Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 19

Vikan - 01.10.1992, Side 19
lært og munað, setningar, hreyfingar og ekki síst þær hugsanir sem aö baki liggja hverju einstöku orði, hverri einstakri hreyfingu. Það er erfitt og þarf oft mikiö úthald og einbeitingu til að standa undir stóru hlutverki í heilli leiksýningu. Stressið við kvikmyndaleik er að halda yfirsýninni og spennunni - að geta dottið inn í að túlka afmarkað, lítið atriði sem er ekki kvikmyndað fyrr en nokkrum vikum síðar. í kvikmynd er lítil frumsýn- ing á hverjum degi en auðvit- að er hægt að henda hlutum og endurtaka ef þeir koma einhvern veginn ekki út eins og til var ætlast.” - Hvort finnst þér meira heillandi aö starfa við? „Mér finnst bara óskaplega gaman að vera leikari, hvort sem það er í kvikmynd eða á sviði. Að skapa persónur, lifa sig inn í tilfinningalíf og reynsluheim annars fólks, gera það skilyrðislaust að sínu, elska það og verja og vita um leið um alla veikleik- ana finnst mér mjög heillandi starf.” - Hvernig var samstarfiö viö Álfrúnu? „Það var alveg frábært. Hún er alveg einstaklega dug- leg lítil kona og hæfileikarík. Kannski eru börn bestu leikar- arnir. Þau eru opin, einlæg og falleg. Alla vega þarf góður leikari að varðveita vel „barn- ið“ í sér.“ FANN5T ÉG MIKIL HETJA - Manstu eftir einhverjum skemmtilegum atvikum frá kvikmyndatökunni? „Já, já, en skondnar sögur eru ekki mín sterkasta hlið. Ég ætla í staðinn að segja þér litla reynslusögu. Viö vorum að undirbúa senu þar sem Halla er að seiða til sín ást- mann sinn og hendir sér að endingu í sjóinn. Þessa senu átti að taka í Ijósaskiptunum. Eitthvaö dróst undirbúningur- inn og allir vissu að það var I oröið ansi tvísýnt með birtuna. Samt var ákveðið að láta slag standa og senan filmuð. Ég henti mér í ískalt Atlantshafið og lét ölduna flæða yfir mig I eins og mælt hafði veriö fyrir um. Mér fannst ég vera mikil hetja þegar ég reis upp úr J sjónum, gekk á land og hugs- aði með mér: „Fínt, þá er þetta búiðl" Það kom hins vegar í Ijós, þegar filman kom úr framköllun nokkrum dögum síðar, að birtan hafði verið orðin of lítil þannig að taka þurfti þetta atriðið aftur. Það skrítna var þó að seinni takan var miklu minna mál fyrir mig af því að ég vissi að hverju ég gekk." - Þú hefur leikið í aragrúa af kvikmyndum fyrir utan sjón- varpsþætti. Hvaö eru þær orönar margar? „Ekki kannski aragrúa en nokkuð mörgum á íslenskan mælikvarða. Ég hef tekið þátt ( þessu íslenska „kvikmynda- vori“ svo að segja frá upphafi, bæði sem leikari og aðstoðar- leikstjóri. Ég lít svo á að það sé ennþá vor, það er ekki komið sumar. Við erum ekki komin á það stig að geta sagt að við höfum einhvern alvöru kvikmyndaiðnað hér á landi. Ekki svo að skilja að við höf- um ekki gert margar ótrúlega góðar myndir sem meðal ann- ars hafa fengið tilnefningar, verðlaun og mikla athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Ef íslensk kvikmyndagerð hefði alvöru bakhjarl, ef við hefðum aðgang að dreifikerf- um og markaði, þá liti dæmið öðruvísi út vegna þess að metnað skortir ekki í íslenska kvikmyndagerð." AÐ LEIKA NAKIN - Nú hefur þú ekki oft sést mjög fákiædd, hvorki í kvik- myndum eöa á sviöi. Var það einhver sérstök ákvöröun aö koma fram nakin í þessari mynd? „Ég hef reyndar komið fram bæði fáklædd og nakin á leik- sviði. Slíkt er alltaf ákvörðun leikstjóra. Ef forsendurnar eru nægilega sterkar getur verið réttmætt að fara fram á að leikari afklæöi sig. Og ef leik- ari á annað borð tekur að sér hlutverk gengst hann inn á alla þætti þess. Það þýðir ekki að segja „Nei, því miður" þeg- ar á hólminn er komið - ekki ef það er vitað og samþykkt fyrirfram að svona eigi senan að vera.“ - Viö hvaö ertu aö starfa núna? „Við erum að undirbúa sýn- ingar á leikritinu Ríta gengur menntaveginn á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Þetta er tveggja manna leikrit eftir Willy Russel en kvikmynd byggð á þessu leikriti var mjög vinsæl fyrir nokkrum árum, Educating Rita. Frum- sýning verður f byrjun októ- ber. Arnar Jónsson leikur á móti mér í þessu verki. Þetta er bráðfyndið leikrit sem gam- an er að takast á við,“ segir Tinna að lokum. □ VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: A ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? REYKJAVÍKURVEGI 64 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 652620 • HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum i þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. Þjáist þú af — vðövabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka, gigt, tognun eöa viltu bara grennast. Trlmm-form geturhjálpaö Bjóöum einn prufutíma. SNYRTISTOFA ÁRBÆJAR ROFABÆ 39 SÍMI 68 93 10 HflRGHEIOSLUSTOFR HÖLLU MflGHUSDOTTUR HIDLEITI7 * Síhl BS55B2 Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir, Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir. 20. TBL. 1992 VIKAN 19 i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.