Vikan


Vikan - 01.10.1992, Síða 33

Vikan - 01.10.1992, Síða 33
VIÐTAL VIÐ HÖRÐ ARNARSON BRUÐKAUPSFERÐ Eg kynntist honum fyrst þar sem hann kom gangandi upp þröngan stigann í húsakynnunum sem Bylgjan var í aö Snorrabraut 54 fyrir fimm árum. Ég var ung og hann eitthvað eldri en aldrei haföi ég séð annan eins töffara í svo támjóum skóm á svo skemmtilegum staö sem Bylgjan var á fyrstu árunum. Hann gekk fram hjá án þess aö heilsa og ég horfði en hann leit ekki einu sinni viö, ekki fyrr en seinna þegar ég komst aö því að drengurinn haföi hugrekki brjálæöings og húmorinn á réttum staö og viö urðum sam- starfsmenn þetta sumar í útvarpinu í lit. Höröur Arnarson er maður sem ekki fer troðnar slóöir. Svo ungur sem hann er hefur hann komiö víöa viö og látið marga drauma rætast. Enn á hann eftir aö rata í ævintýrin. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum viö Hamrahlíö hélt hann til Frakklands aö læra frönsku, varð módel í frístundum til þess að hafa ofan í sig og á, garöyrkjumaður, blaða- maður og nemi í fjölmiðlafræöum, sjónvarps- maöur og útvarpsmaður, brjálæðingur og nú fjármagnsfýr í frumskógi peningamannanna þar sem allt er leyfilegt og allir einir á báti. Hann er sölumaöur aö selja fólki hugmyndir sem geta borið góöan ávöxt fyrir fólk sem á peninga og þorir. AÐ FREISTA GÆFUNNAR „Viö hjónin fluttum hingaö til Los Angeles frá Phoenix í mars sl. til þess aö freista gæfunn- ar, láta á það reyna hvort við gætum ekki gert eitthvað spennandi í borg tækifæranna, hún sem leikkona og ég aö gera eitthvaö í kvik- myndabransanum. Ég haföi veriö aö vinna sem myndatökumaður og klippari í auglýsing- um og ööru eftir aö ég lauk námi. Þegar ég kom hingaö fór ég aö tala viö fólk sem ég þekkti ekki neitt og enginn vissi hver ég var svo þaö var erfitt aö byrja. Þessi heim- ur hér gengur út á að maður þekkir mann sem þekkir mann. Til að koma sér áfram þarf mað- Höröur og Helen nýgift og ástfangin í L.A. ur að vera á réttum staö á réttum tíma og þeir sem fara í að vinna sem klipparar veröa oft aö byrja sem aöstpöarmenn aðstoðarmanna eöa eitthvað álíka. Ég tók því þá ákvöröun aö fara út í fjárfestingageirann í staö þess aö fara í klippivinnu og sé ekki eftir því. Menn eru að vinna kauplaust hérna fyrst og þaö er fínt en ég haföi hreinlega ekki efni á því. Ég vinn því núna sem tengiliður (broker) í fjárfestinga- bransanum. Ég starfa hjá fyrirtæki sem fjármagnar sjón- varpsstöðvar. Við höfum nokkrir saman verið að sérhæfa okkur í aö byggja upp kerfi sem eru svipuð og kapalkerfin nema þetta fer allt í gegnum loftiö og er því áskriftarsjónvarp sem færir þrjátíu stöðvar til áskrifenda. Ég er aö selja einstaklingum hlut í þessu, senda upp- lýsingar til þeirra og sé svo um aö koma pen- ingunum inn. Þetta er púsluspil í alvarlegri kantinum því veriö er aö taka svolitla áhættu meö mikla peninga. Þaö er góöur hagnaður I boði og á þrem árum á fólk að geta fengið sex sinnum þaö sem sett var í þetta. Ég hef gam- an af þessu og reynslan nýtist mér betur fyrir framtíöina en nokkuö annað, held ég, nema ef vera skyldi ef ég hefði byrjað strax hjá framleiöanda. í gegnum fjárfestingabraskiö hef ég náö samböndum viö fólk í kvikmyndabransanum. Ég er búinn aö læra mikiö í peningamálum og hvernig ríkt fólk hugsar. Þegar ég hef lært hvaö þarf til aö fá mann til þess að skrifa ávís- un upp á tíu þúsund dollara eöa fimm milljónir get ég gert þessa hluti í kvikmyndabransan- um, annars væri engin ástæða fyrir mig aö vera hér. Þetta er enginn leikur og ef ég hefði haft val um þaö hvaö ég ætlaði aö gera heföi ég aö 20. TBL. 1992 VIKAN 33 TEXTI: MARGRÉT HRAFNS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.