Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 39

Vikan - 01.10.1992, Side 39
ur og ég byrja að tala við- stöðulaust á einhverju óskilj- anlegu máli sem líkist einna helst arabísku." - Hefur líf þitt tekiö miklum breytingum á þessum tveim árum sem eru liöin frá þvi aö þú gekkst í Krossinn? „Það sem aðallega hefur breyst í mínu lífi eru skoðanir mínar og viðhorf. Nýja heims- myndin mín er sú sem boðuð er í Biblíunni og ég trúi hverju einasta orði sem þar stendur. Fyrir tveimur árum hefði ég ekki trúað að ég ætti eftir aö segja þetta. Þá þótti mér ekki mikið til Biblíunnar koma og fannst hún vera frekar leiðin- leg bók. Miðað við marga aðra sem eru í söfnuðinum hef ég ekki þurft að fórna miklu þó að líf mitt hafi breyst á vissan hátt. Ég hef aldrei drukkiö vín né reykt eða notað eiturlyf en þetta eru hlutir sem samrým- ast engan veginn göngu meö Drottni. í dag hef ég enga löngun til að fara á þessa svokölluðu skemmtistaöi. Ég tel þá vera á margan hátt mannskemm- andi. Þarna er fólk í reykjar- svælu og gífurlegum hávaöa og margir hverjir blindfullir. Þetta er líferni sem leiöir til dauða á meðan líf meö Drottni leiðir til lífs. Krossinn er virkileg lausn fyrir fólk sem er háð eiturlyfj- um eða áfengi og viö rekum okkar eigið meðferðarheimili. Ég efast um að sú lausn sem fólk fær á venjulegum með- ferðarheimilum sé varanleg. Löngunin í áfengi eða eiturlyf er alltaf til staðar þó notaðar séu einhverjar hefðbundnar aðferðir til að bæla hana nið- ur. Drottinn getur aftur á móti gert þessa löngun að engu og breytt innsta eðli fólks." - Hefur þú fordóma gagn- vart þeim sem trúa ekki á Jesú Krist eöa iöka trú sína á annan hátt en þiö í Krossin- um? „Nei, ég skil þá mjög vel því sjálfur var ég ekki mjög trúað- ur áður en ég kynnti mér starfsemina í Krossinum. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk trúi öllu í fyrsta kasti en það er sorglegt hvað fólk er lítt viljugt að kynna sér hlut- ina. Ég hef séð margt fólk koma mjög vantrúað á sam- komur í Krossinum en um leiö og Guð snerti við því sá það hlutina í nýju Ijósi. Það er mjög skiljanlegt að fólk sé á varðbergi gagnvart „sértrúarsöfnuðum". Það er virkiieg ástæöa til að vera var- kár í þessum málum því margir af þessum söfnuöum, alla vega erlendis, eru ekki heilir í gegn og notfæra sér trú fólks." Skúli talar um þessi mál af miklum ákafa og hrifningin leynir sér ekki þegar hann lýs- ir þeim atburöum sem hafa átt sér stað í Krossinum. Hann fullyrðir að fyrir mátt heilags anda hafi margir snúið til betri þó alvarlegur á svip og spyr hvað mér finnist um söfnuðinn og starf hans. Ég játa fávisku mína i þeim efnum og viöur- kenni að það sé ókleift að fella dóma án þess að hafa séð og vita hvað virkilega á sér stað. Það eina sem ég get sagt í fullri einlægni er að ég hræðist þessi mál. Ég óttast þessa öfgakenndu dýrkun sem mér virðist ekki vera svo langt frá dýrkun á öðrum og vegar strax á fyrstu samkomu og aðrir hafi læknast af ýms- um kvillum. Hann talar af mikilli sann- færingu og augun glampa þegar hann hugsar til þessara kraftaverka - kraftaverka sem fengu hann og aöra til aö hoppa og dansa af einskærri gleði. Skyndilega veröur hann myrkari öflum - öflum sem safnaöarmenn Krossins trúa ekki síður á en þeir trúa á til- veru Drottins. Eg óttast það sem ég skil ekki og aö skil- greina máttarvöldin tel ég eng- um manni mögulegt - hvorki prestum, trúboðum né þeim sem lofsyngja Drottin Guð undir merkjum Krossins. □ „Hver og einn uppsker eftir því sem hann sáir og því þykir okkur ekki nóg að biöja til Guðs í hljóði." -ám ' «3 | 3* (Tj 1 pT||| 11 ^WÍlTíl! fWWMTfTI ÉyJU i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.