Vikan


Vikan - 01.10.1992, Síða 23

Vikan - 01.10.1992, Síða 23
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Kæra Sigga. Það fer ekki milli mála að þér líður illa og þú ert ekki öfunds- verð af þessari stöðu. Ég les út úr bréfi þínu mikla þörf fyrir ást en jafnframt mikinn ótta við að verða hafnað. Þá fer örvæntingin ekki á milli mála. Þú ert líka í ansi lokaðri stöðu. Vafalaust finnst þér eins og þú sért ( gildru sem þú kemst ekki út úr. ÓFULLNÆGÐ ÁST Það skín út úr bréfi þinu að ástarþörf þinni er ekki full- nægt og hefur sennilega aldrei verið. Þú ert óörugg um rétt þinn til ástar og þorir ekki að líta svo á að þú eigir rétt á ást. Vanmetakennd þín á þessu sviði gerir það að verk- um að þú ert fyrirfram búin að dæma þig úr leik sem mann- eskju sem hægt sé að elska. Þér finnst með ólíkindum að nokkur hafi áhuga á þér og gefur slík skilaboð frá þér á ómeðvitaðan og ósýnilegan hátt. Þau skilaboð gera það að verkum að karlmenn geta upplifað þig fráhrindandi og þeim getur jafnvel virst hættu- legt að nálgast þig kynferðis- lega. Þeir óttast að tapa karl- mennsku sinni gagnvart þér. Hvað manninn þinn snertir giska ég á að þú hafir rétt fyrir þér með það að hann sæki ekki á þig vegna þess að hann vilji vera góður við þig. Sú góðsemi er þó veikleika- merki hjá honum. Hann er á vissan hátt einnig undirgefinn. Ég læt mér detta í hug að þetta viðhorf þitt - að þú sért ekki verð ástar - hafi gert það að verkum að þú hafir frá upphafi efast um að þú værir verð þess að njóta kynlífs. Ég vil þó taka fram að þetta eru vangaveltur mínar út frá til- tölulega stuttu bréfi þínu. LOKUÐ FJÖLSKYLDA Eins og þú lýsir fjölskyldu þinni geri ég ráð fyrir að þú hafir aldrei lært að tjá tilfinn- ingar þínar, sért lokuð sjálf og sért alltaf að vonast til að aðrir viti hvað það er sem þú vilt fá frá þeim. Á sama tíma efast þú um fétt til slíkra tilætlana og ert því hrædd við höfnun. Til að koma í veg fyrir að aðrir hafni þér gefurðu frá þér eins konar skiiaboð um að þú þurf- ir ekkert frá öðrum og færð þar af leiðandi ekki neitt. Aftur sami vítahringurinn. Af þessu leiðir að þú stendur alltaf ein gagnvart vandamálum þínum, treystir ekki öðrum fyrir sjálfri þér og finnst þú stanslaust vera að lenda í óyfirstíganleg- um erfiöleikum - lífið sé alltof erfitt. Þaðan kemur örvænt- ingin. ÞÚ VERÐUR AÐ TAKA ÁHÆTTU Þegar þú stendur frammi fyrir vandamálum leitar þú lausna en finnur jafnharðan ástæðu fyrir því að sérhver lausnar- leið, sem þér dettur í hug, sé ófær. Þú segir of oft: „Já, en...“ Ástæðan fyrir þessu er einungis kvíði gagnvart því að velja ranga leið eða ótti við höfnun. Svo lengi sem þú heldur þessu áfram munt þú stanslaust lenda í blindgötum. Staðan verður alltaf lokuð. Þú lokar henni sjálf með kvíða þínum. Þess vegna verður þú að taka þá áhættu að gera eitthvað, nokkurn veginn al- veg sama hvað, bara eitthvað annað en að gera ekki neitt. Hvað þetta vandamál þitt á- hrærir verður þú að taka þá á- hættu að ræða málið við manninn þinn og deila líðan þinni, kvíða, tilraunum til lausna, vonum og þrám gagn- vart kynlífi með honum. Þú verður að taka þá áhættu að hann hafi áhuga á þér og líð- an þinni og vilji vera þátttak- andi í því að aðstoða þig - eða að hann hafi engan á- huga á því. Fyrir þig er þetta mikið mál en hjá því verður ekki komist ef þú vilt brjótast út úr vítahringnum. ÓBEIT Á KYNLÍFI Slík óbeit á kynlífi, sem þú lýsir, er nokkuð djúpstæð og hefur hreiðrað þaö vel um sig að líklegt er að þið verðið að leita ykkur aðstoðar sérfræð- ings í kynlífsvandamálum. Hins vegar er nauðsynlegt fyr- ir ykkur að hefja skrefið með því að nálgast hvort annað til- finningalega. Það léttir ykkur einnig skrefið til sérfræðings- ins. Það er mikið verkefni aö takast á við þessa óbeit og gerir mikla kröfu um að þið raunverulega viljiö takast á við það og breyta því. Ég vona að ykkur gangi vel. Lífið, ástin og kynlífið er til að njóta þess, ekki bara að lifa það af. Sigtryggur. ^Rós ( Snyrlislofa A- snyrtiviiruverslun Engihjalla 8 (hús Kaupgarðs) 200 Kópavogi s: 40744 Alhliða snyrting - Litgreining Katrín Karlsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur H Á R I Ð HÁRSNYRTISTOFA OPIÐ: Mánud. og miðvikud. 9 - 20. Þriðjud. og fimmtud. 9-18. Föstud. 9- 19. Laugard. 10- 14. SÍMI44645 ENGIHJALLA 8 200 KÓPAVOGI Æ RAKARA- OG HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 S 22077 hArsnyrtistofan GRAÞDAVEGI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 107« afslatt við afhendingu þessa korts! Strípur i óllum litum — hárlitur — pcrmanent fyrir allar hárgerðir. Úrvals hársnyrtivórur. Opið á laugardógum. Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðsiumeistari Þuriður Hildur Halldórsdóttir hársnyrtir RAKARA- Sr mq/?£/ÐSMSTVFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK 20. TBL. 1992 VIKAN 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.