Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 9

Vikan - 25.03.1993, Page 9
áður var. En mér finnst líka þetta hjónaband vera búið eða einhvern veginn hræði- lega dáið. Þau Ijúga það mikið hvort að öðru, eru bæði flökt- andi, geta ekki eignast barn því það er búið að eyðileggja í henni móðurlífið. Ástandið er því ákaflega dapurlegt í lokin.“ - Tónlist Schuberts í verk- inu tengist því sterklega. Það er eins og klassísk tónlist og pyntingar fari stundum sam- an. „Já, og læknar virðast vera fjölmennastir í þeim hópi sem leikur klassíska músík við pyntingar. Það er úrkynjuð yfirstétt sem tekur upp á þegsu og getur ekki fullnægt sér með nokkrum hætti. Klassísk músík er yndisleg, í raun og veru er glæpsamlegt að tengja hana við þetta.“ -Er ekki erfitt að fást við svona hlutverk - tekur það ekki sinn toll í sálarlífinu? Hún þarf að þegja yfir fortíðinni og passa í hlut- verkið viö hlið eiginmanns síns „Jú, aðallega þegar maður er að vinna hlutverkið. Þegar einu sinni er búið að frumsýna leikrit og ef maður kann orðið við það sem maður er að gera þá verður þetta ekki sálarstríð heldur bara svolítið erfitt lík- amlega. Nei, það er bara mjög mikil vellíðan sem fylgir því að leika gott hlutverk. Eftir að hafa leikið gott hlutverk og fundist það ganga ágætlega líður mér afskaplega vel og hlakka til að fara að borða! En á æfingunum er þetta oft við- bjóður, maður er að lesa ein- hvern viðbjóð og skilur ekki manneskjuna, hvernig hún getur verið eins og hún er. Oft velkist ég í vafa og veit ekki hvort ég hef roð við hlutverk- inu og möguleika á skilningi á því.“ -Dauðinn og stúlkan - á Pálína sér eitthvert líf eftir þennan „dauða?“ Er hægt að má svona minningar burt? „Nei, það held ég ekki en það er hægt á einhvern hátt að sættast við þær. Og það gerir hún ekki. Það er alveg rétt hjá lækninum þegar hann segir: „Það er alveg sama hvað ég myndi gera, það myndi ekki nægja henni.“ Nei, ég held að hún sé ansi skemmd, þannig séð. En hún getur stillt sig. Að því leyti er hún í byrjunarstöðu í lokin, hún er komin á konsert." ALLUR DAGURiNN UNDIRLAGÐUR - Ef við vendum okkar kvæði í kross, Guðrún, hvernig und- irbýrðu þig fyrir sýningu? Er inn. Þá er maður einhvern veginn svolitið á leið þangað. Síðustu klukkutímana er ég óþolandi heima hjá mér en þegar ég er komin upp í leik- hús geri ég nákvæmlega það sem ég ætla að gera og hef alltaf gert, fer í sturtu. Klukku- tíma fyrir sýningu þvæ ég mér um hendurnar. Þá bara geri ég það, ég er þannig.“ - Einhvers konarhjátrú? „Ég veit ekki hvort það er hjátrú, það verður að vera svona fyrst það var og gekk ágætlega áður. Þá bara mætir maður eins og eins konar vél- menni. Hjátrú, kannski, þetta er eitthvað til að halda sér í.“ - Hvernig vindur þú ofan af þér eftir erfiða sýningu, tekur það langan tíma? „Já, það getur tekið langan tíma, misjafnlega þó. Ég borða kvöldmat - ég fer að elda mat þegar ég kem heim. Það er alltaf voða góður mat- Mikil vellíöan sem fylgir því aö leika gott hlutverk T Guörún og Valdi- mar Örn Flygenring í hlut- verkum sínum í Dauöanum og stúlk- unni. dramatísk leikkona, oft í alvar- legum, erfiðum, jafnvel harm- rænum hlutverkum. Langar þig ekki stundum til að breyta til og leika í gamanleikriti? „Eg hef reynt það tvisvar og ekki gengið sérstaklega vel. Nei, ég held að mig langi ekki neitt sérstaklega til þess en ég myndi vilja leika í barna- leikriti og einhverjum absúrd- verkum, ekki endilega há- dramatík. Mér finnst samt há- dramatík góð í leikhúsi. Ég vil helst gráta í leikhúsi - ég hlæ ekki mikið upphátt þar.“ LEIKSVIÐIÐ BETRA EN BÍÓMYND -Hvað um kvikmyndaleik, er skemmtilegra að leika í kvik- myndum en á sviði? „Nei,“ segir Guðrún harð- ákveðin á svip. „Mér finnst leiksviðið skemmtilegra. Það er erfiðara og maður er miklu meiri þátttakandi í samstæðu kerfi. Þar gengur maður í gegnum allt og finnur að mað- ur er með í forminu. Filmu- vinnan finnst mér ekki eins skemmtileg - og ekki eins erf- ið. Hitt er einhvern veginn líka meira í puttunum á manni. Leikhúsið er strangara form fyrir leikarana." - Þú ert fastráðin í Borgar- leikhúsinu, hvemig líkar þér það? „Þar sveiflast ég dálítið. Best væri að vera hvergi fast- ráðin, geta farið á milli. Þetta er svo lítið samfélag að það er alveg út í hött að vera að binda leikara í einu leikhúsi. Það er þó dálítil tilbreyting að fara á milli leikhúsanna.“ Kaffið er löngu búið úr boll- unum okkar á Mokka og Guð- rún hefur drepið í seinni rett- unni. Hún þarf að vera mætt í Borgarleikhúsinu klukkan sex. Við kveðjumst með kurt og pí og þessi magnaða leikkona svífur út á Skólavörðustíg. Tjaldið fellur. □ einhver sérstök rútína ? „Engin sérstök rútína en hugurinn er náttúrlega í leik- húsinu. Þannig held ég að sé með alla leikara, að í raun og veru er allur dagurinn undir- lagður, frá því að menn vakna, ef sýning er þann dag- ur enda er ég búin að bíða lengi eftir honum! Ég horfi oft á sjónvarpsfréttirnar, sem ég hef þá tekið upp, spjalla við fólk og fer svo að lesa og sofa, svona tveimur til þremur tímum eftir að sýningu lýkur.“ - Nú ert þú þekkt sem Ég er óþolandi á heimili síðustu klukkutímana fyrir sýningu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.