Vikan


Vikan - 25.02.1993, Side 47

Vikan - 25.02.1993, Side 47
vinna úr í gegnum svör mín og líka aðrir bréf- ritarar sem sent hafa mér álíka frásagnir af sjálfum sér. Hann þakkar fyrirfram fyrir grein- argóö svör eins og hann segir sjálfur og óskar mér alls góðs. Fyrir þetta vil ég þakka honum sérstaklega eins og reyndar hinum líka sem þannig eru hugsandi til mín og hafa látið það í Ijós í bréfum sínum. Áfram nota ég innssei mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til svar- anna. ÓHREINU BÖRNIN HENNAR EVU Einhvern tíma, ef ég man rétt, heyrði ég þá hugmynd, sennilega haföa úr Þjóðsögum Jóns Árasonar, aö mjög sérstök og harla ó- venjuleg ástæða væri fyrir tilvist huldufólks. Sennilega er þjóðsöguskýringin sú kenning eða hugmynd um upphaf huldufólks sem ýmsir eldri íslendingar og sumir jafnvel löngu látnir hafa talið nokkuð tilkomumikla og senni- lega, þó furðuleg sé og fremur óraunsæ. Sagan segir að eitt sinn hafi Eva átt von á Drottni sjálfum í heimsókn en af ærnu tilefni væntanlega tókst henni ekki að þvo öllum börnunum sínum áður en Guð kom í bæ. Hún faldi því í snarheitum þau óhreinu býsna kirfi- lega. Þegar síðan á heimsókn Drottins leið var hún spurð hvort hún ætti ekki fleiri börn en þá fullyrti þessi ágæti upphafsmaður mann- kyns að svo væri alls ekki. Eins og við vitum veit Guð allt og gerði sér vitanlega grein fyrir óráðvendni Evu. Hann sagði því við hana í framhaldi af barnleynd hennar eitthvað á þessa leið: „Það sem látið er vera hulið mér mun jafnframt í framtíðinni verða hulið fyrir mönnum.“ MÓTSAGNAKENNDAR OG MERGJAÐAR í framhaldi af því að huldufólk var gert að af- komendum Adams og Evu með þessum sér- staka hætti má segja að í flestum sögum af því hafi mátt finna þónokkurn mun á mennsk- um mönnum og þessum einstaklingum sem byggja hulduheima. Þó viröast þeir líkir okkur fljótt á litið í gegnum skyggn augu huldufólks- sjáenda. Huldufólk hefur náttúrlega verið flestum óskyggnum ósýnilegt vegna þess aö það lifir og býr í annars konar veröld, í vídd sem er á margan máta ólík okkar mannanna. Hugsanlega urðu í gegnum aldirnar margar frásagnir af huldufólki mun mótsagnakenndari en efni stóöu til. Kannski er það einmitt sök- um þess að eftir því sem þær voru mergjaðari og furðulegri þótti auðvitað meira í þær varið. Til eru sögur af huldufólki sem eru þaö blendnar og tvíræðar að erfitt er að átta sig á því hvort um er að ræða ótæpilegt ímyndun- arafl sögumanna eða hreinlega skáldaleyfi þeirra sem sögðu frá. Það gæti líka verið staðreynd að engir tveir upplifi sjón á heim huldufólks á nákvæmlega sama máta þrátt fyrir að í öllum aðalatriðum kunni sjáendum að bera saman. MISGOTT OG MÁTTUGT Eins og vissulega kemur fram í frásögn Steins er engum vafa undirorpið, alla vega miðað við obbann af einmitt svona frásögnum, að um er að ræða heim sem er hulinn öðrum en útvöld- um og virðist hann, eins og Steinn segir, eiga ýmislegt sammerkt með mannheimum þrátt fyrir að vera jafnframt frábrugðinn. í hinum ýmsu frásögnum kemur fram að þetta leynd- ardómsfulla fólk á sér furðulegar hliðar og misgóðar. Stundum hefur því verið fleygt og sannreynt að það sé býsna máttugt og góð- gjarnt. Aftur á móti er erfitt að trúa því sem stundum hefur verið sagt að það geti valdi hvers kyns óskunda og jafnvel armæðu í lífi manna. Ef það gerist er sennilegt að tilefnið sé að þess mati ærið, sem sagt að gert hafi verið á hlut þess og það því kosið að hefna sín svo um munaði. Til gamans má meira að segja geta þess að það hefur verið til fólk sem hefur trúað því að huldufólk gæti ráðið yfir veðri og vindum. MISMUNANDI HLUTSKIPTI OG KRISTILEG TILTRÚ Það er augljóst að Steinn hefur frekar góða reynslu af samskiptum sínum við huldufólki. Hann segir það hafa hjálpað sér í ýmsum og ólíkum tilvikum, jafnvel fundið fyrir sig dýr sem horfið hafa með dularfullum hætti af heimili hans. Þetta er náttúrlega meiri háttar. Augljóslega kemur fram í þeim frásögnum sem ég hef undir höndum frá lesendum að engu er líkara en í hulduheimum sé hlutskipti einstaklinganna misgott. Sumir virðast búa í skrautlegum og íburðarmiklum höllum í mikilli auðlegð en aðrir í óeigulegum og hrörlegum