Vikan


Vikan - 25.02.1993, Side 33

Vikan - 25.02.1993, Side 33
▲ Guó- mundur Ármann vió mynd- ina Jafn- vægi frá 1987. Hún er í tveim- ur hlutum, máluö meó olíu- litum á striga. inn á Langholtsveg. Foreldrar mínir byggðu eitt af sænsku húsunum á móts við Lang- holtsbæinn, sem þarna var, og ég átti mín uppvaxtarár í kring- um Langholt og búskapinn þar. Fótboltinn var stundaður á Langholtstúninu þar sem nú eru Sólheimar og Ljósheimar.“ Guðmundur hélt áfram að teikna þótt hann hefði verið rekinn heim eftir tilraunina í sjö ára bekk og hann segir að þegar hann hafi verið kominn í gagnfræðaskóla hafi sér ver- ið farið að ganga vel í teikn- ingu. „Ég fékk alltaf dálítið hátt í teikningu og leikfimi en af öðrum námsgreinum get ég ekki státað." Listamaðurinn tengist Vik- unni töluvert því hann lærði prentmyndagerð í Rafgraf þar sem Vikan var unnin á þess- um tíma. „Ég hafði verið sendill í prentsmiðjunni Eddu þegar Svan Sigurðsson, nú í Svansprenti í Kópavogi, var þar og var þá oft að teikna karlana í prentsmiðjunni. Svan vissi því að ég hafði gaman af að teikna og spurði hvort ég vildi ekki læra prent- myndagerð og það varð úr. Síðustu tvö árin í náminu var ég svo einnig í myndlistar- námi á kvöldnámskeiðum og fyrstu sýninguna mína hélt ég á Mokkakaffi 1961. Þá sýndi ég abstraktverk, teikningar. Ég hafði uppgötvað penna sem hægt var að fylla með bleki og skipta um penna í eft- ir þörfum og með þeim fór ég að teikna alls konar form. Mér þótti svo óskaplega gaman að gera beinar og fínar línur. Ég fékk bara nokkuð góða dóma fyrir þessa sýningu og byrja upp úr því í Myndlista- og handíðaskólanum. Ég fór á málarabraut í málaradeild. Margir nemendanna fóru í eitthvert hagnýtt nám, teikni- kennaranám eða auglýsinga- nám, en ég þóttist hafa efni á að vera bara á málarabraut- inni af því ég var að Ijúka minni fagmenntun. Ég útskrif- ast úr skólanum 1967.“ FULLTRÚI SVÍA Á ÆSKULÝÐSBIENNAL Í ÓSLÓ Hvert liggur svo leiðin? „Ég leitaði fyrir mér um skóla ( Bandaríkjunum og sótti um inngöngu í University of Florida fyrir áeggjan Jó- hanns Eyfells sem hafði verið þar. En ég komst ekki f skól- ann af því ég hafði ekki stúd- 4. TBL. 1993 VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.