Vikan


Vikan - 01.10.1992, Page 27

Vikan - 01.10.1992, Page 27
aö geta leikið sjálfur. Kvikmyndaleikstjóri þarf svo til viðbótar mikla tæknilega þekkingu því það er hægt að eyðileggja svo margt ef ekki tekst að túlka hlutina almennilega á filmu. Þannig byggist kvikmyndagerðarnámið mikið á þessu tæknilega og fyrstu tvö árin fóru í þaö að maður fékk að kynnast öllum sviðum. Við sem vorum á leikstjórnarsviði skólans fengum að leikstýra miklu meira en aðrir. Síðan feng- um við verkleg námskeið með reyndum leik- stjórum, til dæmis Stephen Frears sem geröi Liaisons dangerous með John Malkowitz og Glenn Close. John Schlesinger var þarna líka en hann geröi til dæmis Marathon Man og ýmislegt fleira gott. Sá besti þarna er Mike Leigh. Hann er al- gjör snillingur og gerir mikiö með leikurunum. Til að mynda leggur hann mikla áherslu á að leikstjórar þurfi líka að æfa með leikurunum. Hann til dæmis æfir í marga mánuði áður en hann skrifar handritið. Þannig er hann kominn með atriðin áöur en textinn verður til og leikar- inn veit alveg hvað um er að ræða vegna þess að hann var með í því að búa atriðin til,“ segir Óskar. Hann hefur þarna tæpt aöeins á handritagerðinni en þaö var hluti af náminu ef menn höfðu áhuga á. Peninga til kvikmynda- gerðar fá nemendur hjá skólanum, vissa uþþ- hæð á ári. Þá gerði Óskar myndina SSL-25 sem fjallar um öryggissveit með hernaðarívafi sem starfaði í Reykjavík. Myndin var sýnd í Regnboganum og í sjónvarpi. Eftir að hann hafði afgreitt SSL-25 hófst hann handa við undirbúning og handritaskriftir að Sódómu Reykjavík. TVEIR SÓDÓMUMÁNUÐIR „Ég byrjaði á því fyrir þremur árum, lagði handritið fyrir Kvikmyndasjóð og fannst það vera bara tilbúið eftir tveggja mánaða skriftir. En ég var svo heppinn að fá handritsstyrk þannig að ég gat unnið það frekar og sé ekki eftir því,“ segir Óskar en fram til þess að hann fékk styrkinn hafði hann unnið við auglýsinga- gerð, hönnun á plötuumslögum og ýmislegt fleira. Hefur hann einhvern tímann veriö í fastri vinnu? „Nei, sennilega ekki - ekki lengur en í það mesta þrjá mánuði í senn á sama stað,“ svarar Óskar. Það ber á góma hvernig hann kom handrit- inu á framfæri. Hvernig nær hann framleið- andanum á sitt band? er spurningin en fram hefur komið í spjallinu og er skrásett hér með að lestur handrita er eitthvað það leiðinleg- asta sem Óskar tekur sér fyrir hendur, sér- staklega vegna þess hve mikið er af ýmiss konar tæknilýsingum og slíku í handritunum. Jón Ólafsson í Skífunni, framleiðandinn, virð- ist ekki hafa sett þetta fyrir sig. „Ég fór reynd- ar ekki til hans sjálfur meö handritið en hann sýndi því mikinn áhuga, jafnvel áður en ég fékk framleiðslustyrkinn.“ Og lagði hann í þetta mikla peninga? „Ja, aðallega aðstöðu og tengsl við hina og þessa. Auk þess er mjög þægilegt að þurfa ekki aö standa í þess- um málum sjálfur, til dæmis núna myndi ég ekki hafa snefil af tíma eða peningum til að kynna myndina. Ef svo væri myndi þetta allt saman falla um sjálft sig. Þess í stað þarf ég engar áhyggjur að hafa, hef bara lokiö mínu hlutverki." FERSKLEIKINN HORFINN Eins og hér hefur glögglega komið fram hefur Óskar Jónasson komið nokkuð víða við í fs- lenskri listsköpun, bæði á tjaldi og sviði - raunar víðast hvar. Hver telur hann að sé gæðastaðall íslenskra leikhúsa og kvik- mynda? „Ööö, mér finnst þetta svona upp og niður. í báðum þessum miðlum finnst mér gert alltof mikið sem á vantar herslumuninn. í bíó- myndum finnst mér ferskleikinn sem fylgdi Landi og sonum vera horfinn. Það er eins og kvikmyndagerðarbarn íslands hafi átt í miklum erfiðleikum með að stíga sitt annað skref. Menn sem hafa gert myndir vilja gera aðrar stærri og meiri, betri og dýrari. Markið hefur verið sett of hátt.