Vikan


Vikan - 25.02.1993, Side 32

Vikan - 25.02.1993, Side 32
- SEGIR GUÐMUNDUR ÁRMANN USTMÁLARt^w SEM MÁLAR NÚ AF KRAFTI f GAML'A ^ ÞVOTTAHÚSINU f GRÓFARGILI 'CD OO CZ> Cl_ t-o rv rv~ :CD :C3 -=C UO Fyrsta minning mín frá myndlistartilburðum er frá því ég var sjö ára gamall, nýbyrjaður í Laugar- nesskólanum. Kennarinn lót okkur hafa blað sem var af- langur renningur og sagði okkur að nú skyldum við teikna skip. Ég gerði það. Ég man eftir að ég teiknaði lítið skip og svo bara sjó í kring. Kennarinn skammaði mig, sagði að ég hefði átt að teikna skip en ekki sjó. Þetta varð til þess að hann rak mig heim, þess vegna man ég svona vel eftir þessu. Honum fannst lík- lega ég ekki hafa viljað gera eins og hann sagði. Mín hug- mynd var auðvitað alls ekki að sleppa frá einu eða neina heldur var meiningin að leysa þetta verkefni eins vel og ég gat. Kennarinn hefur ekki vitað hvað í nemandanum bjó „...og líklega hvorugur okkar þá,“ segir viðmælandi okkar, Guð- mundur Ármann Sigurjóns- son, myndlistarmaður á Akur- eyri, formaður Gilfélagsins og einn af hugmyndasmiðunum á bak við Listagilshugmyndina í Grófargilinu í hjarta Akureyr- arbæjar. Það hvarflar að manni þegar gengið er um Listagilið að Gilfélagið og á- hangendur þess eigi eftir að verða álíka áhrifamiklir í bæj- arlífinu í framtíðinni og KEA var í eina tíð, að minnsta kosti í miðbæ Akureyrar. í Grófar- gili, þar sem KEA hafði lengst af stærstan hluta starfsemi sinnar, ráða nú Gilfélagsmenn ríkjum. Þar er Myndlistarskól- inn kominn í hús, þar hafa listamenn vinnustofur og sýn- ingarsali. Listasafn Akureyrar verðurtrúlega komið þar undir þak áður en langt líður og ætl- unin er að þarna verði mikill tónleikasalur. í Listaskálan- um, gömlu þvottahúsi á bak við Myndlistarskólann, finnum við Guðmund Ármann mynd- listarmann og fáum hann til þess að rifja upp með okkur hvað á listamannsdaga hans hefur drifið frá því hann teikn- aði of lítið skip og of mikinn sjó á renninginn í Laugarnes- skólanum. LÆRDI PRENTMYNDAGERÐ „Ég hef nú komið víða við. Ég er fæddur á Ránargötu 13, í doktorshúsinu sem kallað var, fæddur Vesturbæingur en flyst að vísu mjög snemma yfir f Austurbæinn, alla leið 32 VIKAN 4. TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.