Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 60

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 60
 „VIL GERA VEL ÞAÐ SEM ÉG TEK MÉR FYRIR HENDUR" - segir Brynja Hjörleifsdóttir, sjötti keppandinn t forsíðustúlkukeppninni :ODA, KEFLAVÍK Fyrr á þessu ári fór fram fyrirsætukeppni á Suð- urnesjum. Einn kepp- enda þar var Brynja Hjörleifs- dóttir, tuttugu og fjögurra ára Keflavíkurmær. Brynja er jafnframt sjötta stúlkan sem kynnt er og keppir um að verða valin forsíðustúlka Vik- unnar. Brynja fæddist í Reykjavík 6. júní 1968 en hefur alla tíð búið í Keflavík. Hún segir gott að búa þar. „Ég er í tvíburamerkinu," segir Brynja, „en hugsa ekki mikið um stjörnusþeki. Þó skilst mér að ég eigi það sam- merkt með þeim sem fæddir eru í þessu merki að vilja gjarnan eiga tvennt af öllu. Svo er ég líka þrjósk eins og ég hef heyrt að tvíburar séu oft.“ Brynja lauk prófi af verslun- arbraut Fjölbrautaskóla Suð- urnesja eftir tveggja ára nám. Fljótlega eftir að skólanum lauk fékk hún vinnu í bókabúð í Keflavík og hefur unnið þar síðan. „Ég kann mjög vel við starf- ið mitt og býst við að verða á- fram í því,“ segir hún. „Ég hef gaman af að fylgjast með tísk- unni og í bókabúðinni á ég kost á að sjá mikið af tísku- blöðum. Svo horfi ég líka á tískuþættina f sjónvarpinu. Draumurinn var reyndar að verða tískuhönnuður en ég veit ekki hvort hann rætist úr þessu.“ Brynja er spurð hvort hún teikni fatnað eða saumi sjálf. „Ég teiknaði mikið en það hef- ur minnkað. Ég sauma líka en hef aldrei saumað eftir eigin hönnun, bara eftir tilbúnum sniðum.“ Aðspurð segist Brynja hafa áhuga á bókum og segist lesa töluvert. Hún er alæta á bæk- ur og tekur ekki einn bóka- flokk fram yfir annan. Eróbikk er meðal áhugamála hennar, svo og ferðalög og hefur hún ferðast töluvert. Hún hefur þegar heimsótt draumalandið, Bandaríkin, þar sem systir hennar býr og hana heimsæk- ir hún þegar hún kemur því við. Brynja segist oft fara til Reykjavíkur um helgar. Þá er erindið oft að fara í bíó eða heimsækja skemmtistaði borgarinnar, svo sem Casa eða Borgina. Hún segir líka gott að skemmta sér í Kefla- vík og fer helst á Þotuna og Edenborg en segist þó fráleitt fara mikið út að skemmta sér. Henni finnst notalegast að fara út að borða með vinum sínum. í kjölfar fyrirsætukeppninn- ar á Suðurnesjum var Brynja skráð í lcelandic Models en hefur ekki starfað neitt enn. Á- huginn á fyrirsætustörfum er hins vegar nægur og hún von- ast til að fá að reyna sig hið fyrsta. Hver er Brynja Hjörleifsdótt- ir, hvernig mundi hún lýsa sjálfri sér? „Æ, ég veit það ekki. Ætli ég segði þá ekki að ég væri þrjósk og metnaðargjörn. Ég vil gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur. Ef ég ætti að óska mér einhvers fyrir fram- tfðna mundi ég fyrst og fremst óska mér góðrar heilsu. Svo vildi ég gjarnan eignast góða fjölskyldu. Ég á kærasta en er ekki lofuð,“ segir Brynja Hjör- leifsdóttir að lokum. Brynja er yngst þriggja systra. Hún er dóttir Hjörleifs Magnússonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur. Hún er 170 sentímetrar á hæð, dökkhærð og brúneygð. □ 60 VIKAN 20. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.