Vikan


Vikan - 25.02.1993, Side 36

Vikan - 25.02.1993, Side 36
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík FRAMHJAHALD Kæri sálfræöingur. Ég er gift og hef verið það í tæplega tuttugu ár. Við eigum þrjú börn sem öll eru komin á unglingsaldur. Hjónabandið hefur verið gott alla tíð eða það hélt ég að minnsta kosti. Ég fékk hins vegar harkaleg- an skell nú skömmu eftir ára- mót þegar ég uppgötvaði að maöurinn minn hafði haldið framhjá mér í langan tíma. Þegar ég komst að þessu skellti ég því framan í hann og hann viðurkenndi það en sagði jafnframt að það væri búið, því hefði lokið rétt fyrir jól svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að það héldi áfram. Hann sagðist sjá eftir því og að það hefði verið hann sem lauk því og að hann hefði haft samviskubit alla þessa mánuði sem fram- hjáhaldið hefði staðið yfir. Hann bað mig afsökunar og lofaöi að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Svo taldi hann sig laus- an allra mála. Hann segist ekkert meira hafa um málið að segja, geti ekkert sagt annað en „fyrirgefðu". Ég held að ég vilji halda hjónabandinu áfram en vandamálið er að ég get ekki fyrirgefið honum og held á- fram að kvelja mig og velta mér upp úr þessu. Hann skilur það ekki og segir mér bara að ég geti treyst honum héðan í frá og verði bara að láta þetta tilheyra fortíðinni. Ég get það bara ekki. Ég geng á hann hvað eftir annað og hann virð- ist vera að verða þreyttur á því, vísar mér stöðugt á bug og segist ekki geta sagt neitt meira. Hvað get ég gert og hvern- ig get ég fengið hann til þess að ræða þetta nánar til þess að við getum lokið þessu og gert málið upp? Hvernig er hægt að byrja upp á nýtt, án þess að Ijúka þessu máli fyrst á einhvern hátt? Ég óttast að ekki bara framhjáhald hans hafi eyðilagt hjónabandið heldur sé ég að eyðileggja það með því að geta ekki fyr- irgefið honum. Gefðu mér nú góð ráð. Með fyrifram þökk, Gunna Kæra Gunna. Að yfirvinna þann tilfinninga- og trúnaðarbrest sem veröur við framhjáhald getur verið mjög erfitt og það er greinilegt að þér líður illa núna og sérð enga leið út úr þessu. Það er hins vegar ýmislegt sem vant- ar í bréfiö þitt til þess að ég geti sett mig fullkomlega inn f 36 VIKAN 4. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.