Vikan


Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 41

Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 41
IHAMINGJU Hver þekkir ekki vand- ann að velja rétta kort- ið ef einhver á afmæli eða er að halda upp á tíma- mót? Fyrir skömmu bættist skemmtileg nýjung í annars skrautlega flóru heillaóska- korta. Hvert kort er tileinkað einu ári á tímabilinu 1923- 1973. Út eru komin tólf kort og hlaupa þau á fimm ára bili. Kortin myndskreytti Birna Steingrímsdóttir myndlistar- kona og prýðir fallegt tré hvert þeirra en engin tvö eru eins. Inni í kortunum er síðan að finna upplýsingar um sitthvað sem gerðist á viðkomandi ári bæði hér heima og erlendis, merka atburði, verð á brauði og mjólk það árið, vinsælasta dægurlagið og svo framvegis. Kortin eru hugsuð handa þeim sem fagna hvers konar tímamótum sem mæld eru á fimm ára fresti frá árunum 1923-1973 - vegna stóraf- mælis til dæmis, brúðkaups- afmælis eða útskriftarafmæl- is. Gæfusmiðjan gefur þessi nýstárlegu kort út og fást þau í bóka- og blómaverslunum. □ ISJAVARÞORPI Eg þurfti að fara norður í land að dveljast um tíma ( litlu sjávarþorpi, með rækjuverksmiðju, hrað- frystihúsi, hóteli, einni versl- un og fallegum einbýlishús- um. Þessi litlu þorp úti á landi eru þannig húsuð aö það er eins og menn hafi um nótt kópíerað Arnarnesið og raðað niður þessum húsum við nokkrar götur sem eru malbikaðar, sýnist mér þó að ég sjái ekki í bik fyrir snjó. Hótelið er í nýlegu húsi sem áreiðanlega var ekki hannað sem slíkt enda skrif- stofur að mestu en ein hæð notuð til gistinga, með matsal og eldhúsi. Allt mjög snyrti- legt en mér finnst nokkuö einmanalegt því ég er oftast eini gesturinn, þaö er bara dag og dag sem einhver kemur að lúra um nótt, ein- hver sem á snöggt erindi á þennan staö, enginn að skoöa sig um í lífinu. Undarlegt að vera einn á hóteli, starfsmenn ekki við nema rétt um hádegi til aö elda en annars er ég í hótel- leik, er allt í senn hótelstjóri, herbergisþerna og þjónn, eldabuska, Bella símamær og hóteldraugurinn. Indæla matmóðirin, sem kemur að bjarga öllu við í hádegi, er ekki eingöngu að hugsa um mig heldur nokkra kostgang- ara því þeir eru nokkrir hér sem koma snemma að morgni, vinna eitthvað við höfnina, skip eða verksmiðju en fara svo þegar kvöldið kemur arkandi yfir fjallið. í nokkra daga hefur gert hér kolvitlaust norðlenskt veður sem maður heyrir bara um á Rás 2 en upplifir aldrei nema í eyrunum ef maður býr að staðaldri í Reykjavík eða nágrenni. Ég sat við gluggann fyrstu nóttina og horfði á þetta rosaveður, skaflar frá fyrri rokum hölluðu vanga að hús- hliðum, ég sá rétt grilla í Ijósastaura, enginn á ferli hér þegar veturinn hóstar. Eg er lukkunnar pamfíll, íbúi í borg þar sem öll verstu veðrin fara framhjá, strætis- vagnarnir ganga alla daga og hafa gert í vetur, þeir mundu ekki einu sinni fara í gang hér! Hvað lætur svo fólk búa á svona stað, þar sem er ekk- ert bíó, engin tískuverslun, engin veitingahús, engin danshús með bar, ekkert sem vekti áhuga Pressunnar að mynda og geta um það dýrðarinnar fólk sem „sást mæta á svæðið” að sýna sig og sjá aöra? Hér ganga menn til vinnu og heim, hafa áhyggjur af vinnunni, hér þekkjast allir með nafni, hér vita menn allt um alla, hér fer mikill tími í að tala um fólk, í spennuleysi augnablikanna verður hvert nýtt andlit efni í spennusögur á kvöldin. En það er ekki ein- kenni á litlu þorpi við hafið, það er í eðli okkar íslend- inga, við erum allir upp til £5, hópa Gróur á Leiti, elskum =g að tala heldur illa um náung- ^ ann, sérstaklega ef hann er £g‘ eitthvað eins og sagt er. g; Þess vegna gæti ég alveg g eins verið í Reykjavík núna, nema húsin eru færri og það gengur enginn strætisvagn gi framhjá glugganum mínum. □ ^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.