Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 63

Vikan - 01.10.1992, Side 63
sem myndin er grátbrosleg á köflum. Auk Gerards leika þarna Charlotte Gainsbourg, Anouk Grindberg, Jean Car- met og Annie Girardot. BROT La fracture du myocarde fjall- ar um tólf ára strákling, Mart- in, sem hlær ekki lengur né leikur sór með öðrum krökk- um. Félagar hans ákveða að njósna um hann og sitthvað kemur í Ijós. Móðir Martins er löngu dáin og hann vill koma f veg fyrir að það fréttist. Ef upp kemst liggur fyrir honum að fara á munaðarleysingjahæli og það vill hann alls ekki. Fé- lagarnir ákveða að aðstoða Martin við að losa sig við líkið og taka hann að sér sem bróður. Þessi mynd hefur unnið til fjölda verðlauna. FYRIR SÖSJU Kvikmyndin Pour Sacha hefur á að skipa leikurunum Sophie Marceau, Richard Berry, Fabien Orcier og Gerard Dar- mon. Myndin gerist á tímum sex daga stríðsins árið 1967 og snýst um fiðluleikarann Láru og heimspekikennarann Sacha sem hafa flúið Frakk- land til að hefja nýtt líf. Bæði eru hugsjónamanneskjur sem vilja breyta heiminum, segja hatrinu stríð á hendur og boða ást til alls heimsins. Leikstjórinn, Alexandre Arac- ady, gerði slíkt hið sama árið 1967 og því man hann tímana tvenna. Þann 5. júní árið 1967 braust sex daga stríðið út og um það fjallar myndin. í AUGUM HEIMSINS Franska myndin Aux yeux du monde (í augum heimsins) fjallar um rúmlega tvítugan mann sem vill láta heiminn taka eftir sér. Hann rænir skólarútubíl og vill keyra hundrað kílómetra til að hitta unnustu sína. Þetta tiltæki Y Átta ára strákur sem ætlar aö veröa leik- stjóri þegar hann verður stór. ◄ Mann- ræninginn í myndinni í augum heimsins. öfluðu honum samt viður- kenningar annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Myndin Jaquot de Nantes er undir stjórn Agnesar Varda sem var eiginkona leikstjór- ans sjálfs. Myndin er því byggð á endurminningum Jaques Demy. Hún þykir fal- leg og vel tekin, er prýðilega leikin og alveg hægt að mæla með henni. FALLEGA SAGAN La Belle histoire heitir mynd sem er einhvers konar and- svar við mynd Robs Reiner, When Harry Met Sally (1989). La Belle histoire er grimmileg ástarmynd sem gerist fyrir tvö þúsund árum. Þarna leikur Beatrice Dalle sem lék síðast í Betty Blue (1986). Leikstjóri er Claude Zebouch. ELSKHUGINN Jean Jacques Armand (The Bear, Quest for Fire, Name of the Rose) hefur gert mynd sem heitir L’amant og er byggð á skáldsögu eftir Marguerite Duras. Meðal leik- staklega á Bretlandseyjum. Vissulega eru þær krassandi (greinarhöfundur sá myndina í júní síðastliðnum) en þær eru raunverulegar og sannfær- andi og því ekkert við þær að athuga. Jane March leikur stúlkuna blóðheitu vel og því má bæta við hér að ástarat- riðin eru listilega vel útfærð. Falleg kvikmyndataka og tón- list spillir heldur ekki. Þetta er mynd fyrir vandláta. FRONSK MYND UM ALNÆMI Les nuits fauvres fjallar um saklausa stúlku sem verður ástfangin af tvíkynhneigðum piltungi sem smitar hana af eyðni. Þetta er sorgleg mynd en raunsæ og fjallar einkum um hvernig fjöl- skyldan bregst við þegar þessi hræðilegi sann- leikur kemur f Ijós. Þetta er í fyrsta skipti sem Frakkar fjalla al- varlega um al- næmisvandann og er það gott framtak. ▲ Heit sena úr myndinni L’amant. ▼ Stúlkan sem smit- ast af al- næmi í Les nuits FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR og fara í kvikmyndahús á sunnudögum. Drengur þessi átti síðar eftir að verða einn af fremstu leikstjórum Frakka. Jacques Demy hét hann og stjórnaði mörgum söngva- myndum sem því miður féllu ekki í kramið hjá Frökkum en ara er breska fyrirsætan Jane March. Myndin gerist í Indó- kína á þriðja áratugnum og fjallar um sextán ára stúlku sem hefur ástríkt samband við kínverskan milljónamær- ing. Kynlífssenur í myndinni hafa hneykslað marga, sér- PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi10 - þjönar þer allan solarhringinn hefur hættulegar afleiðingar. Það sem átti að vera saklaust og meinlítið snýst í hættuleg- an eltingarleik og morð. Myndin þykir fersk og spenn- andi. Leikstjóri er Eric Rochant og er þetta frumraun hans. JAQUOT FRÁ NANTES Jacquot de Nantes er Ijúfsár mynd um litinn dreng sem langaði að verða leikstjóri árið 1939 en þá var hann átta ára gamall. Mesta skemmtun hans var að spila á hljóðfæri -4 Hugsjóna- manneskjur í Pour Sacha. 20.TBL. 1992 VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.