Vikan


Vikan - 01.10.1992, Page 64

Vikan - 01.10.1992, Page 64
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON/UOSM.: BINNI t um við hana um hvernig saga hennar hefði verið fram að því að hún byrjaði á NUPO-kúrn- um og hvernig hefði gengið á eftir. „Þessi vandræði mín hófust þegar ég var ófrísk að fyrsta barninu mínu árið 1975,“ segir , Kristín. Ég var reyndar alltaf aðeins í feitara lagi, að mér { fannst, en ég var þá þrjátíu kílóum léttari en ég er núna. j! Ég rokkaði á milli sextíu og fimm og sjötíu kílóa, sem var í kringum kjörþyngd mína, en ég er níutíu og sjö kíló núna. Þegar ég varð ófrísk byrjaði ég að fitna og þyngdist þá um tíu til fimmtán kíló. Fjögur ár liðu með ýmsum sveiflum þangað til ég varð ófrísk aftur. Þá byrjaði sama „gamanið" á ný. Eftir að ég átti seinna barnið var ég milli áttatíu og níutíu klló, sem er ansi mikið fyrir manneskju sem er um 170 cm á hæð. Ég er búin að reyna ýmis- legt. Ég hef verið í leikfimi, í megrunarklúbbum, farið eftir sérstökum matseðlum, en það hefur alltaf eitthvað gerst. Maður springur og verður bara þyngri en fyrr. Megrunarkúrar, sem byggj- ast á matseðlum, hafa ekki hentað mér, meðal annars vegna þess að maður hefur i alltaf þurft að elda tvöfalt, annars vegar fyrir sjálfa sig og hins vegar fyrir fjölskylduna. Það hefur einfaldlega ekki gengið upp. VAR 114 KÍLÓ Ég hef verið síðustu tíu árin að prófa hitt og þetta, hef grennst um einhver fimm, sex kíló og bætt þeim á mig jafn- óðum þannig að ekkert hefur gengið. Ég var í rauninni búin að ákveða með sjálfri mér, áður en ég var spurð hvort ég vildi taka þátt í þessu með Vikunni og Lyf hf., að reyna að sætta mig við það hlut- skipti mitt að vera svona feit. Það hefur hins vegar gerst frá því að ég byrjaði á NUPO að ég hef tapað kllóunum jafnt og þétt og ég virðist hafa lítið sem ekkert fyrir því. Ég hugsa núna með mér: Hvers vegna í ósköpunum gat ég ekki gert þetta fyrr? Þegar ég byrjaði á NUPO- kúrnum var ég eitt hundrað og fjórtán kíló og ég var komin á það stig að mér fannst ég orð- in fangi f eigin líkama. Við fjöl- skyldan erum mikið útilífsfólk og þetta hefur háð mér mjög mikið. Mig langar til dæmis að ganga hitt og þetta og hef oft látið mig hafa það en það hef- ur verið ansi erfitt." Kristín Eggertsdóttir f upphafi megrunarátaks. Þá 114 kíló aö þyngd. Hún haföi losaö sig viö 17 kíló þegar haft var samband viö hana skömmu áöur en þetta tölublaö fór í prentun. Og enn er hún aö léttast. Vikan fylgist meö. Ísfðasta tölublaði Vikunn- ar var fjallað um NUPO- megrunarkúrinn og sagt frá því að Vikan ætlaði ásamt starfsmönnum lyfjafyrirtækis- ins Lyf hf. að koma til liðs við lesendur og benda þeim á þennan góða valkost í barátt- unni við aukakílóin, fylgjast með þeim og aðstoða til gjör- breytts lífs í þessu tilliti. Einn þeirra er Kristín Egg- ertsdóttir, þrjátfu og níu ára gömul. Hún byrjaði á kúrnum fyrir um það bil tólf vikum og kom þá Vikan í heimsókn og tók myndir af henni. Við hittum Kristínu og rædd- NUPO-MEGRUNARKURINN: HEFURUIVLM J UM “UI,iN KÍ LÓ Á SKÖMMUM TÍMA 64 VIKAN 20. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.