Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 18

Vikan - 01.10.1992, Side 18
SVO A JORÐU SEM A HIMNI sem var fremst á tökuplaninu, átti að byrja á. Einhverra hluta vegna var því breytt og henni frestað aftur fyrir allt. Raunin varð sú að við vorum að taka þessa senu í byrjun október, hitastig komið niður fyrir frost- mark og jörðin hrímuð. Það var til lítils að láta það trufla sig. Við Valdimar Örn vorum að veltast þarna í tvo daga í nákulda í „eldheitri" ástar- senu. Blekkingarmáttur kvikmynd- arinnar er mikill. Um leið og linsan nemur smæstu smáat- riði er hún ónæm á grundvall- aratriði eins og hita og kulda, jafnvel rigning sést ekki nema í úrhelli. Eitt af því sem er svo lær- dómsríkt við að leika í kvik- mynd er að maður getur séð afraksturinn. Hægt er að sitja úti í sal eins og hver annar á- horfandi og gleyma sér við að horfa á kvikmynd sem maður hefur sjálfur tekið þátt í að skapa, detta inn í atburðarás- ina. Þetta er aldrei hægt í leik- húsi. Stundum hvarflar að manni að það væri gaman að geta stokkið út í sal og horft á eins og eina sýningu á leikriti sem maður leikur í en það er auðvitað aldrei hægt svo maður „missir" ævinlega af þeim sýningum sem maður tekur sjálfur þátt í.“ FRUMSÝNING ÓTRÚLEGA STRESSANDI „Frumsýning á kvikmynd er ó- trúlega stressandi. Halda mætti að hægt væri að sitja rólegur úti í sal eftir að hafa lokið sínu verki af en það er eins og hver taug sé þanin. Sennilega er hver og einn harðasti gagnrýnandinn á sjálfan sig en maður á það bara við sjálfan sig og reynir stöðugt að læra af reynsl- unni.“ - Nú hefur þú mjög mikla reynslu bæði í kvikmyndum og leikhúsi. í hvernig hlutföll- um vildir þú hafa þessa vinnu efþú mættirráða? „Mér finnst ég hafa verið óskaplega heppin að hafa verið í þeirri aðstöðu að fá að gera hvort tveggja. Það er gaman að leika á sviði fyrir framan áhorfendur. Hvert ein- stakt augnablik er nýtt og ör- lítið öðruvísi frá kvöldi til kvölds. Æfingatímabil ( leikhúsi er oft mjög spennandi og skemmtilegt flæði hugmynda og tilrauna. Allt er margprófað og síðan endanlega fest í á- kveðinn farveg sem þá stend- ur sem lærð leiksýning. Allt er - Var erfitt að finna þessa þætti í sjálfri þér? „Þegar ég las handritið fannst mér ég skilja bæði Höllu og Ingibjörgu eins og maður skilur og getur sett sig inn í hugsanaferli söguper- sóna í bók sem maður les - en það er annað í orði en á borði því skilningurinn verður að koma innan frá, vera lifað- urfrá innstu hjartarótum." hún beðið og þjáðst af ástar- þrá enda snúast vopnin f höndunum á henni og hennar bíður ekkert annað en að far- ast. Halla er þjóðsagnaper- sóna en engin venjuleg kona.“ - Varst þú sammála Höllu? „Já, út frá hennar forsend- um.“ - Fannst þér þetta réttlátar kröfur? „Auðvitað eru þetta ekki ▼ „Halla er hamslaus miöalda- kona sem sættir sig ekki vió annaó en aó veröldin lúti hennar vilja." ENGIN VENJULEG KONA - Hvor fannst þér vera nærþér? „Þær eru mis- jafnlega nálægt mismunandi þátt- um í mínum per- sónuleika. Þar sem sama leik- konan leikur þær báðar er að sjálf- sögðu sett mjög sterkt samasem- merki á milli þeirra. Fyrir mig var viðfangsefnið að gera þær ólíkar þannig að áhorf- endur fengju mis- munandi tilfinn- ingu fyrir þeim. Ingibjörg hlýtur að vera ásættan- legri. Við skiljum hana og getum auðveldlega sett okkur í hennar spor. Halla er aftur á móti aftan úr grárri forneskju og það er erfiðara að samþykkja að svona hagi nokkur manneskja sér. Halla er fórnarlamb ástríðna sinna, hún fórnar öllu fyrir ástina. Heift hennar er slík að hún vill heldur sjá ástmann sinn dauðan en að hann yfirgefi . hana aftur. Halla er líka aumkunarverð. í átta ár hefur réttlátar kröfur. Það getur enginn farið fram á að veröld- in svo að segja lúti hans vilja. Samt er hægt að dást að því fólki sem hefur þann karakter til að bera að trúa á það.“ - Hvað stendur eftir í hug- anum að þessu verki loknu? ^„Spennandi og mjög skemmtilegt samstarf við leik- stjórann og handritshöfund- inn, Kristínu Jóhannesdóttur, samstarf sem mér fannst all- „Þeim hefur tekist að vera með mjög gott fagfólk á öllum póstum. Mig langar sérstak- lega til að minnast á kvik- myndatökuna sem er gullfal- leg, tónlistin frábær og tækni- vinnan öll með ágætum.“ - Hvaða senur finnst þér eftirminnilegastar? „Það er ef til vill helst senan milli ástmannsins og Höllu á bjargbrúninni og þá fyrir þær sakir að þetta var sú sena an tímann byggjast á gagn- kvæmu trausti. Kristín hafði mjög ákveðna og nákvæma mynd af þessum konum í huganum og hún treysti mér til þess að líkamna þá mynd. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu ævintýri." - Hvað finnst þér um tækni- legt umfang þessarar mynd- ar? 4 í hlut- verki Ingi- bjargar í „Svo á jöröu sem á himni." 18VIKAN 20.TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.