Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 20

Vikan - 01.10.1992, Side 20
MAKE-UP FOR VALDÍS HEIÐRÚN ANNA FORÐUN: LINA RUT HJA FÖRÐUNARMEISTARANUM BORGARKRINGLUNNI HÁRGR.: GRÍMA, HÁR EXPÓ & LINDA B. ÓMARS- DÓTTIR, JÓA & FÉLÖGUM HATTUR: RÓSI FATNAÐUR: SAUTJÁN LJÓSM,: GÚSTAF GUÐMUNDSSON TEXTI: HELGA MÖLLER Hálfsysturnar Valdísi og Heiðrúnu Önnu þekkja sjálfsagt margir. Valdís, sem er fjórtán ára, kom, sá og sigraði í Ford-fyr- irsætukeppninni snemma á þessu ári og stóra systir hennar, Heiðrún Anna, nítján ára, varð í öðru sæti í fegurðarsam- keppni íslands síðastliðið vor. Þær leggja okkur lið við stakka- skiptin að þessu sinni. Línu Rut fannst spennandi að farða systurn- ar því hún taldi sig geta gert meira fyrir þær í förðun heldur en þegar hefur verið gert svo þær nytu sín til fulls á myndunum. „Það er heilmikil kúnst að draga fram það fallegasta í hverju andliti og hylja það sem miður er,“ sagði Lína Rut. Nú sem fyrr notaði hún farða og liti frá MAKE-UP FOREVER við störf sín. Eftir að hafa skoðað meðfylgj- andi myndir er ekki að sjá að neitt hafi þurft að hylja en því er ekki að neita að með förðuninni hefur Línu Rut sannarlega tekist að gera andlits- fegurð systranna ótvíræða. Litirnir, sem Lína Rut valdi á Valdísi (með hattinn), eru í brúnum tón- um en bleikirog vínrauðir litir eru ráðandi í snyrt- ingu Heiðrúnar Önnu. Á mynd- inni (efnisyfirlit- inu, þar sem systurnar eru saman, notaði Lína Rut brúna liti (snyrtingu beggja. Lesend- ur, sem vilja fá leiðbeiningar til að draga fram sitt fegursta og hylja það sem miður hefur farið, geta snúið sér til Förðunarmeistar- ans í Borgar- kringlunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.