vistarverum, þar sem fremur ríkir arðmæða og fátækt en nokkuð annað og mikilfenglegra. Það kemur jafnframt fram [ þjóðsögunum, ekki síður en í nútímafrásögnum, að huldufólk virðist kristið og eiga sér trúarlega hefð sem er áþekk því sem við þekkjum best. Þá er til dæmis átt við að það syngi til dæmis sálma, fari með bænir og taki jafnframt hinni postul- legu blessun. ÁSTIR HULDUFÓLKS OG MANNA [ gamla daga var því oftar en ekki haldið fram að ástir hefðu á stundum tekist með mönnum og huldufólki. Af þessum frásögnum hefur kveðið svo rammt að jafnvel hefur í ítarlegum frásögnum verið talað um ákveðna einstak- linga sem hugsanlega afkomendur foreldra af mannheimi annars vegar og svo hins vegna af hulduheimi. Rökin fyrir þannig frásögnum hafa meðal annars verið þau að huldufólks- drottningum hafi fyrir ill örlög verið vísað alfar- ið úr hulduheimi og þær í þannig aðstæðum og öngþveiti ráðist í örvæntingu sinni sem bú- stýrur á sveitabæi. i framhaldi af því hafi þær náö að tengjast mennskum mönnum, jafnvel eins og áður sagði ástarböndum, og síðan getið með þeim börn. ÆVINTÝRAKENNDAR OG ÓRAUNSÆJAR Það veröur að segjast eins og er að vegna þess hvað frásagnirnar af huldufólkinu hafa veriö ævintýrakenndar og óraunsæjar á stundum er kannski ekki furða þó ýmsir hafi í gegnum aldirnar efast stórlega um tilvist þess. Hitt er svo annað mál að það hafa gerst atvik og komiö upp atburðarásir tengdar möguleg- um samskiptum manna og huldufólks sem óumdeilanlega hafa fremur undirstrikað tilvist þessa hulduheims og þeirra sem í honum venjulegast búa. Enda hefur grunur alþýðu- manna um tilvist huldufólks verið það almenn- ur í gegnum aldirnar að varla er með sanni hægt að segja að um tóma ímyndun sé að ræða. Sem sjáandi get ég sjálf ekki annað en staðfest við Stein að þetta sem hann er að upplifa og tengir huldufólki getur verið stað- reynd og meira að segja mjög eðlileg. Það sem hann segist upplifa hafa menn og konur um allan heim sagst hafa upplifað um aldir, þó ekki séu frásagnirnar endilega nákvæm- lega eins. Þær eru þó nægjanlega keimlíkar til að um einhvers konar skyldleikasamband sé að ræða, jafnvel þó lönd og heimsálfur skilji þær að. LEYNDARDÓMSFULL VERÖLD Hvað er í raun eðlilegt að upplifa og hvað ekki er í eðli sínu mjög afstætt. Það sem einum er algjörlega raunverulegt getur öðrum virst full- komlega óraunverulegt og á það ekki síst við þegar kemur að dulargáfum einstaklinga. Ver- öldin er sennilega mun leyndardómsfyllri en við viljum vera láta, að minnsta kosti flest. Kannski er það viss einfeldni, þegar dýpra er skoðað, að fullyrða að eitthvað sé í raun yfir- máta eðlilegt, alveg eins og við værum alvitur og gerðum okkur fullkomna grein fyrir öllu sem telja mætti eðlilegt og bókstaflega gjör- þekktum allt. SUMT VERÐUR ÁFRAM HULIÐ Sumt í okkar ágætu tilveru verður auðvitað á- fram hulið. Alveg eins er það og verður stað- reynd að sumir sjá eða munu sjá einhvers konar hulduheima og þá sem þar búa. Aðrir sjá þetta bara alls ekki. Sjálfri finnst mér ein- hvern veginn, miðað við það sem ég hef upp- lifað úr hulduheimum, að huldufólk sé verur sem eru í eðli sínu og athöfnum einstaklingar sem byggja tilvist sína og atgervi eins og þær væru með eðli sem liggur andlega einhvers staðar mitt á milli manns og engils. Eða eins og einfeldningurinn sagði einu sinni við vini sína og brosti í kampinn: „Elsk- urnar mínar, ég hef séð huldufólk frá frum- bernsku og veit að í þessu fólki býr einn af- markaður og gagnlegur vaxtarbroddur eilífð- arinnar. Það er því til staðar og á fullan rétt á að fá tilveru sína staðfesta, jafnvel þó að það sé ósýnilegt meginþorra manna. Vísindalegar staðreyndir á hverjum tíma eru nefnilega ein- ungis bundnar takmörkuðum skilningi ein- stakiinga og til lengri tíma litið getur sá skiln- ingur reynst eins og hver önnur tálsýn eða hreinlega hugsanaskekkja vegna tíðarand- ans. Þetta sjónarmið sanna mýmörg dæmi óumdeilanlega. “ Vonandi lærist Steini smám saman að meta þessa sérstöku og dulrænu sérgáfu sína án umtalsverðra áhyggna. Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, ^ Kambsvegi 25, 104 Reykjavík

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.