Vikan


Vikan - 01.10.1992, Síða 36

Vikan - 01.10.1992, Síða 36
SVAR TIL UNGLINGSSTRÁKSINS TUMA Vinsamlegast hand- skrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kenni-tölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utnáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Kæra Jóna Rúna! Ég vil byrja á að þakka þér fyrir ýmsan fróðleik. Ég er strákur undir tvítugu og pæli mjög mikiö í lífinu og tilverunni. Aðstæöur minar eru góðar og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það sem mig langar aftur á móti að biðja þig um að gera er að fjalla um dálit- iö sem ég hef sjálfur upplifað í nokkurn tíma. Ég er sennilega svolitið dulrænn. Alla vega var ég mjög skyggn á árunum fram að sex til sjö ára. Ég les allt sem ég get um þessi efni og hef gaman af. Fyrir einhverja tilviljun, verð ég að segja, upp- götvaði ég fyrir um það bil tveim árum að ég virðist hafa einn ákveðinn hæfileika sem ég þarf kannski að fá ábendingar um. Þessl hæfileiki er tengdur hlutum og áhrifum frá þeim. Ég veit ekki aimenni- lega hvað á að kalla slíkt. Það sem kom þessu af stað var að ég fékk í lófann smáhlut þarna i upphafi, hlut sem vinur minn hafði undir höndum. Frændi hans, sem var þá lát- inn, hafði átt hann. Þetta var lítill gullkross. Nema hvað, þar sem ég sit bara svona í rólegheitunum og við vinirnir erum eitthvaö að tala saman og hann að handfjatla krossinn segi ég bara svona: „Hvað ertu með, maður? Ertu kominn i einhvern trúarflokk eða eitthvað?" Hann segir ekkert en réttir mér grip- inn. Það er eins og við manninn mælt. Ég verð skyndilega mjög mátt/aus og fæ eins og hettu á höfuðið eitt augnablik. Siðan er eins og ég sjái í huganum ákveðnar kringumstæður, mér áður ó- kunnar. Mér brá rosatega og vinur minn spurði strax hvað væri i gangi. Ég sagði honum þá að ég vissi aö hann ætti ekki krossinn heldur ungur mað- ur, sennilega. Síðan sagði ég honum sitthvað fleira og jafnframt að eigandinn virtist vera dáinn. Vinur minn varð klumsa og sagði siðan að þetta væri allt rétt hjá mér og krossinn hefði átt frændi hans sem hefði tekið líf sitt sjálfur. Síöan þetta gerðist hef ég af og til gert þetta sama og alltaf haft rétt fyrir mér. Ég hef, eins og i fyrsta skipti sem þetta gerðist, aldrei vitað neitt um viökomandi eiganda fyrirfram. Hvað er i gangi þarna, Jóna Rúna? Heldurðu að þetta sé kannski hæfileiki sem mætti rækta? Ég verö að játa að ég er írekar spenntur fyrir þessu. Ég hugsa töiuvert um þetta og gef þessu mikinn tima. Ég er náttúr- lega i skóla og hef ýmis áhugamál en þetta grípur mig mest af öllu sem ég geri. Þaö hefur komið fyrir að ég sjái og skynji svona nálægt húsgögnum sem ég sé þar sem ég kem i hús, til dæmis vina minna eöa oara ættingja. Er hættulegt að hugsa svona mikið um þessa hluti sem eru dulrænir? Enginn hérna heima hugsar um slikt nema ég. Foreldrar mínir eru mjög jarðbundnir og hafa náttúrlega engan áhuga á þessum málum. Ég er frekar myrkfælinn. Getur þú gefið mér ráð við því? Heldur þú aö við lifum eftir dauöann ? Hvert fara þeir sem eru vondir? Heldur þú að helviti sé til? Er þeim refsað sem lifað hafa neikvæðu lífi? Kæra Jóna Rúna, ég vona að þú svarir mér og það sem fyrst. Ég treysti því að bréfið mitt lendi ekki í ruslaköríunni. Ég yrði þá meira en spældur. Bestu kveðjur, Tumi Kæri Tumi! Þakka þér innilega fyrir bæði elskulegt og frekar ó- venjulegt bréf. Það er gaman að heyra að þú fylgist með því sem ég er að bauka. Auðvitað dettur mér ekki í hug að láta hvorki þitt bréf né annarra les- enda í rusliö. Ég verð bara að biðja ykkur um aö sýna mér þolinmæði því aö bréfin eru mörg. Eins og flestum er kunnugt kemur blaðiö bara út tvisvar í mánuði. Ég skal reyna að svara einhverjum spurninga þinna. Eins og flestum er að veröa Ijóst er þekking mín reynsluþekking og svo nota ég nátt- úrlega jafnframt innsæi mitt og hyggjuvit til svara. Spurningar þínar eru margar og ólíkar innbyrðis en vonandi get ég brugðist við sem flestum þeirra. HLUTSKYGGNI Fyrirbæri þaö sem þú virðist vera að upplifa upp á síökastið nefna dulvísindamenn oftast hlutskyggni. Þetta er ekki mjög algengt fyrirbæri en vissulega mjög sérstakt og venjulega er þetta meðfædd dul- ræn sérgáfa, sem alls ekki þarf að koma fram hjá sálrænum einstaklingi. Þó kann sá sem hana hefur að búa yfir öðrum og ekkert síður fjölþættum dul- rænum hæfileikum. Það eru, eins og allir vita, engir tveir sálrænir aðilar með nákvæmlega sömu hæfi- leika þó náskyldir geti verið. Þessi dulargáfa lýsir sér þannig aö hlutskyggnir- inn fær í hendur annaðhvort ákveðinn hlut sem hann sér hver er, eins og penna, hálsmen, nælu eða úr, eða hann fær til handfjötlunar lokað umslag með einhverjum skilaboöum eða Ijósmynd og reyn- ir að geta sér til um eöa öllu heldur skynja það sem í umslaginu er. í sumum tilvikum er um að ræða skynjun sem mætti fella undir fjarhrif eða hugsanalestur þar sem skynjandinn nær upplýsingum úr huga þess sem hlutinn á eða til hans þekkir. í öðrum bréfum mun ég síðar bæði fjalla um fjarhrif og svo aftur mögu- legan hugsanalestur þeirra sem túlka áhrif sem þeir upplifa og ekki eru endilega svo dulræn. Frem- ur er þá kannski um að ræöa áhrifastrauma sem hinn venjulegi Jón gæti jafnframt náð að grípa án þess aö ætla það fyrirfram og getur þess vegna túlkað þá jafnframt. HVAÐ ER RAUNVERULEGA i GANGI? Best er náttúrlega að reyna að tryggja, þegar svona tilraunir eru gerðar, að rétt sé að þeim stað- iö, það er að segja aö ekki sé um hugsanaflutning að ræða þar sem hlutskyggnirinn hreinlega les á- kveðnar upplýsingar, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, úr huga þess sem hjá honum stend- ur á meðan hann heldur á hlutnum frá viðkomandi og telur sig vera aö skynja einhver áhrif frá gripn- um. Eins getur verið um að ræða áöur gefnar 36 VIKAN 20.TBL.1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.