Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 62

Vikan - 01.10.1992, Side 62
eitt að velja, útvega það hvað sem það kostar, þótt það þýði að búta þurfi niður og selja mannakjötsgrillsneiðar. Mynd- in verður sýnd í Regnbogan- um. MAÐUR GETUR ALLTAF LÁTIÐ SIG DREYMA On peut toujours rever, sem þýðir Maður getur alltaf látið sig dreyma, greinir frá manni sem hefur allt tll alls nema kærleikann. Iðnjöfurinn Charles KVIKMYNDIR stúlku sem tveir amerískir hermenn elska. Þetta er í senn ástar- og stríðsmynd og í henni leika Vincent Pérez, Matthieu Rozé og Geraldine Paylhas. FAÐIR MINN, HETJAN Það er í myndinni Mon pére, cé heros sem Gerard Depar- dieu leikur í fyrsta skipti fjöl- skylduföður. Sá býður dóttur sinni, sem nýorðin er fjórtán ára, til eyjunnar Mauritius og fara feðginin þangað í jóla- frínu. Faðirinn er nýskilinn en vill halda nánu sambandi við dóttur sína. Á sólskinseyjunni verður stúlkusnótin ástfangin af dreng sem ekkert vill af henni vita. Faðirinn kemur síðan með faglegar ráðlegg- ingar. Myndin þykir spaugileg og alvarleg í senn. Nú langar greinarhöf- und að fjalla aðeins um franskar kvik- myndir, rétt eins og í fyrra. Frakkar eiga sér langa kvik- myndahefð en það eru eink- um tvö kvikmyndahús á Reykjavíkursvæðinu sem hafa sýnt frönskum myndum einhvern áhuga, Regnboginn og Háskólabíó. SAM-bíóin munu að öllum líkindum snúa sér lítillega að evrópskri kvik- myndagerð. Nýjasta mynd Luc Besson (Nikita) verður sýnd þar á bæ, ef ekki er þeg- ar byrjað að sýna hana. Þessi mynd hans heitir Atlantis. Eft- irtaldar kvikmyndir verða sýnd- ar í áðurtöldum kvikmynda- húsum. Eftir hverju erum við þá að bíða? Hefjum upptaln- inguna. SÆLKERAR Belgísk/franska myndin Deli- catessen er grátbrosleg og svo hnyttin að enginn ætti að missa af henni. Greinarhöf- undur sá hana í mars síðast- liðnum og verður að segja eins og er að hún er sú frum- legasta og fyndnasta sem hann hefur séð. Hún gerist í framtíðinni, eftir kjarnorku- styrjöld. Lítið er um kjötmeti í heiminum og því aðeins um de Boilesve er oftast kallaður „keisarinn" en á enga vini og nær engu sambandi við fjöl- skyldu sina. Hann er marg- milljónari en ást og vináttu er ekki hægt að kaupa. Dag einn hittir „keisarinn" hárgreiðslu- nema í vörumarkaði. Ekki væri það í frásögur færandi nema af því að neminn segir honum til syndanna og það líkar „keisaranum" vel þvi flestir eru hræddir við hann og hann metur mikils þegar norð- ur-afríski hárgreiðsluneminn tekur hann í gegn fyrir allra augum á háannatíma verslun- arinnar. Þetta er mynd með boðskap um peninga því pen- ingar eru ekki allt þó erfitt sé að vera án þeirra í þessari há- tækniveröld. ATLANTIS í nýjustu mynd Luc Besson, Atlantis, kemur enginn leikari við sögu og því fylgir mynd- inni enginn texti. Aðeins er um að ræða góða kvikmynda- töku Luc sjálfs og tónlist Eric Serra með aðstoð bresku sin- fóníuhljómsveitarinnar. Sýnd- ar eru djúpsjávartökur víðs- ■4 Úr stríðs- og ástar- myndinni La neige et le feu. A Luc Bos son í kafi við tökur Atlantis. ▲ Spaugi- legur þessi. Skrýtin persóna í Delicates- sen. vegar um heimsins höf og dýra- og jurtalíf í aðalhiut- verki. Myndin kostaði þrjátíu milljónir franka og eru það engir smápeningar. Hún sló rækilega í gegn f fyrra í Frakklandi og má geta þess að menningarmálaráðherra Frakka, Jack Lange, sagði þetta vera eina bestu frönsku myndina sem hann hefði séð í áraraðir. Myndin verður sýnd í SAM-bíóunum. SNJÓRINN OG ELDURINN La neige et le feu er frönsk mynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og greinir frá SVONA ER LÍFIÐ Merci la Vie heitir frönsk mynd sem hefur á að skipa einum vinsælasta leikara Frakka, Gerard Depardieu (Green Card, Columbus: The Discovery). Þetta er kokkteil- blanda í lagi. Leikstjórinn er Bertrand Blier og í myndinni fjallar hann um eyðni, nasista, yfirnáttúrlega hluti, sifjaspell og kvikmyndatökulið. Hann hefur aldeilis frjótt ímyndunar- afl. Svo er reyndar um flesta franska leikstjóra um þessar mundir. í Merci la Vie er mikið um tímaflakk, úr fortíð í fram- tíð. Því er þetta einhvers kon- ar fullorðinsútgáfa af Aftur til framtíðar. Mikið er þar um fal- legar kynlffssenur, auk þess 62 VIKAN 20. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.