Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 10

Vikan - 25.02.1993, Page 10
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON OG JGR FYRIR GEÐVONSKU OG LEIÐINDI OLOF RUN I EINLÆGU SPJALLI Enn er tiltölulega rólegt um að litast á frétta- stofu Sjónvarpsins. Ólöf Rún heilsar glaðlega, nær í stól og er hin yfirvegaðasta. Enda klukkan ekki nema rétt að verða fjögur. Hún hafði sagt að sennilega yrði hún óviðræðu- hæf um og eftir klukkan fimm. Því var talið ráðlegt að Vikuspyrill kæmi meö fyrra fallinu í „starfskynninguna" þar sem Ólöf Rún og starf hennar yrðu í brennidepli. Síðar myndum við hittast og spjalla. Sem og varð. „Lætin fara að byrja," segir hún hressilega og er allt í senn að tala við blaða- manninn, pikka á tölvuna og svara símanum. Einhvern veginn klórar hún sig fram úr öllu þessu í einu en hefur orð á því að spyrli hljóti að leiðast. En það verður að sam- komulagi að hún hugsi sem allra minnst um að hafa ofan af fyrir gesti sínum í vinnunni. „Auðvitað, hvað er ég að spá í það,“ bætir Ólöf Rún hlæjandi við og heldur áfram að pikka. EINRÆÐUR VIÐ TÖLVU Það eru svo sem engin salarkynni sem Ólöf hefur til umráða þarna uppi á frétta- stofunni. Hún er stúkuð af með skilrúmum á svæöi sem rétt rúmar skrifborö og það sést varla í það fyrir alls kyns hráefni til fréttamatseldar. Jú, þar kemst líka fyrir stóll. En þar með er það eiginlega upp talið. Þarna er þröng á þingi þó svo þingheimurinn sé ekki nema ein kona, tággrönn. Og allt í kringum hana eru hin þekktu andlitin á sveimi í sínum skilrúmum. Þannig að sumpart minnir fyrirkomulagið á haug af sjónvarpsskjám. Hún gantast við Gísla í símann, fréttaritara í Vest- mannaeyjum, meðan þau skiptast á fréttum. Hann ætlar að senda myndir frá réttar- haldi í Eyjum og þylur í sím- ann upplýsingar sem Ólöf setur inn í tölvuna. Létt skot ganga milli lands og Eyja meðan bitastæðir fréttamolar komast áleiðis og þegar Ólöf Rún leggur á gengur hún frá fréttinni og fer síðan aftur að huga að samningu á hinni fréttinni, þeirri sem hún vann aö áður en Gísli hringdi. Og svona gengur þetta. Úr einu í annað allt til klukkan fimm og þar yfir. Þá er ekki hægt að fara úr einu til að takast annað á hendur heldur þarf helst að gera allt í einu. Nú færist fjör í leikinn. Ha? heyrist nokkrum sinnum í gestinum þegar Ólöf er farin að halda einræður við tölvuna sína. Hún viröist byrja aö tala við sjálfa sig þegar stressið færist yfir. Tíminn er að renna út og hún þarf að skoða myndirnar sem Gísli sendi úr Eyjum ásamt því að skrifa frétt um vexti í leiðinni. BÁSINN FATASKÁPUR Klukkuvísarnir hvetja Ólöfu Rún á sinn þögula hátt, hún lítur ótt og títt á klukku sína, reynir að halda dampinum. „Þetta er eitt einkennið. Alltaf að líta klukkuna," segir hún, annars hugar eins og gefur að skilja. Síðan fer hún inn til hans ísa, ísidórs Hermanns- sonar, klippara en þar vinna þau saman að því að setja myndbrot og texta í eina samfellu. Hún hleypur þaðan út þegar fréttin er tilbúin og fer aftur í básinn sinn. Þar hanga jakkar, blússur og peysur á herðatrjám. Básinn er nefni- lega líka fataskápur. Hún grípur bláan jakka með sér. „Korndu," segir hún þegar spurnarsvipurinn færist yfir andlit Viklingsins sem eltir hana á röndum. „Smink," bætir hún við. Nú skal haldið til Fríðu niðri í förðun en Ólöf á einmitt að lesa fréttirnar í myndveri þetta kvöld. Þar sest hún í stólinn, lygnir aftur augunum og slakar á. „Þetta tilheyrir ferlinu,“ segir hún og á þar við slökunina meðan Fríða fer mjúkum höndum um andlit hennar. „Það er alveg nauðsynlegt að ná að slaka á fyrir útsendinguna eftir allt sem á undan er gengiö." Áður en hún fer inn í mynd- verið situr hún frammi og þylur innganga að fréttum. Ekki dregur úr írafárinu svona rétt undir átta þegar Ólöf sest inn í myndver undir sterkum Ijósum með „eyra“ í eyra. „Eyraö“ sést ekki en það hafa fréttamennirnir suöandi fyrir hlustum sér alla útsendinguna þar sem þeir heyra allt sem fram fer í herbergi út- sendingarstjórnar. Ákaflega óþægilegt hljóð og örugglega vont ef ekki ómögulegt aö venjast því. En nú er frétta- tíminn hafinn. Hann gengur tiltölulega snurðulaust fyrir sig. HÚN ER VOG Við setjumst inn á Café Romance nokkrum dögum síðar, rétt upp úr klukkan hálfníu. Pöntum kaffi og konfekt. Og þarna undir súðinni kemur í Ijós að Ólöf Rún er vog en fyrir þá sem gjörla eru inni í slíkum stjörnufræðum má upplýsa að hún hefur ýmsa þá eiginleika sem hin dæmigerða vog er sögð búa yfir. „Ég er fædd fjórða október í Reykjavík 1961 og bjó í Eskihlíöinni þar til á níunda ári þegar við fluttum í Garðabæ," segir Ólöf en hún er dóttir Skúla Brynjólfs Steinþórssonar og Ólafar Sigurðardóttur, ættuð úr Borgarfirði og af Mýrum í móöurætt en Skagfirðingur í föðurætt. Hún er miðjubarn, á yngri systur og eldri bróður. „Og svona eftir á að hyggja," heldur Ólöf Rún áfram, „þá var blokkin í Eskihlíðinni dálítið merkileg fyrir þær sakir að þar bjó margt fjölmiðlafólk. Ég man til dæmis eftir Jónasi Jónassyni, Ragnheiði Ástu og Jakob Magnússon var þarna líka. En í Garðabænum bjó ég þar til ég fluttist úr foreldra- húsum 1982.“ Hingað og ekki lengra í bili, Ólöf Rún Skúladóttir, ekki lástu í dvala fram aö því? „Nei, nei, ég fór í Mennta- skólann í Reykjavík eftir grunnskólanám í Garðahreppi eins og hann hét þá en við vorum fyrsti árgangurinn sem tók grunnskólapróf en ekki landspróf. í MR var ég í fornmáladeild tvö og lauk stúdentsprófi 1981.“ Forn- máladeild? „Já, en það eina 10VIKAN 4.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.