ég fer með hlutverk Ingibjargar og Höllu." - Hvernig eru þessar tvær persónur sem þú lékst? „Það er gaman fyrir leikara að fá tækifæri til að takast á við tvær hliðar á „sömu“ per- sónunni. Halla er hamslaus miðaldakona sem sættir sig ekki við annað en að veröldin lúti hennar viija en nútimakon- an Ingibjörg er löngu búin að sætta sig við að hún hefur ekk- ert með örlögin að gera. Hún vill bara lifa af og gera það besta úr því sem hún hefur.“ - Hefur þú trú á aö örlögin séu ákveöin fyrirfram? „Við fæðumst inn í ákveðið samhengi í þessu Iffi, með mismunandi hæfileika og við mismunandi aðstæður. Ég trúi því að það sé mikið undir því komið hvernig við vinnum úr möguleikum okkar hvernig hamingja okkar verður. Auð- vita getur maður storkað ör- lögunum ef maður gengur þvert á allt og alla.“ - Hvernig skilgreinir þú þessa mynd? Hvers konar mynd er þetta? „Eins og hún birtist mér á skerminum er þetta stórmynd. Þetta er dramatísk mynd, ör- lagasaga þar sem stór og mikill harmleikur gerist en um leið eru dregnir upp sterkir manneskjulegir þættir." - Hvaö finnst þér standa upp úr viö þessa mynd? „í mínum huga er hún bæði einstök og sérstök. Hún er brot af lífi mínu, lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Þessi mynd gekk ef til vill nær mér sem leikkonu en flest annað sem ég hef tekið þátt í. Það er auðveldara að gera hversdagslega hluti trú- verðuga. Því fjær sem hlut- verkiö er daglega lífinu því erfiðara er aö gera það satt og trúverðugt." - Áttu margt sameiginlegt meö þessum persónum sem þú leikur? „Já. Hver einasta mann- eskja er svo óskaþlega marg- brotin og ég held að við höf- um öll í okkur þessa mismun- andi þætti. Fyrir leikarann er það spurningin um að finna það í sér sem á við persón- una, laða það fram og hlúa að því.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.