“ Barn, segir hann. Hvað um yngstu börnin, Veggfóður og Sódómu Reykjavík? Hver er helstur munur á þessum myndum að mati höfundar Sódómunnar? „Veggfóður er að lýsa Reykjavík eins og Jonna og Júlla finnst hún vera en Sódóma er ævintýraheimur, fantasía, undirheimaklíkur og allir í henni eru svolítið svona ýktir. Myndin er samt í ágætum tengsl- um við raunveruleikann og að auki er þetta meiri grínmynd heldur en Veggfóðrið," segir Óskar og fram kemur að hann er ánægður við útkomuna. Hann segist sjá það sama á tjald- inu núna og hann sá í stöfunum á tölvuskján- um. Náði hann einhverju ekki fram sem hann vonaðist til í handritinu? „Jú, það er yfirleitt eitthvað sem næst ekki en ekki í þessari mynd. Ég hef lent í þessu í skólanum og það olli því að ég nennti ekki að klippa þá mynd til enda. Mér fannst aðalleikarinn þar gersam- lega hafa brugðist. Ég reyndi að klippa þetta en nennti því ekki, vildi ekki sjá einhverja málamyndaniðurstöðu.'1 Hvað hefði gerst ef þetta hefði komið upp við tökur á Sódómu? „Sko leikarinn er aldrei svo lélegur að hann geti ekki farið með textann sinn og þá hefði það endað á filmunni. Þarna væri þá farið með réttu orðin, leikarinn væri á réttum stað og kannski í réttum fötum en ekk- ert meira.“ Er vonlaust að búa til hundrað pró- sent pottþétta mynd eftir hugmyndum handrits- höfundar? er næsta sþurning sem Óskar fær því það skín svolítið í gegn hjá honum að hann þurfi stundum - og oft - að fara einhvern milli- veg, geti ekki verið einráður harðstjóri. „Maður þarf oft að varpa boltanum til leikarans og maður þarf að leggja mjög mikla áherslu á aö velja rétta fólkið til þess að leika. ÓFRAMFÆRINN LÚÐI Ég prófaði mjög marga stráka í aðalhlutverk- ið, stráka sem gætu aðlagast mínum hug- myndum. Björn Jörundur, sem ég þekkti ekk- ert en sá í Poppkorni í sjónvarpinu, er til dæmis alls ekki þessi týpa sem hann leikur í myndinni en persónan, sem hann leikur, er mjög óframfærinn lúði. Bjössi er ekki þannig en hann virtist gera þetta passlega kæruleys- islega, akkúrat eins og ég sá karakterinn í prufutökunum. Síðan getur Bjössi leikið mann sem er rétt innan við tvítugt og er svolítið inn- undir mömmu sinni ennþá, vinnur bara á verkstæðinu. Ef hann væri eldri, langt geng- inn þrítugt til dæmis, þá hefði þetta orðið af- brigðilegt, gæti aldrei gengið og þannig hefði þetta orðið einhver sálfræðileg vandamála- rnynd," svarar Óskar og við förum ekki nánar út í þessa viðkvæmu sálma heldur allt aðra handleggi, tökur og fleira. Nám hans berst í tal í þessu samhengi, fimm ára kvikmyndagerðarnám sem ekki margir íslendingar hafa að baki enn sem kom- ið er. Hvernig ættu menn að bæta kvikmynd- irnar? „Helst með því að gera smærri kvik- myndir, stuttmyndir til dæmis. Á þær virðist vera litið sem einhvers konar fhlaupavinnu miklu frekar en almennilega kvikmyndagerð sem er náttúrlega kolrangt. Ég held að það sé einmitt mjög gott og raunar einnig erfitt form vegna þess að maður þarf að búa til persónur og kynna þær á svo stuttum tíma, miklu styttri en í fullri lengd.“ Ætla menn sér um of með því að byrja á myndum í fullri lengd? „Ja, ég veit ekki. Það er ekki hægt að segja að ég hafi sjálfur setið auöum höndum eftir að ég kláraði skólann. Mönnum sem hafa gert lengri myndir finnst kannski að það sé auðveldara eftir því sem þeir gera fleiri," svarar Óskar og talið berst að löngum vinnslutíma. „Manni verður meö tímanum alveg sama um hluti undir lok tökutímabils, það verður ekki eins og í upphafi. Maður hefur séö mynd- ir sem teknar eru í tímaröð myndarinnar. Þær eru góðar í upphafi en fer hrakandi eftir því sem nær dregur endinum. Ég hef séð margar Leikgerö og leikmynd leikritsins Þrúgur reiöinnar vöktu gífurlega athygli. Óskar hélt sig vera aö gera einfalda hluti en þetta var þaö flóknasta sem leikhúsið hafði lent í. Hér má sjá KK og Þóreyju Sigþórsdóttur sem bæói fóru meó veigamikil hlutverk í sýningunni. Ljósmynd: Magnús Hjörleifsson 20.TBL. 1992 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.