Vikan


Vikan - 25.02.1993, Side 66

Vikan - 25.02.1993, Side 66
mnwnaii Garcia fyrir væntanle9a áhorfendur Armand °9 Þvl afráða framleiðendur Assante að hætta við að gera kvik- og James mynd eftir því þótt það sé vel Edward skrifað. Fyrir getur komið að Cortés hreinlega se enginn markaður sem lík- fyrir handritin, söguþráðurinn lega veró- á einfaldlega ekki við tíðar- uraidrei andann. Tískusveiflur eru í gerö. heimi kvikmyndanna eins og annars staðar. Hér á eftir verður minnst á nokkur handrit sem eru vel skrifuð en vegna þess að þau þykja skrýtin eða kalla á of mikla fjárfestingu eru þau látin afskiptalaus og hvíla á hillum kvikmyndaframleiðenda og safna ryki um ókomin ár. Óskarsverðlaunahandrita- höfundurinn Nicholas Kazan, sem hlaut viðurkenningu fyrir handrit sitt að myndinni Reversal of Fortune, hefur skrifað þykkt handrit sem heit- ir Cortés og fjallar um spænska landkönnuðinn Cortés. Þar er greint frá stríði spænskra hermanna gegn konungi Azteka, Montezuma II f Mexíkó, og hvernig indíánaþjóðinni var eytt. Handritið lýsir á raunsæjan hátt hvernig Cortés og 400 manna herlið hans gereyddi 200.000 manna herliði Montezuma II. Þetta er hand- rit að stórmynd og hafa margir nafntogaðir leikstjórar verið orðaðir við verkið. Má nefna Peter Weir, Oliver Stone og Paul Verhoeven sem síðast gerði Basic Instinct. Lokið var við handrit þetta árið 1988 en litlar líkur eru á að mynd verði gerð eftir þvi. Til þess reynist verkið of kostnaðar- samt. Hjá kvikmyndafram- leiðslufyrirtækinu PentAmer- ica Pictures er talið að þurfi minnst 50-75 milljónir Banda- ríkjadala til að hrinda verkinu í framkvæmd. Það er kreppa í kvikmyndaiðnaðinum eins og í öðrum iðnaði í heiminum um þessar mundir. Ef hins vegar Cortés yrði að veruleika er þegar búið að skipa leikara í aðalhlutverkin. Þeir eru Andy Garcia (sem Cortés), Arm- and Assante (The Mambo Kings) og Edward James Olmos (American Me, Stand and Deliver). Hið dularfulla mál Benja- míns er titill á handriti sem byggt er á smásögu eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald (The Great Gatsby, The Last Tycoon). Steven Spielberg ætlaði upp- haflega að leikstýra verkinu sem átti að kosta í kringum 40 milljónir dala en hann varð að hverfa frá því þar sem hann tók að sér að leikstýra Hook, The Jurassic Park (sem verð- ur sýnd f september á íslandi og fjallar um vélknúna risaeðlu í skemmtigarði). Auk þess mun Steven Spielberg leik- stýra myndunum Mr. Magoo og Schindlers List. Kvikmyndaframleiðandinn Ray Stark er búinn að eiga kvikmyndaréttinn að smásög- unni í yfir tuttugu ár. En hvers vegna verður handritið, sem Robin Swicord skrifaði, ekki gert að kvikmynd? Jú, fram- leiðendur telja að myndin eigi ekki við núna þar sem hún greini frá djassleikaranum Benny Goodman og Billy Holliday. Sögupersóna verks- ins, Button, kynnist þessum sögufrægu persónum auk þess sem hann tekur þátt í Ví- etnamstríðinu og verður ást- fanginn af tískudrottningu sem hvetur hann til að gerast popp- söngvari. Þetta er þvælinn og margbrotinn söguþráður. Það skal tekið fram að handritið heitir á frummálinu The Curi- ous Case of Benjamin Butt- on og er eingöngu lauslega byggt á smásögu eftir F. Scott Fitzgerald þar sem rithöfundur- inn lést árið 1941. Ef verkið yrði að veruleika er ætlunin að láta hinn síunga Tom Cruise fara með aðalhlutverkið. Handritið Lenya er byggt á sannsögulegum atburðum og greinir frá stórbrotnu lífi tveggja einstaklinga, Lotte Lenya og Kurt Weil sem voru litríkir listamenn. Ef þetta handrit verður einhvern tím- ann að kvikmynd á hún að líkjast myndinni Cabaret sem gerð var 1972 með þeim Lizu Minelli og Michael York. Kvikmyndaframleiðslufyrirtæk- ið All Girl Productions hefur í fjögur ár reynt að koma verk- inu af stað en fólk í bransan- um telur að ekki sé markaður fyrir enn eina söngleikjamynd. Hugsanleg leikkona er Bette Midler (Forthe Boys). Þekkt handrit, sem búið er að safna ryki í fjögur ár, heitir Revolution (ekki myndin sem gerð var 1985 og kolféll árið eftir og var með Donald Sutherland og Al Pacino í að- alhlutverkum). Handrit þetta segir frá ameríska frelsisstríð- inu 1776-1783 og hugsanleg- ir leikarar eru þeir Kenneth Branagh (Dead Again, Henry V, Petes Friends), Gene Hackman (sem Benjamin Franklin), Daniel Day Lewis (sem George Washington) og Alec Baldwin (sem John Hancock). Leikstjóri yrði Bret- inn Stephen Frears (The Grifters, Hero). Handritið er 300 síðna langt og ýmsir framleiðendur í kvikmynda- borginni Hollywood hafa dá- samað verkið en benda hins vegar á að það sé alltof langt og kostnaðarsamt. Auk þess útheimtir myndin erfiðar bar- dagasenur, dýra búninga, lik- ön og ýmis mannvirki í fullri stærð. Af þessum ástæðum verður myndin sennilega aldrei gerð. Að lokum má geta þess að stundum er búið að undirbúa alla kynningu fyrir væntanlega kvikmynd, búið að gera litríkt og dýrt veggspjald og fleira en allt kemur fyrir ekki. Kvikmynd er stundum ekki gerð einfald- lega vegna þess að þeir sem ætluðu að fjármagna verkið á- kveða að hætta við vegna þess að þeir telja verkið of á- hættusamt. Þetta gerðist með mynd sem átti á heita Mario and the Magician og til stóð að yrði með enska öndvegis- leikaranum Malcolm McDowell og Mary Steen- burgen. Handritið með sam- nefndum titli er byggt á skáld- sögu eftir Thomas Mann. Myndin á að gerast árið 1929 í ítölsku sjávarþorpi. Sagan fjallar um stjórnmálaástand þess tíma á Ítalíu þegar svart- stakkar Mússolínis eru byrjað- ir að láta að sér kveða. Auk þess snýst sagan um þjóninn Mario sem verður ástfanginn af konu sem er í ástlausu hjónabandi. Upphaflega áttu sem sagt Malcolm og Mary Steenburgen að leika í mynd- inni en hætt var við á síðustu stundu. Sögusagnir eru nú á kreiki um að þýskir aðilar ætli að hrinda verkinu í fram- kvæmd. Austurríski stórleikar- inn Klaus Maria Brand- enauer (Mephisto, Colonel Redl) er sagður eiga að fara með aðalhlutverkið. Er svo markaður fyrir þessa tegund kvikmyndar? Það getur tíminn einn leitt í Ijós. □ 66 VIKAN 4.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.