Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 66

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 66
MARGRET HRAFNSDOTTIR SKRIFAR HUOSAD OG HEYRT Í HOLLYWOOD HALLÆRISLEGUR FATASTÍLL FRAMBJÓÐENDA Sæl aftur og takk fyrir síðast. Nú haustar í Englaborginni og stytt- ist í indíánasumarið eins og þeir kalla það - þessar dá- samlegu haustnætur þegar allir sitja úti á túni og spjalla í Ijósaskiptunum. Segja kunn- ugir að haustlitirnir gefi indíánabúningunum ekkert eftir í skrauti og litadýrð. Þá er fegurðinni líka heldur betur fyrir að fara í skrúðbúningum kvikmyndastjarnanna en þær - eins og aðrir - hafa fyrir reglu að hittast og heilsa hver upp á aðra þegar færi gefst. Hvers kyns kvikmynda-, sjón- varps- og styrktarhátíðir eru haldnar með þetta fyrir augum og þar er að sjálfsögðu ekkert til sparað. Hátíðahöld af þessu tagi eru jafnan hvalreki fyrir slúð- urblöðin hér vestra sem halda að sjáltsögðu jól í hvert sinn sem þetta gerist, með tilheyr- andi símakosningum og skoð- anakönnunum um hvaða stjarna var verst klædd, best klædd, furðulegast klædd og guð má vita hvað. Það er því úr vöndu að ráða fyrir stjörn- urnar sem flestar hverjar leggja mikið upp úr því að halda sín- um persónulega stíl til streitu. Oftast er vandanum þá velt yfir á herðar tískuhönnuðarins sem fær að kenna á því ef stjarnan lendir ekki í efstu sætunum eins og síðast! Þegar minnst er á klæða- burð eru það ekki bara stjörn- urnar sem sitja í súpunni. Það gera forsetaframbjóðendurnir einnig enda styttist í stóru stundina, kosningadaginn sjálfan 4. nóvember. Að þessu sinni hafa kvennablöð beint spjótum sínum að báðum frambjóðendum. Þykja þeir Bush og Clinton hafa með ein- dæmum hallærislegan stíl. Bush - segja þessi blöð - er klæddur eins og smekklaus skólastrákur og Clinton eins og ofvaxinn fermingardrengur, alltaf í sömu fötunum. Þessi gagnrýni olli því svo að Clint- on tók skyndilega upp á því að skunda í herrafataverslanir. Hefur að undanförnu verið hver silkihúfan uppi af annarri og hann mætt til leiks í nýjum jakkafötum daglega, ýmist lit- ríkum eða Ijósum. Bendir nú allt til að endaspretturinn verði jafnskrautlegur hjá honum og upphafið. Bush karlinn hefur ekki enn séð ástæðu til að feta í fót- spor mótframbjóðandans enda á hann í höggi við fleiri og miklu illskeyttari andstæð- inga en tískublöð og fata- hönnuði. Síðasta áfallið gerð- ist þegar Hollywood sneri við honum baki á dögunum. Þykja það nokkur tíðindi því repúblikanar hafa nær undan- tekningalaust átt stuðning áhrifamanna í kvikmynda- borginni vísan hin síðari ár. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og keppast menn hér hver um annan þveran að lýsa stuðningi við fylkisstjór- ann frá Arkansas. Þegar repúblikönum þótti orðið útséð um að þeir fyndu fleiri beinagrindur í kústaskáp Bills Clinton sneru þeir sér auðvitað að konunni hans, Hillary Clinton. Leit um tíma út fyrir að þar gæti verið feitan gölt að flá því Hillary er boð- beri nýrra tíma og viðhorfa kvenna til atvinnulífs og heim- ilishalds og af kollegum sínum í þokkabót talin einn af hundr- inkonurframbjóðendanna eru. Hefur verið látið flakka að for- setahjónin hræðist Hillary ekki síður en Clinton. Verður svo bara að koma í Ijós hvort fólk kýs heldur á þessum síðustu og verstu tímum í peningamálum fram- tíðarþjóðarinnar, þar sem Am- eríkönum hefur tekist að safna saman slíkum haug af skuldum að ekkerf minna en ómæld stjórnlist ef ekki krafta- verk getur bjargað því sem bjargað verður. Frá kosningum í kvikmynd- ir. Af nógu er að taka. Allt bendir nú til þess að kvik- mynd Spikes Lee um blökku- mannaleiðtogann Malcolm X fái að vera í fullri lengd en það hefur verið baráttumál margra blökkumanna að myndin um þennan látna leið- að bestu lögfræðingum Bandarikjanna. í hugum repúblikana - sem trúa því statt og stöðugt að mállausa og undirgefna heimavinnandi húsmóðirin sé hin fullkomna kona og allt annað sé villutrú ef ekki kommúnismi - þótti þessi hugmynd því snjallræði í betra lagi. Var nú rokið upp til handa og fóta við að snikka til ímynd forsetafrúarinnar þannig að hún verði sem fullkomnust andstaða Hillary: móðirin, amman, húsmóðirin og hjálp- arhella mannsins síns sem á- vallt gengi að minnsta kosti nokkrum skrefum á eftir hon- um. Jafnframt hefur ekkert lát verið á árásum á Hillary og ótrúlegustu hlutir tíndir til. Eiga þó ýmsir erfitt með að skilja hvers vegna markaðs- menn forsetans gefa henni svona mikinn gaum úr því engu skiptir hversu mælskar, gáfaðar og skemmtilegar eig- toga þeirra verði ekki miklu styttri en kvikmynd Olivers Stone um John F. Kennedy. Hefur Time Warner - sem framleiðir myndina - nú látið undan þessum þrýstingi. Verður því fróðlegt að sjá Malcolm X á hvíta tjaldinu í nóvember í fullri lengd. Því má svo bæta við að ef þið sjá- ið hatta, boli, húfur og jakka merkt „X“ þá vitið þið hvað við er átt. Það verður því ekki annað sagt en að lífið sé í öllum regnbogans litum hór í borg sem endranær. Sjónvarps- stöðvarnar keppa um að vera með bestu framhaldsþættina og er samkeppnin geysihörð. Ég leyfi ykkur að fylgjast með því næst og öllu hinu sem dynur hér yfir mannfjöldann í frumskóginum stóra. Þangað til ættuð þið að taka fram vetr- arfötin og tala vel hvert um annað - það er hlýrra þannig. □ 66 VIKAN 20. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.